Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 42
- örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðal iv nningur er s lp u kn unýr Chevrolet Spark árg. 20 14 HAPPDRÆTTI GÓÐ ÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐ KJÖR Á SKOÐUNUM Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur Um „haute bonbon“ eða hánammi „Þegar maður hefur borðað svona mikið af nammi svona lengi er erfitt að lýsa upplifun sinni í stuttu máli. Stundum hef ég talað um gott nammi sem „haute bon- bon“ upp á frönsku eða „alta bellaria“ á latínu – líkt og talað er um „haute cout- ure“ eða hátísku eða „haute cuisine“ þegar kemur að matargerðarlist. Á íslensku myndi þá gott nammi kallast hánammi. Ég hef sérstakan áhuga á samsettu nammi; nammi sem er myndað úr tveimur eða fleiri nammihráefnum. Eftir mikla nammismökkun um allar heimsins trissur held ég því blákalt fram að þar séum við Íslendingar framarlega á nammimerinni. Kúlusúkk og Tromp vitna til um það, sem og nýjasta samsetta afsprengi sælgætis- verksmiðjunnar Freyju sem er sterkar djúpur. Það er ansi langt gengið hjá Freyju að blanda saman lakkrís, súkkulaði og salmíakpipar, jafnvel svolítið úrkynjað, en hver veit nema nammið eigi eftir að ryðja brautina fyrir enn skrautlegri samsetningar. Ég hef líka verið að kaupa ósamsett nammi en sett það saman sjálf með því að borða það saman. Sportlakkrís og kókosbollur fara vel saman. Og poppkorn sem maður fær í bíói og Nóa kropp þótt það hljómi kannski ekki vel. Súrt hlaup eða sterkur brjóstsykur og karamella eru klassík. Þegar kemur gómsætum samsetn- ingum luma ég á ýmsum hugmyndum sem sælgætisframleiðendur gætu viljað heyra. En svo má einnig nefna það – því það gleymist oft í umræðunni um nammi – að nammi hefur marga kosti og sá veigamesti er kannski að nammi þarf ekki að elda. Það má alltaf borða „beint úr búð“.“ Íslendingar eru framarlega á nammimerinni Fréttablaðið leitaði til Íslendinga sem eru með fágaðan smekk á nammi til að deila ára- langri reynslu sinni af sælgætisáti með lesendum. Lengi hefur skort upplýsta umræðu um réttar nammivenjur en nú þarf enginn að hika lengur við nammiát vegna fáfræði. BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR „Stundum er gagnlegt að sjá heiminn með nammigler- augum.“ ÁRMANN REYNISSON Hann vill brýna fyrir lesendum að best sé að borða konfekt vel til hafður. KRISTJANA BJÖRG REYNISDÓTTIR Þefar af nammi. AUÐUR ALFÍFA KETILSDÓTTIR Sátt við nammilausa tilveru. 16. desember 2013 MÁNUDAGUR26 | MENNING | Ármann Reynisson vinjettuhöfundur Konfekt tileinkað vinjettum „Í tilefni af vinjettuútgáfu minni fékk ég Hafliða Ragnars- son súkkulaðimeistara til að búa til konfekt. Hann setti saman konfektmola sem voru í glæsilegum tréöskjum. Í öskjunum voru molar fyrir hverja árstíð. Ég átti hugmyndina, þannig að ég hef heldur betur komið nálægt sælgætisgerð. Ég hugsa að það hafi ekki margir lent í þessu, ef undan eru skildir sælgæt- isgerðarmenn. Þetta var í fyrsta sinn í mannkynssögunni sem útbúið hefur verið sérstakt konfekt tileinkað bókmenntagrein. Ég kem ekkert nálægt sælgætisgerð lengur vegna þess að ég þarf að passa upp á línurnar. Af því sem ég hef kynnst hér á landi stendur Hafliði Ragnarsson upp úr hvað varðar sæl- gætisframleiðslu, auk Ásgeirs í Sandholtsbakaríi. Ástæðan er sú að þeir nota náttúruleg efni, engin gerviefni eða ensími. Þeir fá þessi náttúrulegu efni alls staðar að úr heiminum, fá jafnvel möndlur sendar að utan. Það er ekki sama hvernig möndlur menn fá og hvaðan menn kaupa þær. Auðvitað er þeirra sælgæti miklu dýrara en þetta venjulega, en ég lít ekki við öðru sælgæti í dag. