Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 2
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SVEITARSTJÓRNIR „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt þar sem ekkert er við póstþjónustuna að sakast,“ segir Eva Dögg Þorsteinsdóttir sem situr ein í minnihluta í sveit- arstjórn Mýrdalshrepps. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu á föstudag sat Eva hjá þegar sveitarstjórn afgreiddi fjár- hagsáætlun næsta árs þriðjudag- inn 10. desember. Sagði hún fund- argögn hafa borist henni aðeins sólarhring fyrir fund og að hún hefði ekki verið boðuð á vinnu- fundi við gerð fjárhagsáætlunar- innar. Ásgeir Magnússon sveitar- stjóri bókaði á fundinum að fund- argögnin hefðu verið sett í póst á Vík fimmtudaginn 5. desember. Óásættanlegt væri að Eva hefði ekki fengið gögnin fyrr. „Sveitarstjóri og oddviti sáu um að koma fundargögnum í póst og þetta var sent með B-pósti þannig að það var aldrei möguleiki fyrir mig að fá gögnin fyrr en á mánu- deginum því B-póstur fer allur til Reykjavíkur í flokkun og póstur sem er sendur á fimmtudegi með B-pósti kemur aftur til Víkur á mánudegi,“ útskýrir Eva. „Ég tel markmið bókunarinnar hafi fyrst og fremst verið að beina athyglinni frá því að mér var hald- ið frá umræðu um fjárhagsáætl- un,“ segir Eva. „Ég sit ein í minni- hluta, svo valdið er algerlega hjá þeim ef þau vilja, en að halda mér frá umræðu er ólíðandi.“ Ásgeir Magnússon sveitarstjóri segir Evu hafa verið frjálst eins og öðrum að leggja eittvað til við fjárhagsáætlun. „En ég held að hún hafi ekki lagt fram neina tillögu. Þetta er bara nöldur, það er ekki hægt að orða það öðruvísi,“ segir sveitarstjór- inn sem kveður það hafa verið oddvitann sem skaust með fund- argögnin í póst. Það hljóti að vera mistök póstsins að gögnin fóru í B-póst. „Og eins furðulegt og það nú er sendir pósthúsið í Vík B-póst fyrst til Reykjavíkur áður en hann kemur til Víkur. Þetta er bara fíflagangur,“ segir sveitar- stjórinn. Brynjar Smári Rúnarsson, markaðsstjóri Íslandspósts, segir í yfirlýsingu að valinn hafi verið B-póstur þegar bréfið var póst- lagt. „Sveitarstjórinn á Vík hefði því þurft að senda bréfið í A-pósti til þess að tryggja það að viðtak- andi fengi umrætt bréf á réttum tíma,“ segir markaðsstjórinn. gar@frettabladid.is Sendu fundargögnin fyrst til Reykjavíkur Sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi er sakaður um ósanngirni með því að kenna Póst- inum um að fundargögn hafi borist seint. Pósturinn segir sveitarstjórann hafa átt að kaupa A-póst. Sveitarstjórinn segir Póstinn sjálfan hafa valið B-póstsendingu. EVA DÖGG ÞORSTEINSDÓTTIR Skoðaði umslagið frá hreppnum eftir bókun sveit- arstjórans og sá að það var merkt sem B-póstur. A-póstur 120 krónur B-póstur 103 krónur Heimild: Íslandspóstur. Póstkostnaður ÚTFÖR MANDELA Joyce Banda, forseti Malaví, hélt ræðu við útför Nelsons Man- dela í gær. NORDICPHOTOS/AFP SUÐUR-AFRÍKA, AP Útför Nelsons Mandela fór fram á æskuslóðum hans í Qunu í Suður-Afríku í gær. Um 4.500 manns voru viðstaddir. Við jarðarförina var hans minnst með helgisiðum að hætti Xhosa- ættbálksins. Kveikt var á 95 kertum, einu fyrir hvert aldursár Man- dela. Meðal viðstaddra voru fyrrverandi samviskufangar aðskilnaðar- stefnunnar, fjölskyldumeðlimir Mandela, þjóðarleiðtogar og frægðarfólk. Minningabók um Mandela mun liggja frammi hjá Verslunarráði Íslands, Kringlunni 7, í dag og á morgun frá klukkan 10 til 16. Þeir sem vilja minnast látna leiðtogans geta skráð nöfnin sín í bókina. - ue Margir viðstaddir jarðarför fyrsta svarta þjóðarleiðtogans: Útför Mandela fór fram í gær JEMEN, AP Japanskur embættis- maður var stunginn í höfuðborg Jemen, þegar hann barðist gegn mönnum sem reyndu að ræna honum. Hann varð fyrir nokkrum stungusárum þegar hann reyndi að komast inn í bíl sinn og var lagður inn á spítala. Talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins segir að enn sé verið að safna upplýsingum um árásina. Ástandið í Jemen hefur verið óstöðugt síðan Ali Abdullah Saleh lét af völdum árið 2011, eftir fjöl- men mótmæli. Á undanförnum mánuðum hefur árásum á erlenda