Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 10
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 STYRKJA STÖÐUNA Á NORÐURSKAUTINU Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is PP IP A R \ P IP A R \ P IP A R \ P IP A R \ P A R \ P A R A T B W A TT B W A TT B W A T B W T B W B W B W A •• S ÍA S ÍA S ÍA S ÍA S A •• 102985 102985 10298 1029 0029858588 Ólafur Jóhannsson 534 1020 TIL LEIGU GLÆSILEGT HÚSNÆÐI NORÐURSKAUTIÐ Sergei Sjoígó, varnarmálaráðherra Rússlands, skýrði í síðustu viku frá því að rússneski herinn myndi auka styrk sinn á Norður-Íshafi strax á næsta ári til að verja hagsmuni Rúss- lands á þessu svæði. Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti sagði sömuleiðis að Rússland þyrftu nú að hafa alla anga úti við að verja öryggi sitt og þjóðarhags- muni á norðurskautssvæðinu. Kanadamenn höfðu áður skýrt frá því, að þeir hygðust gera kröfu til norðurpólsins sjálfs. Þeir hafi þegar beðið vísindamenn sína um að athuga hvort ekki sé rétt að leggja fram formlegt tilkall á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til landgrunnshryggs, sem teygir sig frá Kanada út fyrir norðurpólinn sjálfan. „Við erum staðráðin í að tryggja að allir Kanadabúar njóti góðs af þeim gríðarlegu auðlindum sem er að finna nyrst í Kanada,“ sagði John Baird, utanríkisráðherra Kan- ada, af því tilefni á mánudaginn í síðustu viku. Hins vegar þurfi að leggja mikla vinnu í að tryggja Kanada rétt til norðurpólsins, því fyrst þurfi vísindamenn að kort- leggja landgrunnið á Lomonosov- hryggnum, sem bæði Kanadamenn, Rússar og Danir gera tilkall til. Eitthvað hefur jólasveinninn komið við sögu í tengslum við þessar umræður í Kanada. Þann- ig hafði breska dagblaðið The Tele graph eftir Paul Calandra, þingritara Stephens Harper, for- sætisráðherra Kanada, að allt yrði gert til að tryggja öryggi bæði norðurpólsins og jólasveins- ins. Með þessu var hann reyndar að skjóta á stjórnarandstöðuna, sem hann sagði „halda“ að hvorki norðurpóllinn né jólasveinninn séu í Kanada. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Just- in Trudeau tók hins vegar undir með Calandra: „Allir vita að jóla- sveinninn er kanadískur,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Kanada ætlar að gera kröfu í norðurpól Kanadamenn ætla að gera kröfu til norðurpólsins. Vilja tryggja rétt til auðlinda sem er að finna á svæð- inu. Rússar bregðast við með því að efla herstyrk sinn í Norður-Íshafi. Jólasveinninn blandast í deiluna. UMHVERFISMÁL Um tvö þúsund gamlir eða ónýtir farsímar söfn- uðust á fyrstu fimm dögum lands- söfnunarinnar Græn framtíð far- síma. „Það mun ekki liggja fyrir hversu margir símar skila sér á endanum fyrr en á morgun þegar söfnuninni lýkur,“ segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmda- stjóri Grænnar framtíðar, sem stendur fyrir söfnuninni ásamt Símanum og Póstinum. Fyrirtækin sendu söfnunar- poka inn á öll heimili landsins 6. desember síðastliðinn. „Við hvött- um fólk til að koma farsímunum til Símans eða Póstsins og á pokun- um má merkja við góðgerðafélag sem fólk vill styrkja og allur ágóði rennur óskiptur til þess félags sem fólk kýs,“ segir Bjartmar og bætir því við að símarnir séu endurnýtt- ir með þrenns konar hætti. „Ef það er hægt að gera við tækin er það gert og þau seld, meðal annars til Afríku. Tæki sem eru illa skemmd fara til samstarfs- aðila okkar í Evrópu sem rífa þau niður í parta og að lokum fara sum tæki í endurvinnslu. Það er hundr- að prósent nýting á öllu og ekkert fer í ruslið.“ - hg Margir hafa tekið þátt í landssöfnun þar sem gömlum eða ónýtum farsímum er komið í endurvinnslu: Söfnuðu tvö þúsund símum á sex dögum POKINN Fyrirtækin sendu nú í fyrsta skipti söfnunarpoka á öll heimili. © GRAPHIC NEWSHeimildir: IBRU Kanada býr sig undir að gera kröfu til norðurpólsins Hyggst styrkja stöðu sína á norðurskautinu Grænland (Danmörk) adKan a Landhelgi Íslands Alaska n)(Bandaríki Norður-Íshafið Norðurpóllinn Kanada hyggst leggja fram kröfu til Sameinuðu þjóðanna um að ytri mörk landgrunnsins nái út yfir norðurpólinn Rússar efla hernaðarmátt sinn í kjölfar yfirlýsingar Kanada Lomonosov-hryggurinn Kanada, Rússland og Danmörk gera öll kröfu til þess að 1.800 km langur hryggurinn tilheyri landgrunni þeirra Skörun bandarísku og kanadísku landhelginnar Rússland 600km Svalbarði (Noregur) Noregur Landhelgi Noregs Samþykkt markalína Landgrunnskröfur út fyrir 200 sjómílna mörkin Hugsanlegar landgrunnskröfur út fyrir 200 mílna mörkin Rússland Kanada Noregur Danmörk Bandaríkin Miðlína 200 sjómílna landhelgi Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna: Hvert land á óskoraðan rétt til efnahagslögsögu út að 200 sjómílum frá strandlengju, og landgrunnsréttindi að auki nái landgrunnið út fyrir 200 mílurnar. MENNING Sú þögn sem nú mun myndast í íslensku tónlistarlífi verður vitnisburður um skiln- ingsleysi stjórnvalda, segir í ályktun Samtóns, samtaka tón- listarfélaga og útgefenda. Þar er mótmælt niðurskurði á starfsemi Rásar 1 og þess krafist að Rúv verði gert kleift að sinna menningarlegri skyldu sinni gagnvart almenningi. - eb Mótmæla niðurskurði á Rás 1: Sýnir skilnings- leysi stjórnenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.