Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 6
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 PI PA PI PA RR \\ TB W A W TB S ÍA 1 33 62 5 Upplýsingasími 530 3000 Vertu klár þegar við opnum Bláfjöll og Skálafell. Glæsileg jólagjöf á frábæru verði. Vetrarkort fyrir fullorðna á tilboðsverði til áramóta, 24.000 kr. Þú færð vetrarkort í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17. Gjafakort fást í Mohawks, Kringlunni til áramóta. Vetrarkort á skíðasvæðin ATVINNULÍF Þar sem mesta vinnu- törn starfsfólks verslana er hafin hefur VR hafið hvatningu sína til atvinnurekenda og launþega um að virða réttindi starfsmanna. VR minnir starfsmenn á að skrá vinnutíma og minnir yfirmenn á frídaga, laun á frídögum, frítöku- rétt, hvíldartíma og kaffitíma. „Þessi mál koma yfirleitt upp eftir jól þegar fólk fer að skoða jólin í baksýnisspeglinum. Það nær ekki að hugsa um þetta í jólaösinni þegar allt er á fullu,“ segir Elías Magnússon, forstöðu- maður kjaramálasviðs VR. „Aukinn áróður og upplýs- ingagjöf frá okkur hefur reynd- ar skilað sér í færri málum og kvörtunum. Einnig hefur vinnu- markaðurinn breyst. Nú er meira vaktafyrirkomulag í verslunum þannig að sama fólkið er ekki að vinna frá níu á morgnana til tíu á kvöldin. Það eru helst vinnuveit- endur sem ruglast með greiðslu- þáttinn, álag og desember- uppbót.“ - ebg VR minnir verslunarfólk á nauðsynlega hvíld og skráningu á vinnutímum: Réttindi gleymast í vinnutörnum HEILSUFAR Haraldur Magnússon osteópati er ósammála því sem kemur fram í nýlegri tilkynningu þess efnis að sætuefnið aspartam sé skaðlaust. Matvælastofnun sendi tilkynn- inguna út fyrr í vikunni, eftir að hafa fengið upplýsingarnar frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu. Aðspurður segir Haraldur til- kynninguna ekki hafa komið sér á óvart. „Opinberar stofnanir hafa alltaf kappkostað við að reyna að réttlæta þetta efni. Það virðist ekki skipta neinu máli hversu margar neikvæðar rannsóknir koma fram. Það endar ávallt á því að vera í lagi með þetta.“ Hann segir ástæðuna fyrir þessu vera af póli- tískum toga. „Pólitíkin er í eðli sínu þannig að það er ekki hægt að bakka á þessum tímapunkti. Ef það kæmu allt í einu fram núna óhyggjandi niðurstöður um að þetta sé hættulegt yrði það of mikill skaði fyrir orðspor þessara stofnana.“ Haraldur hefur skrifað margar greinar, meðal annars á Fitness. is, um skaðsemi aspartam. Reynd- ar hefur hann ekkert skrifað um málefnið í tvö ár vegna þess að honum fannst skrif sín ekki skila neinum árangri. „Síðan ég dró mig frá þessu kom ítalska Ramazzini-stofnunin með eina rannsókn sem sýndi fram á krabbameinsáhrif. Hún endurtók rannsóknina og fékk sömu niðurstöðu,“ segir hann og bætir við að þær rannsóknir sem Mat- vælaöryggisstofnun Evr- ópu vísi til séu að mestu leyti kostaðar af hags- munaaðilum. Þess vegna sýni þær aldrei fram á aukaverkanir. „Ef það er í lagi með þetta efni, af hverju er sífellt verið að endur- meta það rúmlega þrjátíu árum eftir að það var leyft?“ spyr hann. - fb Osteópati gefur lítið fyrir nýlega tilkynningu um skaðleysi sætuefnis: Segir aspartam víst hættulegt HARALDUR MAGNÚSSON RÉTTINDI Verslunarfólk verður að huga að réttindum sínum í jólaönnunum í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á SUÐURPÓLNUM Í Walking with the wounded-ferðinni voru 32 í hópnum með Íslendingunum fjórum, kvikmyndagerðarmönn- um og læknum. Emil Grímsson leiðangursstjóri segir hópinn hafa verið ánægðan með ferðina. MYND/ARTICTRUCKS FÓLK „Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suður- pólinn. Við erum t.d. með Walk- ing with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guð- mundur Guðjónsson, verkefn- isstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálf- unum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suður- skautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og not- aði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þess- um leiðangri, það er allt heims- met. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraða- met í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross- íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsett- ir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundn- ir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smog- ið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suður- skautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“ samuel@frettabladid.is Mikil reynsla af ferð- um á suðurskautið Fyrirtækið Arctic Trucks hefur sinnt verkefnum á suðurskautinu í fimm ár og nú eru níu bílar og sjö starfsmenn á vegum fyrirtækisins þar að sinna ýmsum verk- efnum. Þau hafa komið upp á móti mikilli fækkun jeppabreytinga hér á landi. STJÓRNSÝSLA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði nýverið undir tilkynningu frá ráðuneytinu til Alþingis með rafrænum skil- ríkjum með síma sínum. Í tilkynningu segir að með þessu hafi verið stigið mikilvægt skref í rafrænni stjórnsýslu. Hefð hefur verið fyrir því að slíkar til- kynningar séu undirritaðar með bleki á pappír. „Með þessu höfum við tekið stefnu í átt að auknum rafræn- um samskiptum í stjórnsýslunni, sem hefur í för með sér minni til- kostnað og þar með betri nýtingu á almannafé og sömuleiðis bætta umgengni við umhverfið,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. - fbj Prófaði rafræn skilríki: Skrifaði undir með símanum BJARNI BENEDIKTSSON MENNING Írski leikarinn Peter O‘Toole lést á sjúkrahúsi í Lund- únum í fyrradag eftir langvinn veikindi. O‘Toole, sem varð áttatíu og eins árs, skaust upp á stjörnu- himininn þegar hann lék í kvik- myndinni Law- rence of Arabia árið 1962. Á ferl- inum var hann átta sinnum til- nefndur til Ósk- arverðlaunanna, en hreppti þau aldrei. Hann til- kynnti á síðasta ári að leikferli hans væri lokið. Forseti Írlands, Michael Higg- ins, var með þeim fyrstu til að minnast O‘Toole: „Írland, og heimurinn, hefur nú misst eina af helstu stjörnum kvikmynda og leikhúss.“ - eb Lést eftir langvinn veikindi: Leikarinn Peter O‘Toole látinn PETER O‘TOOLE VEISTU SVARIÐ? Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks STJÓRNMÁL Píratar í Reykjavík, svæðisbundið aðildarfélag Pírata sem stofnað var formlega á laug- ardag, munu bjóða fram lista í nafni Pírata í borgarstjórnar- kosningunum 2014. Kosið verður um listann í net- kosningu. Halldór Auðar Svans- son, nýkjörinn formaður Pírata í Reykjavík, segir að prófkjör muni væntanlega fara fram skömmu eftir áramót. Hann segir ekki óraunhæft að ná tveimur eða þremur borgarfulltrúum. - hva Halda prófkjör eftir áramót: Píratar bjóða fram í borginni 1. Hvað heitir forsætisráðherra Taí- lands? 2. Hver varð fyrst íslenskra sund- kvenna til að keppa í úrslitum á Evr- ópumeistaramóti í 25 metra laug? 3. Hvað heitir jólaplata Sigríðar Thorlacius? SVÖR 1. Yingluck Shinawatra 2. Eygló Ósk Gúst- afsdóttir 3. Jólakveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.