Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 4
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Ef þú ert að fá greitt fyrir hvert læknisverk þá gætirðu haft hvata til að toga í fleiri læknisheimsóknir eða sinna fleiri sjúklingum en þörf er á. Una Jónsdóttir hagfræðingur AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Miðvikudagur 8-18 m/s. JÓLALEGT VEÐUR Veður verður svipað þar til seinnipartinn á morgun en þá gengur í hvassa austanátt með mikilli úrkomu síðdegis og annað kvöld. Yfirleitt snjókoma en slydda syðst þar sem hlýnar aðeins um tíma. -3° 3 m/s -1° 3 m/s -2° 4 m/s 2° 6 m/s Á morgun Hæg suðlæg en hvöss A-átt síðdegis. Gildistími korta er um hádegi 0° -2° -1° -2° -3° Alicante Basel Berlín 17° 9° 6° Billund Frankfurt Friedrichshafen 10° 6° 9° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 21° London Mallorca New York 13° 17° -2° Orlando Ósló París 19° 6° 9° San Francisco Stokkhólmur 19° 7° -2° 4 m/s 0° 6 m/s -2° 3 m/s -1° 5 m/s -3° 2 m/s -2° 2 m/s -7° 4 m/s 0° -2° -2° -3° -2° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður 721 leigusamningi um íbúðarhúsnæði var þinglýst í nóvember síðastliðnum. Samningunum fækkaði þá um 24,2 prósent frá október 2013 en fjölgaði um 4,5 prósent frá nóvember 2012. STJÓRNMÁL Samfylkingin vill hækka mörk millitekjuskattþreps úr 250 þúsund krónum í 350 þús- und. Flokkurinn vill einnig falla frá öllum gjaldskrárhækkunum, hækka útgjöld til húsaleigubóta um millj- arð og verja fjórum milljörðum í að styðja hópa í lægsta tekjuþrepinu. Þetta kemur fram í breytingatil- lögum flokksins við fjárlagafrum- varp og tekjuöflunarfrumvarp rík- isstjórnarinnar sem voru kynntar á blaðamannafundi á laugardag. Þar kynntu þingmenn flokksins að þeir vildu setja sókn í velferðar- og atvinnumálin og verja fé í verk- efni sem tryggt geti vöxt og arð á næstu áratugum, svo sem með því að leggja fimm milljarða í heilbrigð- iskerfið og hafna sjúklingasköttum. Helstu nýju tekjuliðir sem Sam- fylkingin leggur til eru 3,3 millj- arðar vegna útboðs á leiguheim- ildum til makrílveiða, tekjur vegna hækkunar sérstaks veiðigjalds, virðisaukaskatts á gistinætur og sex milljarða hærri í bankaskatt en ríkisstjórnin hyggst gera. - fbj Samfylkingin kynnti breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar: Vill styðja tekjulægstu hópana Á BLAÐAMANNAFUNDINUM Þing- menn Samfylkingarinnar kynntu til- lögurnar á laugardag. HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi ákveðinna speglana á Landspítalanum dróst saman um 33 prósent árið eftir að stjórn spítalans ákvað að hætta að greiða læknum í samræmi við unnin verk á göngudeildum og greiða eingöngu föst laun. Spegl- unum á einkastofum fjölgaði hins vegar um 167 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn hagfræðinganna Unu Jóns- dóttur og Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur þar sem fjöldi melt- ingarvegs- og berkjuspeglana á árunum 2000 til 2005 var skoð- aður. Þar er litið á desembermán- uð 2002 sem vendipunkt því þá ákvað stjórn Landspítalans að fara í breytingar á launagreiðslum til lækna og afnema svokallaða ferli- verkasamninga. „Þá færðust þessi læknisverk í auknum mæli inn á einkastofur þar sem læknar fengu greitt í sam- ræmi við unnin verk,“ segir Una Jónsdóttir og heldur áfram: „Ef þú ert að fá greitt fyrir hvert læknisverk þá gætirðu haft hvata til að toga í fleiri læknisheimsókn- ir eða sinna fleiri sjúklingum en þörf er á. Ef þú ert á föstum laun- um, óháð því hversu mörgum sjúk- lingum þú sinnir, þá getur maður ímyndað sér að launin hafi þau áhrif að læknir taki á móti færri sjúklingum. Við erum ekki að segja að eitthvað eitt kerfi sé betra en annað en erum einungis að sýna að greiðslur til lækna geta verið mikil- vægur áhrifaþáttur í meðferð sjúk- lings,“ segir Una. Hún og Tinna Laufey benda einnig á að aðstaða til speglana á spítalanum hafi hugsanlega verið vannýtt eftir að ferliverkasamning- unum lauk. „Við sáum að spítalinn hafði bol- magn til að framkvæma allt að 7.475 speglanir árið 2001 en fram- kvæmdi einungis 4.377 árið 2005. Þannig má hugsa sér að sóun hafi falist í því að koma upp aðstöðu á einkastofum þegar hún var hugsan- lega tiltæk á Landspítalanum.