Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 54
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 38 Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir, höfundar jólabókarinnar Strákar, gerðu sér ferð á Alþingi fyrir stuttu til þess að gefa alþingismönnum eintak af bók- inni og hvetja þá til þess að kynna sér stöðu stráka í samfélaginu og hlúa betur að þeim. Lögðu þau sérstaka áherslu á niðurstöður Písa-könnunar- innar og hrakandi námsárangur stráka. „Fjöldi þingmanna kom til þess að kynna sér bókina og komust færri að en vildu. Var Össur Skarphéðinsson sérstaklega ósáttur við að hafa komið of seint til þess að næla sér í eintak af þessari áhugaverðu bók. Forsætisráð- herra mætti og tók á móti hvatningu okkar og þótti efnið bæði mikilvægt og nauðsynlegt,“ segir Bjarni og bætir við að þverpólitísk samstaða hafi myndast um að bókin hefði verið ágætur kostur í náttborðsskúffum þingmannanna fyrir mismörgum áratugum síðan. Þá rákust rithöfundarnir einnig á Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmda- stýru Jafnréttisstofu, og afhentu henni einnig eintak með sambærilegri hvatn- ingu og alþingismennirnir fengu sem hún tók glöð á móti. - lkg Sigmundur Davíð fékk Strákabók að gjöf Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir gáfu þingmönnum glaðning með fræðslugildi við góðar undirtektir. „Ég er afskaplega þagnarelskandi og svo fer þetta eftir mánudögum.“ Auður Haralds, rithöfundur. MÁNUDAGSLAGIÐ Kláraðu jólagjafa- kaupin á einum stað. Í Bóksölu stúdenta finnur þú meira en þig grunar. í Bóksölu stúdenta Háskólatorgi - www.boksala.is JAHÁ Sig- mundur Davíð var ánægður með gjöfina. „Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafs- son, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíói en allir salir bíósins voru þéttsettnir. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýð- is viðtökur en hún er ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum, en hún hefur fengið góða dóma,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýn- ingu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti, en eftir forsýninguna í Smárabíói get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýn- ingar eða frumsýningar sökum mikilla anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana leik- ritið Hamlet sem verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu 11. janúar. Ólafur Darri leikur titil- hlutverkið í verkinu. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamað- urinn náði tali af honum. Meðal annarra verkefna sem hann hefur tekið að sér að undanförnu er að leika í þætti sem heitir Line of Sight. Ekki er víst hvort þættirnir fara í framleiðslu en gerður hefur verið prufuþáttur. Framhaldið er síðan óráðið, en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum, en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs. Hand- ritið gerði Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormák- ur leikstýrði. „Ef þættirnir fara í framleiðslu, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég að búa úti í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkj- unum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkj- unum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf. „Ég verð alltaf meira og meira jólabarn með árunum en mér stendur alltaf meira og meira á sama um hvað ég fæ í jólagjöf með árun- um,“ gunnarleo@frettabladid.is Súrrealískt að vinna með Ben Stiller Ólafur Darri Ólafsson leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty en myndin verður frumsýnd hér á landi í byrjun næsta árs. ■ Búið er að gera prufuþátt fyrir AMC-Studios, sem kallast Line of Sight. Það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs. AMC-studios á meðal annars heiðurinn af þáttunum Breaking Bad og Mad Men. ■ Þáttaröðin Banshee verður frumsýnd í Bandaríkjunum í janúar. ■ True Detective er þáttaröð sem fer líklega í sýningu á Stöð 2 í janúar. ■ Lék Ísleif Jökulsson fjallagarp í Harry og Heimi-myndinni en hún kemur út um páskana. Þess má til gamans geta að Ólafur Darri er mikill aðdáandi Harrys og Heimis og sögumannsins. ■ Ófærð er íslensk þáttaröð sem Baltastar Kormákur og Sigur- jón Kjartansson skrifa en þeir ásamt Magnúsi Viðari Sigurðs- syni framleiða þættina. Þar leikur Ólafur Darri aðalhlut- verkið, en hann leikur löggu sem tekst á við erfið mál. Nokkur verkefni Á RAUÐA DREGLINUM Hér er Ólafur Darri á rauða dreglinum á New York Film Festival við frumsýningu myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty. NORDICPHOTOS/GETTY BEN BIÐUR AÐ HEILSA Ben Stiller fór fögrum orðum um Ólaf Darra áður en myndin var forsýnd í Smárabíó síðast- liðinn fimmtudag. NORDICPHOTOS/GETTY Save the Children á Íslandi Ef þættirnir fara í framleiðslu þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég að búa erlendis í einhvern tíma. Ólafur Darri Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.