Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 20
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR JÓHANNSSON Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala föstudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju, miðvikudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Kristín M. Guðmundsdóttir Auður Pétursdóttir Jóhann Pétursson Margrét Lilja Magnúsdóttir Brynja Pétursdóttir Baldvin Búi Wernersson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG LILLÝ ÁGÚSTSDÓTTIR lyfjafræðingur úr Hafnafirði, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri mánudaginn 2. desember.Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, miðvikudaginn 18. desember kl 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Gunnar Einarsson Guðrún S. Kristjánsdóttir Hjörleifur Einarsson Sigurbjörg Sigurðardóttir Þóra Einarsdóttir Rúnar Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARÍTAS KRISTJÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést að heimili sínu föstudaginn 6. desember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13. Kári Sigurbergsson Kristján Kárason Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir Sigurbergur Kárason Guðrún Jónasdóttir Hrafnkell Kárason Brynhildur Ingvarsdóttir Ásdís Káradóttir Arnar Þór Másson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, STEINÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 8. desember.Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. desember kl. 15.00. Halldóra Halldórsdóttir Adler Jeremy Adler Anna Birna Halldórsdóttir MERKISATBURÐIR 1653 Oliver Crom- well varð einvald- ur yfir enska sam- veldinu. 1809 Napóleon Bonaparte skildi við eiginkonu sína, Jósefínu. 1853 Alls brunnu 530 byggingar í stórbruna í New York. 1905 Fyrsta eintak af tímaritinu Var- iety kom út. 1912 Fyrsta frí- merkið með mynd af flugvél á var gefið út í Banda- ríkjunum. 1916 Munkurinn Gregory Raspútín var myrtur. 1972 Miami Dolphins varð fyrsta liðið í NFL-deildinni til þess að fara taplaust í gegnum heilt tímabil. 1980 Harland Sanders, stofnandi KFC-veitingakeðjunnar, dó níræður að aldri. 2009 Stjörnufræðingar fundu plánetuna GJ1214b sem er fyrsta plánetan sem fundist hefur þar sem vatn gæti fundist. OLIVER CROMWELL varð einvaldur yfir enska samveldinu þennan dag 1653. „Þetta er þriðja og síðasta línan þar sem ég sæki innblástur til fugla. Ég loka hringnum með hrafninum,“ segir Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripa- hönnuður, sem kynnti fyrir helgi þriðju og síðustu skartgripalínuna þar sem fuglar eru innblástur. Að þessu sinni er hrafninn innblást- ur Guðbjargar, en áður hafa fálkinn og svanurinn veitt henni andagift. Hún segir hrafninn vera spennandi umfjöll- unarefni í skartgripahönnun. „Hrafninn er mjög glysgjarn. Yfir- leitt finnst ýmislegt glingur í hreiðri hrafnsins. Þessi lína er öðruvísi en hinar tvær, ég nota mikið svarta litinn í bland við gullið – mikið af steinum.“ Guðbjörg er Ísfirðingur og eyðir miklum tíma nálægt heimaslóðunum og fær hún margar hugmyndir þar. „Við eigum bústað við Ísafjarðardjúp. Hugmyndir mínar kvikna oft þegar ég er í náttúrunni. Mér finnst mjög gott að vera fyrir vestan.“ Sem ung stúlka á Ísafirði hafði Guð- björg ekki hugmynd um að hún myndi leggja skartgripahönnun fyrir sig. „Ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna þegar ég var átján ára gömul. Ég hafði ekki ferðast mikið þá, en inni í mér blundaði ævintýraþrá og því fór ég út.“ Þar kynntist Guðbjörg framtíðarstarf- inu í bandarískum framhaldsskóla. Hún kom heim staðráðin í því að leggja fyrir sig skartgripahönnun. „Ég flutti til Danmerkur og lærði gullsmíði og skartgripahönnun. Þegar ég kom heim opnaði ég svo verslunina Aurum. Það var árið 1999 og er ég því búin að vera í þessum rekstri í bráðum 15 ár. Við byrjuðum smátt en árið 2003 fengum við tækifæri að stækka við okkur. Við fluttum í Bankastrætið og erum þar enn. Við vorum svo heppin árið 2009 að geta stækk- að búðina enn frekar þegar önnur búð lokaði og bættum þá við hönnunarbúð,“ segir Guð- björg. kjartanatli@frettabladid.is Hrafninn lokar þríleiknum Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuður kynnir nýja línu. Hugmyndirnar fæðast gjarnan í Ísafj arðardjúpi. Glysgjarnir hrafnar eru innblástur Guðbjargar að þessu sinni. SVART OG GYLLT Guð- björg notar mikið svartan lit og gullhúðin er ekki langt undan, enda hrafninn glys- gjarn. ILMVATN Guðbjörg kynn- ir líka til leiks ilmvatn sem fylgir línunni. Þennan dag árið 1961 hófst sjö leikja hrina þar sem Wilt Chamberlain körfu- knattleiksmaður skoraði 50 stig eða meira í einum leik í NBA-deildinni. Þetta er met sem stendur enn. Hann var þá leikmaður Philadelphia Warriors, en liðið er nú komið til San Fransisco og liðið í Fíladelfíuborg heitir nú 76ers. Tímabilið frá 1961 til 1962 var ótrúlegt fyrir Chamberlain. Hann skoraði 50,4 stig að meðaltali í leik. Það er met í sögu NBA, sá sem næst því hefur komist er Elgin Baylor, sem skoraði 38,3 stig, sem var sama tímabil. Chamberlain er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem skorað hefur yfir 100 stig í einum leik. Hann gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers þar sem hann lék frá 1968 til 1973. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Harlem Globetrotters en lék með liði Kansasháskóla í háskóladeild bandaríska körfuboltans. MIÐHERJINN WILT CHAMBERLAIN SETTI MET Í STIGASKORUN SEM STENDUR ENN: Skoraði yfi r 50 stig í sjö leikjum í röð ÓSTÖÐVANDI Wilt Chamber- lain var illvið- ráðanlegur í NBA-deildinni á sínum tíma. ILMKERTI Guðbjörg fékk franska fyrirtækið Paris Popup til þess að framleiða ilmkerti. BANDARÍKIN SKIPTU MÁLI Guðbjörg kynntist ævistarfinu fyrst í Bandaríkjunum sem skiptinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.