Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 8
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Laugavegi 174 Sími 590 5040 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-16 Einstakt tækifæri til að eignast Audi eðalvagn Við fjármögnum bílinn fyrir þig lykill.is Bluetooth símabúnaður Audi A4 2.0 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 57.000 km, beinsk. Ásett verð 4.190.000,- Audi A4 2.0 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 33.500 km, sjálfsk. Ásett verð 5.850.000,- Audi A4 Avant 2.0 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 36.000 km, sjálfsk. Ásett verð 4.850.000,- Audi A4 Avant 2.0 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 26.000 km, sjálfsk. Ásett verð 5.850.000,- Milano leður, Bluetooth símabúnaður TÓMSTUNDIR Mikill verðmunur er á æfinga- gjöldum í handbolta annars vegar og fim- leikum hins vegar. Mestur verðmunur er 148 prósent á fimleikanámskeiði fyrir 8 til 10 ára börn og 119 prósenta verðmunur á 6. flokki í handbolta. Verðlagseftirlit ASÍ tók saman hvað kostar að æfa handbolta og fimleika hjá fjölmenn- ustu íþróttafélögum landsins. Í fimleikum var til að mynda gjaldskrá fyrir 6 til 8 ára börn sem æfa tvær klukkustundir á viku borin saman. Tekinn var saman æfinga- kostnaður í fjóra mánuði eða á haustönn. Dýrast er að æfa hjá Íþróttafélaginu Gerplu eða 40.617 krónur. Ódýrast er að æfa hjá Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði eða 17.000 krónur. Verðmunurinn er 139 prósent. Þau fimm félög sem bjóða upp á ódýrustu æfingagjöldin eru öll súti á landi en fim- leikafélög á höfuðborgarsvæðinu raða sér í efstu sætin. Dýrast er að æfa handbolta hjá Gróttu og Haukum eða 45 þúsund fyrir allan veturinn fyrir börn í áttunda flokki. Ódýrustu æfinga- gjöldin eru hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) eða 24 þúsund fyrir veturinn. Það er 21 þúsund krónu verðmunur eða 88 prósent. Fyrir utan ÍR eru æfingagjöld hjá félögum úti á landi yfirleitt ódýrari en á höfuðborgar- svæðinu. Þór og KA eru næstódýrust með 27 þúsund króna æfingagjöld. erlabjorg@frettabladid.is Munar allt að 148 prósentum á æfingagjöldum fyrir börn Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á æfingagjöldum í handbolta og fimleikum. Mikill verðmunur er á milli fé- laga og yfirleitt dýrara á höfuðborgarsvæðinu. Félögin segja styrki misháa, aðbúnað ólíkan og áherslur ólíkar. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Gerplu, segir það ekki koma sér á óvart að félagið sé með hæstu æfinga- gjöldin. „Þjónusta okkar er ekki samanburðarhæf við mörg önnur fimleikafélög. Við erum með lengra æfingatímabil, minni hópa, menntunarstig þjálfara er hærra og við erum með mjög dýran tækjakost. Verðskrá Gerplu hækkaði um 30 til 40 prósent fyrir einu og hálfu ári. „En við erum ekki að bera okkur saman við aðra. Við reynum alltaf að hagræða og gera betur en verðskráin miðar bara við reksturinn okkar.“ ➜ Berum okkur ekki saman við aðra Æfingagjöldin hækkuðu um 4.500 krónur á síðasta ári en hækkunin tengist launum,“ segir Kristín Finnboga- dóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Grótta er með dýrustu gjöldin í handbolta í 8. flokki ásamt Haukum en á Seltjarnarnesi er frístunda- styrkurinn 30 þúsund á ári. „Æfingagjöldin fara fyrst og fremst í launakostnað og dekkar hann oft á tíðum ekki. Við erum með tvo þjálfara í 8. flokki, einn aðalþjálfara og einn aðstoðar- þjálfara. Svo fylgja líka stuttbuxur og bolur með æfingagjöldunum. Annars hækkuðu gjöldin um 4.500 krónur á síðasta ári og hækkunin tengist launakostnaði.“ ➜ Dugar ekki fyrir launakostnaði „Félagið er vel rekið, yfirstjórnin lítil og enginn starfsmaður á launum. Enda eru sjálfboðaliðar duglegir að sinna störfunum og allir hjálpast að,“ segir Hjalti Helgason, for- maður Íþróttafélagsins Hamar í Hveragerði sem býður upp á lægsta æfingagjaldið í fim- leikum fyrir 6 til 8 ára. „Við höfum fundið fyrir að fólk er mjög viðkvæmt fyrir hækkun- um þannig að við reynum eins og við getum að halda verðinu niðri. Einnig fáum við árlegan styrk frá Hveragerðisbæ sem fer beint í rekstur deildanna. Það eru ekki mjög stór fyrirtæki sem styrkja okkur, við fáum frekar minni styrki sem safnast saman.“ ➜ Sjálfboðaliðar spara við rekstur Íþróttafélagið Þór er með ódýrasta æfingagjaldið í handbolta fyrir 8. flokk ásamt KA. „Við viljum gera öllum kleift að æfa og höfum ekki hækkað gjaldið eftir efnahags- hrun til að halda í iðkendur. Enda hefur iðkendum fjölgað í handboltanum,“ segir Linda Guð- mundsdóttir, gjaldkeri handknatt- leiksdeildarinnar. „Hér á Akureyri er frístunda- styrkurinn aðeins tíu þúsund krónur og okkar iðkendur þurfa líka að ferðast mikið. Ferða- kostnaðurinn fer þó ekki allur á heimilin því styrkur frá Samherja hjálpar okkur að mæta þeim kostnaði.“ ➜ Lágt gjald til að halda í iðkendur FIMLEIKAR Dýrast er fyrir 6-8 ára að æfa fimleika hjá Gerplu en ódýrast hjá Hamri í Hveragerði. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratrygging- ar Íslands og Rauði kross Íslands hafa gert með sér samning sem tryggir til loka næsta árs áfram- haldandi rekstur flestra þeirra sjúkrabíla á landsbyggðinni sem átti að taka úr rekstri í janúar. Frestun á fækkun sjúkrabíla tekur til þeirra bíla sem stað- settir eru í Ólafsvík, Búðardal, á Hvammstanga, Ólafsfirði, Rauf- arhöfn og Skagaströnd. Á næsta ári ætlar heilbrigðis- ráðherra að láta gera heildarend- urskoðun á fyrirkomulagi sjúkra- flutninga á landsbyggðinni. - jme Samið um sjúkraflutninga: Endurskoðað á næsta ári UMHVERFISMÁL Hlutfall papp- írs í gráu tunnunum í Reykjavík hefur minnkað úr 21 prósenti í 8 prósent, frá því í nóvember 2012 og þangað til í nóvember á þessu ári. Þetta má rekja til þess að nú á fólk að flokka sorp og setja pappír í bláar tunnur. Fyrir ári fóru 106 tonn af pappír í bláu tunnurnar en 280 tonn í síðasta mánuði. - jme Vel gengur að flokka sorp: Bláa tunnan slær í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.