“ Una undirstrikar að rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að heildar- fjöldi speglana hafi aukist á þess- um tíma, en það sé ekki víst að sú aukning hafi verið vegna breytts greiðslufyrirkomulags þar sem speglunum á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri fjölgaði einnig á umræddu tímabili þrátt fyrir að ferliverka- samningarnir séu þar enn í gildi. „Heildaraukning speglana gæti því verið af öðrum orsökum sem ekki voru til athugunar í rannsókn- inni. Eftir stendur þó þessi mikla tilfærsla verka á milli þjónustuein- inga sem verður tæplega skýrð með öðrum hætti en vegna breytinga á greiðslufyrirkomulagi.“ haraldur@frettabladid.is Speglanir drógust saman um þriðjung Tíðni meltingarvegs- og berkjuspeglana á Landspítalanum dróst saman um 33 pró- sent árið 2003 miðað við árið á undan. Speglunum á einkastofum fjölgaði á sama tíma um 167 prósent. Aðstaða til speglana á spítalanum var hugsanlega vannýtt. LSH Landspítalinn framkvæmdi yfir sjö þúsund speglanir árið 2001 en einungis 4.377 árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MÓTMÆLI Samstöðufundur til að mótmæla niðurskurði í Ríkisút- varpinu var haldinn á Austurvelli í gær undir yfirskriftinni Hlust- endavaka. Um 100 manns mættu á mótmælin samkvæmt frétt á fréttavef Rúv. Til máls tóku meðal annarra tólf ára gamall hlustandi Leyni- vinafélagsins sem talaði um mik- ilvægi útvarpsefnis fyrir börn. Þá fluttu aðrir góðvinir Rúv erindi eða fluttu ljóð. - ue Niðurskurði á Rúv mótmælt: Um 100 mættu á Austurvöll ÚKRAÍNA, AP Eftir um fjögurra vikna dagleg mótmæli í höfuð- borg Úkraínu söfnuðust 200 þús- und mótmælendur saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórn- valda um að hætta við að tengj- ast Evrópusambandinu nánari böndum. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar töluðu á fundinum, sem fór fram á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði. Í um eins kílómetra fjarlægð frá mótmælunum sýndi um 15.000 manna hópur stuðning sinn við ríkisstjórnina og áform hennar um að efla samvinnu Úkraínu við Rússland. - ue Um 200 þúsund mótmæltu: Um 15 þúsund sýndu stuðning HLYNNT ESB Um 200 þúsund mót- mæltu ákvörðun stjórnvalda um að semja ekki við ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKAGAFJÖRÐUR Trúnaður um gagnaveitu „Það skýtur óneitanlega skökku við að innihald samnings þar sem undirritun var ljósmynduð í bak og fyrir, skuli vera bundin sérstökum trúnaði,“ segir í bókun sveitarstjórnarfulltrúa Frjáls- lyndra og óháðra í Skagafirði vegna viljayfirlýsingar um sölu á Gagnaveitu Skagafjarðar til Mílu. NÁTTÚRUVERND Stjórn Náttúru- verndarsamtaka Suðvesturlands lýsir furðu á leyfisveitingu Orku- stofnunar fyrir lagningu Suður- nesjalínu 2 og beiðni Landsnets um eignarnám á jörðum á Vatnsleysu- strönd á áætlaðri línuleið. „Ekki verður séð á gögnum að Orkustofnun hafi sinnt eftirlits- hlutverki sínu sem skyldi heldur látið Landsnet mata sig á upp- lýsingum sem henta markmiðum fyrirtækisins,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þar segir einnig að Orkustofnun skuli gæta þess að ekki séu reist flutningsmannvirki sem ekki sé þörf á. Til að gegna því hlutverki þurfi Orkustofnun að leggja sjálfstætt mat á þörf fyrir mannvirki. Það hafi hún ekki gert við afgreiðslu leyfisveitingar til Landsnets. - eb Leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2: Lýsa furðu á leyfisveitingu VIÐSKIPTI Kristján Freyr Krist- jánsson hefur að eigin ósk sagt starfi sínu sem framkvæmda- stjóra félags- ins lausu. Hann hefur starfað hjá félaginu í fimm ár, þar af í þrjú ár sem fram- kvæmdastjóri, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Þar segir að starfið verði auglýst á næstunni. Klak Innovit hefur síðustu ár stýrt ýmsum verkefnum sem styðja við frumkvöðla og sprota- fyrirtæki hér á landi og erlendis. Má þar nefna verkefni á borð við Gulleggið, StartupReykjavík og Seed Forum. - hg Starfið auglýst á næstunni: Hættur hjá Klak Innovit KRISTJÁN FREYR KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.