Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 50
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 34 FÓTBOLTI Liverpool er komið á ógnarskrið í ensku úrvalsdeild- inni. Liðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína samanlagt með fjórtán mörkum gegn tveimur en í gær fóru þeir rauðklæddu illa með Tottenham í Lundúnum, 5-0. Líkast til er enginn að spila betur í ensku úrvalsdeildinni en Luis Suarez – sem hefur skorað átta mörk í þessum þremur leikjum og er kominn með sautján mörk alls á tímabilinu. Tíu lið, þar á meðal Tottenham, hafa ekki einu sinni náð að skora svo mörg mörk í deildinni í vetur og er þá frátalin sú staðreynd að Suarez var í banni í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. „Ég reyni mitt besta á vellinum. Ég er sóknarmaður og reyni að skora. Það mikilvægasta er frammi- staða liðsins. Við spiluðum mjög vel,“ sagði hógvær Luis Suarez en stjóri hans, Brendan Rodgers, vildi ekki gera mikið úr einstaklingsaf- reki Suarez eftir leikinn. Hann lof- aði frekar liðið allt. „Við skoruðum fimm mörk en hefðum auðveldlega getað skorað sjö eða átta. Ég er ekki í vafa um að þetta sé besta heildarframmistaða liðsins síðan ég tók við,“ sagði Rod- gers. Suarez og Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hafa báðir skorað sautján deildarmörk á tíma- bilinu. Ronaldo er þó búinn að spila fleiri leiki (fimmtán) og skora fleiri mörk úr vítum (fjögur). Suarez hefur einmitt lengi vel verið orðað- ur við Real Madrid en það er ljóst að verðmiðinn á kappanum verður aðeins hærri með hverjum leiknum sem líður. Arsenal gaf eftir í toppbarátt- unni um helgina með 6-3 tapi gegn PI PA R\ TB W A • S ÍA VIRB Elite Hasarmyndavél Innbyggður skjár, 2000mAh rafhlaða, 16Mp myndflaga, GPS skráir hraða og hæð, WiFi tenging við síma og margt annað setur Garmin hasarmyndavélarnar í sérflokk. VIRB FRÁ KR. 54.900 PI PA R\ TB W A • S ÍA PI PA R\ TB W A • S ÍASÍ A SÍ A Forerunner 620 Hlaupaúr Hvíldartími, súrefnisupptaka, skrefafjöldi, skreftími og sendir þráðlaust á Garmin Connect með WiFi. HLAUPAÚR FRÁ KR. 23.900 Monterra Útivistartæki Android, Vídeó, FM útvarp, netvafri, tölvupóstur, myndavél og margt annað spennandi. ÚTIVISTARTÆKI FRÁ KR. 29.900 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is | Opið kl. 10-18 fram að jólum. Kl. 10-12 á aðfangadag. ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KARLA ÞÓR Þ. - ÍR 79-78 (35-39) Þór: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 27/22 fráköst, Mike Cook Jr. 17/5 fráköst/7 stoðsendingar. ÍR: Calvin Lennox Henry 25/12 fráköst, Hjalti Frið- riksson 20/11 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14. SKALLAGR. - GRINDAVÍK 73-85 (50-32) Skallagrímur: Egill Egilsson 19/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 17/5 fráköst, Oscar Bellfield 11. Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 20/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst. KR - HAUKAR 96-67 (41-33) KR: Martin Hermannsson 19/5 fráköst, Terry Leake Jr. 16/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 12/13 fráköst/9 stoðsendingar. Haukar: Terrence Watson 17/12 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 16, Emil Barja 9/9 fráköst. KFÍ - VALUR 85-68 (43-34) KFÍ: Mirko Stefán Virijevic 23/16 fráköst, Jason Smith 19/7 fráköst/14 stoðsendingar. Valur: Chris Woods 24/10 fráköst/7 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 17/5 fráköst. KEFLAVÍK - SNÆFELL 103-77 STAÐAN KR 11 11 0 1063-829 22 Keflavík 11 10 1 978-819 20 Grindavík 11 7 4 948-903 14 Njarðvík 10 6 4 937-848 12 Haukar 11 6 5 927-903 12 Stjarnan 10 6 4 845-808 12 Þór Þ. 11 6 5 997-1017 12 Snæfell 11 5 6 968-983 10 KFÍ 11 3 8 917-982 6 ÍR 11 2 9 881-1051 4 Skallagrímur 11 2 9 839-1001 4 Valur 11 1 10 881-1037 2 DOMINO‘-S DEILD KVENNA VALUR - NJARÐVÍK 79-46 GRINDAVÍK - KR 52-72 KEFLAVÍK - SNÆFELL 58-84 STAÐAN Snæfell 14 11 3 1103 - 921 22 Keflavík 14 10 4 1045 - 1004 20 Haukar 14 9 5 1075 - 994 18 Hamar 14 6 8 975 - 1005 12 Valur 14 6 8 997 - 993 12 KR 14 6 8 966 - 982 12 Grindavík 14 6 8 964 - 1034 12 Njarðvík 14 2 12 909 - 1101 4 ENSKA ÚRVALSDEILDIN MANCHESTER CITY - ARSENAL 6-3 NEWCASTLE - SOUTHAMPTON 1-1 WEST HAM - SUNDERLAND 0-0 EVERTON - FULHAM 4-1 CHELSEA - CRYSTAL PALACE 2-1 CARDIFF - WEST BROM 1-0 HULL - STOKE 0-0 ASTON VILLA - MAN. UNITED. 0-3 NORWICH - SWANSEA 1-1 TOTTENHAM - LIVERPOOL 0-5 STAÐAN Arsenal 16 11 2 3 33-17 35 Liverpool 16 10 3 3 39-18 33 Chelsea 16 10 3 3 32-18 33 Manchester City 16 10 2 4 47-18 32 Everton 16 8 7 1 27-15 31 Newcastle 16 8 3 5 21-22 27 Tottenham 16 8 3 5 15-21 27 Southampton 16 6 6 4 20-15 24 Man. United 15 6 4 5 22-19 22 Swansea 15 5 4 6 21-20 19 Aston Villa 15 5 4 6 16-18 19 Hull 16 5 4 7 13-19 19 Stoke 16 4 6 6 15-20 18 Cardiff 16 4 5 7 12-22 17 Norwich 15 5 2 8 14-28 17 WBA 16 3 6 7 17-22 15 West Ham 16 3 5 8 13-19 14 Crystal Palace 16 4 1 11 11-24 13 Fulham 16 4 1 11 15-30 13 HANDBOLTI Stella Sigurðardóttir hefur ekki fengið fulla sjón enn eftir að hún fékk þungt högg á augað í æfingaleik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði. „Ég er aðeins byrjuð að æfa á ný. Ég er búin að taka tvær handboltaæf- ingar en annars hef ég mest verið að lyfta og þess háttar,“ segir Stella sem er á mála hjá danska liðinu SönderjyskE. „En ég er ekki enn komin með fulla sjón aftur. Það er enn smá ský fyrir auganu. Ég er enn að taka dropa sem ég fékk hjá læknunum á Íslandi og á að taka þá þangað til í næstu viku. Ef þetta verður ekki komið þá mun ég fara aftur til þeirra þegar ég kem heim í jólafrí,“ segir hún. Stella hefur þó ekki miklar áhyggjur af auganu, þó svo að hún vildi gjarnan fá fulla sjón aftur sem fyrst. „Augnbotninn er heill sem er fyrir öllu og læknarnir segja að ég eigi að fá fullan bata. Þetta er því vonandi allt að koma hjá mér.