Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 16
16. desember 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Hrífandi saga eistaraverk eftir M a Maria Matute An ábærri þýðingu í fr s R. Ólafssonar.Kristin málabók - hverTví opna er bæði á íslensku og spænsku. Á miðvikudag birtist grein eftir mig í blaðinu þar sem ég sagði frá falleinkunn sem Orkustofnun fékk í skýrslu norskr- ar systurstofnunar hennar frá 2011 og leyfisveitingu fyrir Suðvesturlínu frá síðustu viku. Í skýrslu norsku systurstofnunarinnar er líka fjallað um úrskurðarnefnd sem komið var á fót til að endurskoða stjórn- sýsluákvarðanir Orkustofnunar. Sú nefnd naut ekki trausts hagsmunaaðila skv. skýrslunni. Því miður virðist úrskurðarnefndin ekki vera betur í stakk búin til að valda eftirlitinu en Orkustofnun sjálf. Þannig var í síðasta úrskurði hennar, uppkveðn- um í september sl., fallist á þá ákvörðun Orkustofnunar að trúnaður skyldi gilda um kostnaðaráætlun er Landsnet kvaðst hafa gert um jarðstreng frá Blöndu til Akureyrar. Þessi höfnun Orkustofnunar var gerð án þess að athuga kostnaðaráætlunina. Alvarlegra er þó að Orkustofnun hafði hafnað aðgangi að kostnaðaráætluninni án þess að staðreyna að hún væri yfir höfuð til. Í ljós kom nefnilega að kostn- aðaráætlunin var ekki til; hún var sögð týnd. Úrskurðarnefnd raforkumála sagði réttilega að Orkustofnun hefði ekki athugað hvert væri efni skjalsins sem stofnunin taldi að gæta ætti trúnaðar um. Úrskurðarnefndin sagði jafnframt að hefði Orkustofnun gert það hefði hún komist að því að skjalið væri ekki til. Ljóst væri því að stofnunin hefði ekki rannsakað málið eins og skylt er í stjórn- sýslunni. Þrátt fyrir þetta ógilti ekki úrskurðarnefndin málsmeðferðina, held- ur staðfesti hún að trúnaður skyldi gilda um kostnaðaráætlun – sem er ekki til. Týnda kostnaðaráætlunin og Orkustofnun ORKUMÁL Sif Konráðsdóttir lögfræðingur N okkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti mynd- listarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boð- skapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmti- legur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkis- stjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkafullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjón- varpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúkling- um, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar ríkisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þiggja bætur, slíkt sé vinstrisinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „… þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korter í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Land- spítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því. Jólaskapið virðist ekki vera mætt í sali Alþingis. Þegar Trölli yfirtók Alþingi Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is ➜ Ljóst væri því að stofnunin hefði ekki rannsakað málið eins og skylt er í stjórnsýslunni. Þrátt fyrir þetta ógilti ekki úrskurðarnefndin máls- meðferðina, heldur staðfesti hún að trúnaður skyldi gilda um kostnaðar- áætlun – sem er ekki til. Tekið til við tvistið IPA-málið tók enn eitt tvistið í gær. Þá lýsti Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, því yfir að ís- lensk stjórnvöld væru að skoða hvort hægt væri að skikka ESB til að greiða það IPA-styrkfé sem ESB hætti nýlega við að verja til verkefna hér á landi á næsta ári. Það á sumsé að gera lög- fræðilega úttekt á því hvort styrktar- samningarnir séu ekki bindandi og er það auðvitað sjálfsagt að skera úr um slíkt. Glerperlur fyrir alla Þetta varpar hins vegar ljósi á hversu fullkomlega afkáraleg staðan er. Stjórnvöld eru mótfallin aðild Íslands að ESB og hafa gert allt til að binda enda á viðræðurnar nema að draga aðildarumsóknina til baka. Engu að síður bregst utanríkisráðherra ókvæða við þegar styrkir, sem hann hefur gagnrýnt öðrum fremur síðustu misseri og ætlaðir eru verðandi aðildarríkjum, eru settir á ís og nú á að athuga hvort ekki sé hægt að sækja styrkina þrátt fyrir allt og allt. Eldvatnið og glerperlurnar skulu þannig sótt með góðu eða illu. Sáttin og þjóðin „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meiri- hlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014.“ Þetta sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Al- þingis, og lauk þeirri setningu með því að kasta hnútum að fyrri ríkisstjórn. Hugtakinu þjóðarsátt hefur oft verið flíkað síðustu ár, en það hefur því miður ansi holan hljóm í ljósi þess að þras virðist inngróið í þjóðarsálina. Það er engin furða að þegar minnst er á „þjóðarsáttina“ viti allir eldri en tvævetur hvað er átt við. Draumur um þjóðarsátt um fjárlög er sennilega sá langsóttasti, því að í fjár- lögum birtast áherslur og heimsmynd meirihluta (t.d. um skattlagningu og félagsmál), sem eru nær óumflýjanlega á skjön við minni- hlutann. Þannig væri kannski best að halda ekki niðri í sér andanum. thorgils@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.