Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 16. DESEMBER 2013 295. tölublað 13. árgangur Mikill munur á gjöldum Allt að 148 prósentum munaði á æfingagjöldum barna hjá fim- leikafélögunum þegar ASÍ kannaði æfingagjöldin. 8 Gögnin til Reykjavíkur Ekki er við póstinn að sakast heldur sveitar- stjórann segir sveitarstjórnarmaður í Mýrdalshreppi. 2 Sérfróðir um suðurskautið Sjö starfsmenn og níu bílar eru frá Arctic Trucks á suðurskautinu. Nokkrir starfsmenn farið fimmtán sinnum. 6 SKOÐUN Ég elska íslenska smjörið ekki baun, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. 17 MENNING Ellen Loftsdóttir og Þor- björn Ingason frumsýna nýja tísku- mynd í dag. 38 SPORT Alfreð Finnbogason átti erf- itt með að horfa á þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu. 32 ÓÐINN Hnakkur unga hestamannsins nú á jólatilboði með ístöðum, ístaðsólum og gjörð á aðeins 79.900 kr. VERSLUNARSTJÓRIHalldór Victorsson segir jólagjöf hestamannsins leynast í Líflandi.MYND/DANÍEL SÖNGVASKÁLD Á SIGLÓSöngvaskáldin Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal og Svavar Knútur verða með jólatónleika í Siglufjarðarkirkju annað kvöld kl. 20. Á miðvikudagskvöldið verða þau í Akureyrarkirkju. Út- setningar þríeykisins eru lágstemmdar og áherslan lögð á að njóta stundarinnar saman í góðum félagsskap. FASTEIGNIR.IS 16. DESEMBER 2013 50. TBL. Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólaf Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sveinn Eyland Löggiltur fasteigna li Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Eggert Maríuson Söl f ll Haraldur Ómarsson Sigurður Fannar Guðmundsson Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD 8 DAGARTIL JÓLA HEILBRIGÐISMÁL Fagfólk og aðstandendur fólks sem er nauðungarvistað á sjúkrahúsi vegna geðsjúkdóma gagnrýna að aðstandendur þurfi að skrifa undir beiðni um nauðungarvist- un og segja það skaða samskipti innan fjölskyldna. Mismunandi verklag við fram- kvæmd nauðungarvistana hefur skapast á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Akureyrar, en á Akur- eyri sér félagsþjónustan um slík- ar beiðnir. „Ef okkur sýnist heppilegt að sveitarfélagið létti þessu af fjölskyldunni er engin tregða hjá félagsþjónustunni hér norð- an- og austanlands,“ staðfestir Sigmundur Sigfússon, forstöðu- læknir geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Hann segir sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu síður hafa viljað taka að sér þetta hlutverk. „Ég veit ekki af hverju. Þetta er svo viðkvæmt að svipta ein- hvern í fjölskyldunni frelsi, að það kemur sér vel ef sveitar- félögin vilja taka það að sér,“ segir Sigmundur. Á Akureyri er jafnframt reynt að komast hjá því að leggja fólk inn í svokallaða 48 klukkustunda vistun, sem krefst hvorki sam- þykkis aðstandenda né sveitar- félags. „Við viljum að málið sé rannsakað svo vel að pappírarnir ráðuneytinu séu tilbúnir áður en sjúklingur er lagður inn.“ Tómas Zoëga, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, segir velferðarsvið Reykjavíkur skrifa oftar undir nauðungarvistanir en áður. „En frumkvæðið kemur venjulega frá aðstandendum,“ segir Tómas. Hann segir erfitt að sjá að fækkun 48 klukkustunda nauðungarvistana gæti gengið upp í Reykjavík. „Yfirsýnin er meiri í minni sveitarfélögum. Hér getur fólk komið inn fárveikt og án þess að hafa fengið þjónustu áður. Þá höfum 48 klukkustundir til að meta stöðuna,“ bendir Tómas á, en hann segir erfitt að meta fárveikt fólk utan stofnana. - eb / sjá síðu 12 Ábyrgð létt af fjölskyldunum Aðstandendur