“ Stella stundar háskólanám sam- hliða handboltanum og er nýbúin með jólaprófin. „Það var svolítið erfitt að lesa bara með öðru auganu en þetta gekk þó sæmilega hjá mér,“ sagði hún. Auk Stellu leika Karen Knútsdóttir og Ramune Pekarskyte með Sönder- jyskE en þjálfari liðsins er Ágúst Þór Jóhansson landsliðsþjálfari. Stella enn með ský fyrir auganu FÉKK LEPP Stella meiddist í æfingaleik gegn Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefáns- son verður frá næstu þrjár vik- urnar eða svo þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna óþæg- inda í hné. Félag hans á Spáni, CAI Zaragoza, staðfesti það um helgina. Það er því ljóst að Jón Arnór spilar ekki meira á árinu en í fjarveru hans tapaði liðið fyrir Gran Canaria á Kanarí- eyjum í gær, 58-55. CAI Zara- goza er í áttunda sæti spænsku úrvalsdeildar innar. - esá Jón Arnór fer í hnéaðgerð HANDBOLTI Hannes Jón Jónsson, leikmaður Eisenach í Þýskalandi, fór á laugardaginn í sína aðra aðgerð á nokkrum dögum vegna slæmrar sýkingar í öxl. Hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir viku með mikla verki í öxlinni en hann er vongóður um að nú horfi til betri vegar. „Tíminn verður að leiða það í ljós en læknarnir gátu ekki annað séð í aðgerðinni en að sýkingin væri í rénun– bæði í liðnum og í blóðinu,“ sagði Hannes Jón. Hann þarf þó að dvelja áfram á sjúkrahúsinu næstu daga þar sem hann er enn að gangast undir sýklalyfjameðferð. - esá Hannes Jón enn að berjast við sýkingu SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, komst tvívegis í úrslit á EM í 25 m laug sem lauk í Herning í gær. Í gær hafnaði hún í sjöunda sæti í 100 m bak- sundi er hún hjó nærri Íslands- meti sínu í greininni með því að synda á 2:06,68 mínútum. Eygló Ósk varð fyrsta íslenska konan til að komast í úrslit á EM í 25 m laug fyrir helgi en þá varð hún áttunda í 100 m baksundi. Hún bætti eitt Íslandsmet á mótinu en það gerði hún í undan- rásunum í 100 m baksundi. Alexander Jóhannesson náði að bæta sinn besta árangur í einni grein en enginn hinna fjögurra í íslenska hópnum, utan Eyglóar, náði að bæta sig í Herning. Þau kepptu samtals í sextán greinum. Ísland keppti svo í fjórum boð- sundum og setti eitt met. - esá Eygló Ósk í sjöunda sæti GÓÐUR ÁRANGUR Eygló Ósk komst tvisvar í úrslit í Herning. NORDICPHOTOS/AFP Luis Suarez Fæddur 24. janúar 1987 í Salto, Úrúgvæ. Kom frá Ajax árið 2011. 17 mörk í 11 leikjum 4 stoðsendingar 1,55 mörk að meðaltali í leik 58 mínútur á milli marka Liverpool án Suarez: 5 mörk í 5 leikjum Liverpool með Suarez: 34 mörk í 11 leikjum Betri en helmingur liða í allri deildinni Luis Suarez skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Liverpool á Tottenham í gær. Hann hefur skorað sautján mörk í ellefu leikjum og virðist einfaldlega óstöðvandi. 15 Mörk 15 Mörk 15 Mörk 15 Mörk 13 Mörk 13 Mörk 12 Mörk 11 Mörk 11 Mörk 16 Mörk Liðin sem hafa skorað færri mörk en Suarez ÓTRÚLEGUR Luis Suarez hefur skorað átta mörk í síðustu þrem- ur leikjum Liverpool. Manchester City í ótrúlegum leik á laugardaginn. Liverpool og Chel- sea náðu því að minnka forystu Lundúnaliðsins á toppnum í tvö stig en City og Everton fylgja á eftir í humátt. Manchester United kom sér svo á sigurbraut á ný með 3-0 útisigri á Aston Villa í gær þar sem Danny Welbeck skoraði tvö fyrstu mörk United. eirikur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.