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei verið lakkrísmaður eða svoleiðis. Ég geri í því að þroska smekk minn. Þegar ég er erlendis legg ég upp úr því að prófa hágæðaframleiðslu. Það er dapurlegt að horfa upp á það hér á landi að fólk lætur bjóða sér upp á hvað sem er, sem ég því miður kalla hálfgert „junk“.“ Kristjana Björg Reynisdóttir rekstrarstjóri Harlems. Nammi sameinar fólk „Það veldur togstreitu í samböndum þegar pör geta ekki samræmt nammivalið. Ég er mjög heppin að eiga kærasta sem borðar frekar svipað nammi og ég. En ég á eina vin- konu sem borðar bara íslenskt nammi. Mér finnst það mjög skrítið. Hún er mjög fín stelpa, þrátt fyrir þennan brest. Við höfum ferðast saman og lent í miklum vandræðum með að samræma nammikaup. Ólíkur nammismekkur tvístr- ar samt ekki góðum vinum, nammi sameinar fólk frekar. Þegar maður var lítill var maður mikið að kaupa sér vináttu með sælgæti, en það er ekki eins skilvirk aðferð á fullorð- insárum. Lögunin á namminu skiptir máli. Það er skemmti- legt að borða nammi sem er í laginu eins og spælt egg, en skrítið að borða nammi í laginu eins og typpi. Svo borða ég mikinn lakkrís. Mér finnst hann góður. Ég hef gert dauða- leit að lakkrís í útlöndum án þess að finna neitt og ég skil ekkert í því. Þetta er greinilega eitthvað mjög íslenskt. Svo hef ég verið í átaki þar sem ég mátti ekki borða nammi, í Meistaramánuðinum. Þá hef ég gert mér ferð á Nammibar- inn til þess að finna lyktina af nammi. Almennt leyfi ég mér að borða nammi, en get líka alveg sleppt því og ég er í það minnsta reiðubúin að mæta afleiðingunum.“ Auður Alfífa Ketilsdóttir blaðamaður Var í dagneyslu sælgætis „Ég hætti að borða nammi fyrir einu og hálfu ári en ég hef engu gleymt. Ég hætti því vegna þess að ég var búin að borða nammi fyrir lífstíð. Við getum sagt að ég hafi verið í dagneyslu sælgætis. Minn helsti veikleiki var stóri, sterki eldflaugabrjóstsykurinn. Það má ekki rugla honum saman við brjóstsykurinn sem er rifflaður og mjór. Á þeim er grundvallarmunur. Á tímabili þurrkaðist þessi tegund upp á höfuðborgarsvæðinu. Þetta nammi hafði verið til í Drekanum á Njálsgötu, en svo hættu þeir með nammiborðið. Ástæð- an fyrir þessum vöruskorti var að flestar sjoppur voru farnar að kaupa heildarpakka frá einhverjum framleiðendum þar sem þessi brjóstsykur var ekki til, þannig að nammibarir ollu mér síendur- teknum vonbrigðum. Þar var alltaf bara einhver meintur sterkur brjóstsykur. Og ekki reyna að tala við mig um Drakúlabrjóstsykur, hann reitir mig til reiði. Góður sterkur brjóstsykur er með þykku saltlakkrísbragði að utan og inni í honum er sterk duftfylling. Ég vil ekki dæma aðra, en ég skil ekki af hverju Milka-súkkulaðið selst á Íslandi. Útlenskt súkkulaði er að langmestu leyti vont, nema það samanstandi aðallega af einhverju öðru en súkkulaði, eins og Mars og Snickers. Einstakt fyrir íslenskt sælgæti, og því hefur ekki verið haldið nægilega mikið á lofti sem þjóðmenningu, er þessi ein- staka lakkrís- og súkkulaðiblanda eins og Draumur og Kúlusúkk, að ógleymdum lakkrískúlunum frá Nóa. Þær eru sko engar bingókúlur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.