geðsjúkra og fagfólk gagnrýna að fjölskyldur séu látnar sækja um nauðungarvistun fyrir ástvini. Á Akureyri hefur þróast ólíkt verklag við að nauðungarvista fólk, þar sem félagsþjónustan er umsækjandinn. LÖGREGLUMÁL Algengt er að svíns- höfuð séu notuð til að mótmæla moskum í Svíþjóð. Í samhengi við það sem hefur verið að gerast í Sví- þjóð er það því augljós hatursglæp- ur þegar svínshöfðum, svínslöppum og Kóraninum var komið fyrir á lóð Félags íslenskra múslima í Soga- mýrinni nýverið. Þetta segir Klas Borell, prófessor við Jönköping- háskóla í Svíþjóð og sérfræðingur um hatursglæpi. Borell segir vaxandi fjölda slíkra hatursglæpa í Svíþjóð hafa haft áhugaverða hliðarverkan. Þannig hvetji þessir hatursglæpir umburð- arlyndari borgara landsins til að lýsa skoðunum sínum og standa með múslimum. „Svínshöfuð eru orðin einkenni hatursglæpa sem beinast gegn eigum múslima,“ segir Borell. Nið- urstöður rannsóknar sem hann vann meðal múslima í Sví- þjóð sýna að fjórir af hverj- um tíu söfnuðum hafa orðið fyrir hatursglæpum. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu hefur lögreglan lokið rann- sókn á því þegar komið var fyrir svínshöfðum, svínslöppum og blóðugu eintaki af Kóraninum á lóð múslima í Sogamýri. Ákærusvið lögreglu fjallar nú um málið. Svipað atvik kom upp í borginni Trollhättan í Suður-Svíþjóð síðast- liðinn miðvikudag. Þá var svíns- höfuð skilið eftir við aðalinngang mosku í borginni. „Okkur er ekki órótt af því að þetta er svín, þetta væri hræði- legt sama hvaða dýr væri um að ræða. Svo breytir engu að þetta sé við mosku, þetta væri ógeðfellt hvar sem er,“ sagði Salim, talsmað- ur moskunnar, við sænska blaðið Expressen. Talsmaður lögreglu segir tilvik sem þetta koma upp af og til, oftast þegar jólin nálgist. - bj Svínshausar einkennismerki haturs sem beinist gegn múslimum í Svíþjóð: Umburðarlyndi fer líka vaxandi Bolungarvík -3° SV 3 Akureyri -3° SV 2 Egilsstaðir -2° SA 3 Kirkjubæjarkl. -2° N 4 Reykjavík -2° SV 4 HÆGUR VINDUR Yfirleitt hæg suðvestlæg eða breytileg átt í dag með éljum S- og V-til, einkum síðdegis en annars léttskýjað. Vægt frost. 4 HATUR Svínshöfuð eru orðin ein- kenni hatursglæpa gegn eigum múslima í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta er svo viðkvæmt að svipta einhvern í fjölskyldunni frelsi. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri FÓLK „Það var alveg truflað að vinna með Ben, ég hef fylgst með honum svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafs- son leikari, en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmynd- inni The Secret Life of Walter Mitty, sem verð- ur frumsýnd á Íslandi 3. janúar næstkomandi. Ólafur Darri sér ekki fram á að vera viðstaddur fleiri forsýningar á myndinni sökum mikilla anna, en hann er þessa dagana við æfingar á Hamlet í Borgarleikhúsinu, sem einnig verður frumsýnt í byrjun nýs árs. Meðal annarra verkefna sem Ólafur Darri hefur tekið að sér að undanförnu er prufuþáttur að nýrri sjónvarpsþáttaseríu undir stjórn Jonathans Demme, sem leik- stýrði kvikmyndinni The Silence of the Lambs. - glp / sjá síðu 38 Miklar annir hjá Ólafi Darra: Frumsýning á kvikmynd og leikriti í janúar ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON JÓLATRÉÐ HÖGGVIÐ Í HJALLADAL Líf og fjör var í Heiðmörk um helgina þar sem höggvin voru jólatré og boðið upp á heitt kakó við logandi varðeld. Ágóðinn af sölu jólatrjánna rennur til Skógræktarfélags Reykjavíkur. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur önnur þrjátíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.