Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 16. desember 2013 | MENNING | 25 TÓNLIST ★★★ ★★ Tengsl: Kammerverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson Geisladiskur ÚTG. SMEKKLEYSA Fyrsta lag eða verk á geisladiski er á vissan hátt það mikilvægasta. Það er einskonar andlit disksins og gefur forsmekk að því sem koma skal. Upplifunin af því ræður miklu um það hvort hlustandinn hafi yfirleitt áhuga á að heyra meira. Ég er á því að geisladiskur með kammerverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson sé að þessu leyti illa skipulagður. Fyrsta verkið hefði átt að vera seinna á dagskránni, Adagio fyrir strengjasextett. Það er fullt af tjáningu, en fjarskalega drungalegt og stemningin eftir því fráhrindandi. Lagaflokkurinn Tengsl við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, sem er næstur, kemur ekki heldur vel út. Þar er m.a. um að kenna frammistöðu altsöngkonunnar Mörtu Hrafnsdóttur, en hún er ósköp sviplaus. Tilþrif í túlkun hefðu mátt vera mun kröftugri, söngurinn snarpari, en þó afslapp- aðri. Það er eins og Marta sé of mikið að vanda sig. Textaframburðurinn er auk þess óskýr, sem skrifast mögulega á upptökuna að einhverju leyti. Svipað vandamál gerir vart við sig í söng Ólafs Kjartans Sigurð- arsonar í sex lögum sem á eftir koma. Hann er venjulega með skýrmæltari söngvurum. Hins vegar er túlkun Ólafs að öðru leyti líflegri og blæbrigðaríkari. Auðvitað eru lögin sem hann flyt- ur öðruvísi en hjá Mörtu. Það er meiri breidd í þeim, tónlistin er opnari, þótt hún sé ekki meira aðlaðandi. En Marta hefði samt getað gert betur. Að mínu mati hefði síðasta verk- ið á geisladiskinum átt að vera það fyrsta, Vókalísa fyrir mezzósópr- an, fiðlu og píanó. Það er „erótísk sumarmúsík“ eins og henni er lýst í meðfylgjandi bæklingi. Stemn- ingin er suðræn, full af munúðar- fullum hljómum og sjarma. Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir syngur vel, röddin er tær, rétta tilfinn- ingin til staðar. Hið akademíska Movement fyrir strengjakvartett, hið elsta á disk- inum, hefði líka átt að vera fram- ar (það er næst síðast). Tónmálið er agaðra, yfir því er ferskleiki. Hann er þægileg tilbreyting frá öllum myrku tilfinningunum sem annars gegnsýra geisladiskinn. Fyrir utan söngvarana sem hér hafa verið nefndir leika hljóðfæra- leikarar úr Kammersveit Reykja- víkur. Flutningurinn er hvarvetna til fyrirmyndar, samstilltur og hreinn. En líka dökkur og þungur, rétt eins og tormelt tónlistin sjálf. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Erfið tónlist sem hefði mátt gera meira aðlaðandi með annar- ri uppröðun. Söngurinn er misjafn, en hljóðfæraleikurinn góður. Hið síðasta hefði átt að vera fyrst TÓNLIST ★★★★ ★ Vincent d‘Indy: Hljómsveitarverk Geisladiskur ÚTG. CHANDOS Schola cantorum er ekki bara nafnið á íslenskum kór, heldur líka tónlistarskóla í París. Hann var stofnaður í lok 19. aldarinn- ar og þangað sótti margt merkis- fólk menntun, eins og Erik Satie. Vincent nokkur d‘Indy var einn af stofnendum skólans. Skólinn lifir góðu lífi í dag, en sömu sögu er ekki að segja um tónsmíðar d‘Indys. Stjórnandinn Rumon Gamba ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands ætlar sér greini- lega að breyta því. Nýlega kom út fimmti geisladiskurinn í heildar- útgáfu hljómsveitarverka d‘Indys með Sinfóníunni. Þetta framtak hefur vakið nokkra athygli í tónlistarheim- inum. D‘Indy var ekki endilega frumlegasta tónskáld síns tíma. En tónlist hans er engu að síður falleg, fíngerð eins og svo margt franskt. Hún er líka glæsileg, oft undir áhrifum Wagners og jafn- vel Liszts. Hún á ekki skilið að gleymast. Á fimmta geisladiskinum leik- ur kanadíski píanóleikarinn Louis Lortie einleik í sinfóníu op. 25 sem er eins konar píanó- konsert. Það þýðir að hlutverk píanóleikarans er mikilvægt, en þó ekki eins sjálfstætt og venju- lega. Í píanókonsert er einleiks- hljóðfærið og hljómsveitin oft eins og andstæðingar sem tak- ast á með tilheyrandi spennu. Í þessu verki er píanóið hins vegar hluti af heildinni og Lortie spilar fallega, án þess að trana sér of mikið fram. Túlkunin er lifandi en fáguð, kraftmikil en öguð. Hún er alveg eins og hún á að vera. Í það heila er geisladiskur- inn hrífandi, tónlistin er full af töfrum, og hljómsveitin spilar af aðdáunarverðri fagmennsku og öryggi undir innblásinni stjórn Rumons Gamba. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Fallegur flutningur á verkum eftir tónskáld sem aldrei hefði átt að gleymast. Gleymt tónskáld grafið upp RUMON GAMBA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.