borgara fjölgað. Fyrr í þessum mánuði féllu 52 í árás sem gerð var á varnarmála- ráðuneyti landsins, sem Al-Kaída lýsti ábyrgð sinni á. Var ástæða árásarinnar sögð vera að banda- rískum ómönnuðum flugvélum væri stýrt úr ráðuneytinu. Þjóðfundur hefur verið haldinn í Jemen, þar sem unnið var að gerð nýrrar stjórnarskrár og undirbún- ingi kosninga á næsta ári. - skó Japanskur embættismaður stunginn í Jemen þegar hann varðist mannráni: Árásum fjölgar á erlenda íbúa LEITAÐ VOPNA Öryggissveitir leita vopna á manni fyrir utan spítala þar sem maðurinn liggur. Ástand hans er sagt vera stöðugt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Herbert, ertu að svara kalli aðdáenda þinna? „Já, ef menn hringja.“ Herbert Guðmundsson tónlistarmaður hélt tónleika á Kex Hostel á sunnudag í tilefni af sextugsafmæli sínu. Hann er einnig að senda frá sér nýjan tvöfaldan safndisk. SLYS Landhelgisgæslunni (LHG) barst í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexía vegna skipverja sem var saknað. Talið var að hann hefði fallið fyrir borð þegar skipið var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Slæmt veður var á svæðinu og leitarsvæðið stórt, að því er fram kom í tilkynningu LHG. Leitin bar ekki árangur og var ákveðið í samráði við lögreglu og bakvakt Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar að fresta henni til morguns. - hg Leitinni frestað til morguns: Árangurslaus leit að skipverja LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vest- fjörðum hefur farið fram á að tveir mannanna fimm sem voru hand- teknir á Ísafirði á laugardagsmorg- un verði settir í farbann. Þeir eru grunaðir um kynferðisbrot gagn- vart ungri konu á Ísafirði. Mönnunum var sleppt að lokn- um yfirheyrslum í gær. Tveir hafa réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til 17. febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en hún var útskrifuð þaðan á laugardag. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins er stúlk- an íslensk og um tvítugt. Lögregl- an verst allra frétta um málið. Eftir því sem næst verður komist voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíð- um við brot sitt þegar vinkona kon- unnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfs- kona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er nátt- úrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en það er auðvitað óþægi- leg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá kon- unni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það kom- ist til hennar einhvern veginn, að ég held, að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bak við hana.“ - hþ Tveir menn í farbanni grunaðir um kynferðisbrot gegn ungri konu á Ísafirði: Fólk á Ísafirði í áfalli eftir árás ÍSAFJÖRÐUR Lögreglan á Vestfjörðum verst allra frétta af málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ORKUMÁL Engin ummerki fund- ust um olíu né jarðgas í bor- kjarnasýnum sem tekin voru á Skjálfandaflóa í haust, aðeins metangas. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarna- sýnum af hafsbotni á þremur svæðum á Skjálfanda. Um var að ræða samstarfsverkefni Orku- stofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Ekki er öll von úti enn og nú er stefnt á að skoða betur hvort eitt- hvað leynist undir Öxarfirði. - kmu Fundu aðeins metangas: Engin olía á Skjálfandaflóa BRUNI Eldur kom upp í íbúðar- húsi rétt vestan við Vík í Mýrdal um miðjan dag í gær. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp og gekk slökkvistarf hratt fyrir fyrir sig að sögn Guðmund- ar Inga Ingasonar, varðstjóra lög- reglunnar á Hvolsvelli. Talið er að eldsupptökin hafi orðið í rafmagnsofni í kjallara hússins en nánari rannsókn fer fram á næstu dögum. Húsið, sem var í góðu ástandi, hafði verið nýtt sem sumarhús og mikil vinna verið lögð í viðhald síðustu ár. - eb Kviknaði í mannlausu húsi: Eldsupptök lík- lega í ofninum SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Þetta er bara nöldur, það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Ásgeir Magnússson sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.