Fréttablaðið - 14.11.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 14.11.2013, Síða 26
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | VIÐSKIPTI | 26 Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur farið fram á afskráningu úr Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær kemur fram að stefnt sé á skráningu í Kauphöllinni í Ósló í Noregi og að hún gangi í gegn í desember næst- komandi. Aðalskráning Atlantic Petroleum er í kauphöllinni hér, en félagið er einnig skráð í kauphöll Nasdaq OMX í Kaupmannahöfn. Eftir breytingu á aðalskráning að vera í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur skráningarnefnd Kauphallar- innar ekki enn tekið afstöðu til afskráningar Atlan- tic Petroleum úr Kauphöllinni og er ákvörðunarferlið sagt geta tekið nokkra daga. „Bréf félagsins voru sett á athugunarlista í ljósi til- kynningarinnar,“ segir í svörum Kauphallar. Komi til afskráningar dettur félagið út úr Heildarvísitölu Aðal- markaðar og færeysku vísitölunni. „Og þar sem þetta er eina olíufyrirtækið á markaði, dytti sú atvinnu- grein af markaði í bili.“ Þá kemur fram að kauphallarfólk sé stolt af því að hafa verið hluti af vexti félagsins síðan 2005. „Gjald- eyrishöftin gera það hins vegar að verkum að félagið getur ekki sótt nýtt fjármagn á íslenska markaðnum. Við óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.“ - óká Ríkisaðstoð, sem felst í fjár- mögnun lagningar og rekstri Skeiða- og Gnúpverjahrepps á ljósleiðara, brýtur ekki gegn EES- samningnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir verkefnið til þess fallið að auka samkeppnishæfni þessa dreif- býla svæðis og að ekki hafi verið líkur á að fjárfest yrði í slíkum háhraðanettengingum í sveitar- félaginu á markaðsforsendum í náinni framtíð. Þar að auki hefði verkefnið í för með sér stóraukið framboð á hágæða fjarskipta- þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. „Þegar almannafé er nýtt til að fjármagna framkvæmdir á borð við þessa er mikilvægt að ganga úr skugga um að virk samkeppni geti þrifist innan kerfisins. Með því er tryggt að íbúar og fyrirtæki njóti stöðugt batnandi fjarskipta- þjónustu á samkeppnishæfum kjörum,“ er haft eftir Oda Helen Sletnes, forseta Eftirlitsstofnunar EFTA, í tilkynningu ESA. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps ákvað árið 2012 að fjármagna uppbyggingu ljósleiðara- kerfisins. „Tvenn útboð voru haldin varðandi uppbyggingu ljósleiðara- kerfisins og sveitarstjórn stofnaði sérstakt félag til að sjá um rekstur kerfisins,“ segir í tilkynningu ESA. Þá geti allar þjónustuveitur sem þess óska fengið heildsöluaðgang að kerfinu á jöfnum kjörum. - óká ESA blessar framkvæmdir og starfsemi hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Máttu leggja og reka ljósleiðara SKURÐGRÖFTUR Félag var stofnað um rekstur ljósleiðarans og þjónustuveitur fá heildsöluaðgang á jöfnum kjörum. Atlantic Petroleum á leið úr Kauphöll Íslands og í Kauphöllina í Ósló: Olíuiðnaðurinn hverfur í bili 2500 2000 1500 1000 500 0 15.6.2013 15.6.2012 15.6.2011 15.6.2010 15.6.2009 15.6.2008 15.6.2007 15.6.2006 15.6.2005 GENGIÐ HEFUR SVEIFLAST Fyrstu ár Atlantic Petroleum voru allmiklar sveiflur á gengi bréfanna og þau náðu himinhæðum. Þær sveiflur hafa jafnað sig hin síðari ár. ➜ Saga félagsins frá því í maí 2005 „Verð á hlutum í HB Granda mun að öllum líkindum hækka töluvert í kjölfar þessarar ákvörðunar,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagrein- ingar Íslandsbanka. Hann vísar þar í fyriráætlanir stærstu eigenda HB Granda hf. um að selja allt að 32 prósenta eignarhlut sinn í félaginu áður en það verður tekið til skráningar á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands á næsta ári. Arion Banki á um 33 prósent af hlutafé HB Granda og ætlar að selja um 20-25 prósenta hlut í félaginu á næstu mánuðum. Aðrir stórir eigendur sem ætla að selja hluta af sinni eign eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. og stjórnarformanns HB Granda, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Félagið á 3,42 prósenta hlut í HB Granda og 39,5 prósenta hlut í Hval hf. Vogun hf. er dótturfélag Hvals og á 40,31 prósent hlut í HB Granda og 37,9 prósenta hlut í Hampiðjunni, sem á svo aftur 9,43 prósenta hlut í HB Granda. Útgerðarfyrirtækið er nú skráð á First North-markaði Kaup- hallarinnar þar sem viðskipti með hluti HB Granda hafa verið takmörkuð. Markaðsvirði félags- ins, samkvæmt skráðu gengi á First North, er um 30,7 milljarðar króna. Sala á 32 prósenta eignar- hlut myndi því skila um 9,8 millj- örðum króna. „Verðmyndun á First North er ekki mjög virk og þar eru viðskipti lítil og strjál. Skráð gengi á mark- aðinum þarf því ekki að endur- spegla rétta mynd af því hvert verðmæti eigin fjár félagsins yrði væri það skráð á Aðalmarkaðinum. Það að taka félagið af First North og setja það á Aðalmarkaðinn mun því vafalítið hafa aukningu í för með sér þegar kemur að verð- mæti eigin fjár félagsins,“ segir Kristján og heldur áfram: „Manni finnst sérstakt að það sé ekki eitt einasta sjávarútvegs- fyrirtæki skráð á Aðalmarkað- inum þar sem þetta er stærsta atvinnugrein okkar þegar kemur að gjaldeyrissköpun þjóðar- búsins.“ haraldur@frettabladid.is Tíu milljarða hlutur í HB Granda til sölu Stærstu eigendur HB Granda hf. ætla að selja allt að 32 prósent hlutafjár í félaginu. Salan myndi samkvæmt skráðu gengi skila um 9,8 milljörðum íslenskra króna. Sérfræðingur á hlutabréfamarkaði spáir því að virði félagsins muni aukast. ÚTGERÐ Sala á 32 prósenta eignarhlut í HB Granda hf. á samkvæmt tilkynningu félagsins að stuðla að dreifðara eignarhaldi og auka seljanleika hlutabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA First North er hliðarmarkaður hlutabréfamarkaðar Kauphallar Íslands og er hugsaður fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Markaðurinn hefur aldrei náð almennilegu flugi hérlendis en hefur á sama tíma virkað vel í sumum nágrannalöndum okkar. Hliðarmarkaður í krafti fjöldans A R\R\\\\\ IP A R A R A R PI PA R A R A PI PA PI PAIPPI W A W A W A W A TB W A W A W TB WBWBWBWTB WBWBWTB WBWBWBBBBTBTBTBT ••• ÍA S ÍASÍS •• 33 38 13 33 8 13 33 838 1 3 9999 TILBOÐ DAGSINS ER GISTING, JÓLAHLAÐBORÐ OG AÐGANGUR AÐ FONTANA Á LAUGARVATNI. Verð á hlut➜

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.