Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 46
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 30 BAKÞANKAR Sögu Garðarsdóttur Zakaria er mjög flottur strákur og ég er rosalega ánægð að við náðum að grípa hann en hann ferðast um allan heim vegna vinnunnar. Ellen Loftsdóttir PHILOMENA SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK USA TODAY LOS ANGELES TIMES THE PLAYLIST FROZEN 3D 5.30 FROZEN 2D 6 HUNGER GAMES 2 8, 9, 10 FURÐUFUGLAR 2D 6 S.B. - FBL ÍSL TAL FROSINN 2D FROSINN 3D THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR FURÐUFUGLAR 2D PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES 2 HROSS Í OSS PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES 2 KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 - 5.40 KL. 6 - 8 - 9 KL. 5 - 8 KL. 8 KL. 3.30 - 5.50 KL. 6 - 8 KL. 10 KL. 6 - 9 Miðasala á: og KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG YFIR 32.000 MANNS Í AÐSÓ KN! „Við ætlum að frumsýna nýja tískumynd á síðu Bast Magazine sem íslensk stúlka, Haf- rún Alda Karlsdóttir, stendur á bak við en hún er búsett hér í Kaupmannahöfn,“ segir stílistinn Ellen Loftsdóttir. Hún og kær- asti hennar, Þorbjörn Ingason, eru leik- stjórateymi sem ganga undir nafninu Narvi Creative og frumsýna nýja tískumynd í dag en skötuhjúin eru búsett í Kaupmannahöfn, höfuðstað Danmerkur. „Við gerðum tískumyndina með einu stærsta karlmódelinu hér sem heitir Zak- aria. Hann er búinn að ganga tískupalla hjá mörgum af stærstu merkjum í heiminum, til dæmis Tommy Hilfiger. Þessi tískumynd er ein og hálf mínúta og í henni sýnir Zakaria haust- og vortísku hjá merkjunum Wood Wod, Hennes & Mauritz, Carhartt, Norse Projects, Nike, Soulland og fleirum. Zakaria er mjög flottur strákur og ég er rosalega ánægð að við náðum að grípa hann en hann ferðast um allan heim vegna vinnunnar,“ bætir Ellen við. Fleiri Íslendingar taka þátt í myndinni. Tónsmiðurinn og plötusnúðurinn Gísli Galdur gerði tónlistina og tökumaðurinn Þorsteinn Magnússon skaut myndina. Ellen og Þorbjörn hafa framleitt tónlistar- myndbönd fyrir listamenn á borð við Gus Gus og Þórunni Antoníu og næsta verkefni er að taka upp myndband við lagið Hearts með hljómsveitinni Highlands en hana skipa tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson og söngkonan Karin Sveinsdóttir. „Við skjótum það milli jóla og nýárs og fáum tvo góða íslenska leikara til að leika aðalhlutverkin.“ liljakatrin@frettabladid.is Frumsýna tískumynd með heitasta karlmódeli Dana Ellen Loft sdóttir og Þorbjörn Ingason eru leikstjórar sem ganga undir nafninu Narvi Creative. Þau frumsýna tískumynd í dag á síðu Bast Magazine en næst á dagskrá er tónlistarmyndband með Highlands. American Idol-stjarnan Kelly Clarkson mun leika sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Nashville sem fjallar um líf og störf kántrí- stjarna. Kelly tekur að sjálfsögðu lagið og syngur popplagið Fade Into You með Mazzy Star. Sam Palladio og Clare Bowen, sem leika Gunnar Scott og Scarlett O‘Connor, munu þenja raddböndin með Kelly. Hún er ekki fyrsta stórstjarnan til að landa hlutverki í þáttunum því Chris Young, Vince Cill, Brant- ley Gilbert og Brad Paisley eru meðal tónlistarmanna sem hafa leikið í Nashville. - lkg Fær hlutverk í Nashville ■ One - tískumynd ■ Over með Gus Gus - tónlistarmyndband ■ Andrea Maack Parfums Shot - mynd ■ Nicola Formichetti Short fyrir CCP - mynd ■ So High með Þórunni Antoníu - tónlistar- myndband ➜ Verk eftir Narvi Creative HEPPIN Kelly leikur sjálfa sig í Nash- ville. OFURPAR Ellen og Þor- björn hafa í nægu að snúast. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Save the Children á Íslandi ÉG veit hvað þú ert að hugsa: ,,Nei, nei, ekki um jólin!“ En engar áhyggjur, ég er ekki að skrifa þér til að þrefa og þessu korti fylgir engin krafa um svör. Jólakort eru nefnilega þess eðlis að þeim þarf ekki að svara, svo þú ættir að elska þau. Á hátíð ljóss og friðar er ekki bara hefð fyrir því að senda út jólakort heldur líka kærleik og hugsa til þeirra sem minna mega sín. En hugurinn ber mann bara hálfa leið. Ef ég ætla til dæmis á jólahlaðborð í Perlunni er ekki nóg að hugsa um laxahlaup, ég verð að panta borð. Eins þegar ég hugsa til þeirra sem minna mega sín þá hugsa ég líka hvað ég get gert fyrir þau og geri það. NÓG er um þá sem eiga um sárt að binda um jólin. Fyrstur kemur mér í hug Snæfinnur snjókarl sem er einstæðingur, Adam sem á sjö syni en ekkert leikskólapláss, sama hvað hann hann stappar og klappar, og Andrés sem á að gefa tröllunum. Þá eru ótaldar allar mæðurnar sem lifa í ástlausum hjónaböndum og hrekjast í arma jólasveina sem þær kyssa í skjóli nætur meðan niðurbrotin börnin fylgjast með úr fjarska. Já, lífið getur verið mis- kunnarlaust. SAMT eru þetta alls ekki þeir sem verst eru staddir í heimi hér. Allir hér að ofan eiga það sameiginlegt ásamt árstíðabund- inni óhamingju að hafa ABC barn í sinni umsjá og styrkja Rauða krossinn. Þess vegna hljóðnaði og dimmdi í Davíðsborg þegar þú og Vigdís tilkynntu að lækka ætti framlög til þróunarmála um 460 milljón krónur. Það á að gefa börnum brauð en vel efnaðir útgerðarmenn, til að mynda, þurfa síður gjafir og einföld kolvetni. Það er afspyrnu lítið jólalegt að taka eitthvað frá þeim sem minnst mega sín og gefa öðrum betur stöddum það að gjöf. Þú kannast við jólaköttinn, Sigmundur. Við erum ekki að fara í hann og ef einhver er í aðstöðu til að færa stórar hugsanir í göfug verk þá ert það þú. Þú getur gefið gimsteina, perlur og gullsveig um enni – ef þú nennir! P.S. Ég keypti 10 þúsund vatnshreinsitöfl- ur frá UNICEF í þínu nafni og 150 pakka af næringarríkri fæðu í nafni Vigdísar vinkonu þinnar. Gleðileg jól, Sigmundur Davíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.