Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 48
Ég viðurkenni að það er auðvelt að missa einbeitinguna og byrja að hugsa um næsta skref of snemma. Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen. GOLF Möguleikar Valdísar Þóru Jóns- dóttur á sæti á Evrópumótaröðinni í golfi minnkuðu talsvert í gær en þá spilaði hún á níu höggum yfir pari á lokaúrtökumótinu sem nú fer fram í Marokkó. Hún er á samtals ellefu höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnis- dagana og meðal neðstu keppenda, sem eru 95 talsins. 60 efstu komast í gegnum niðurskurðinn að loknum fjórum hringjum en 30 efstu að loknum fimm hringjum fá þátttöku- rétt í Evrópumótaröðinni. - esá Valdís Þóra átti erfi ðan dag SPORT 16. desember 2013 MÁNUDAGUR – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! SKOGSTAD SNAPP DÚNÚLPA Bleik og ljósbrún Stærðir 80–116 16.990 KR. COLUMBIA ALPINE ÚLPA Svört og græn Stærðir 104–152 14.990 KR. SKOGSTAD GLACIER DÚNÚLPA Græn, dökkblá og ljósblá Stærðir 80–116 16.990 KR. DIDRIKSONS BIGGLES LÚFFUR Grænar, fjólubláar, bláar, svartar, rauðar og dökkbláar 2.990 KR. HLÝJAR JÓLAGJAFIR PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 3 4 6 3 FÓTBOLTI „Sigrar eru alltaf kær- komnir, sérstaklega þegar það er lítill munur á milli liða í deildinni,“ segir Alfreð Finnbogason en hann tryggði Heerenveen mikilvæg þrjú stig með því að skora bæði mörk- in í 2-1 útisigri á PEC Zwolle í hol- lensku úrvalsdeildinni á föstu- dagskvöldið. Alfreð hafði ekki skorað í tveim- ur leikjum í röð og misst af tveim- ur til viðbótar vegna meiðsla. Hann hafði því ekkert skorað í rúman mánuð en er þrátt fyrir það enn langmarkahæsti leikmað- ur deildarinnar með sextán mörk í fjórtán leikjum. „Maður getur í raun sjálfum sér um kennt að það teljist krísa að skora ekki í tveimur leikjum í röð. Ég kom mér sjálfur í það vandamál,“ sagði Alfreð í léttum dúr en hann segist aðeins hafa misst taktinn þegar hann meiddist um miðjan síðasta mánuð. Alfreð var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili með 24 mörk og segist sáttur við að hafa náð að fylgja þeim frábæra árangri eftir í haust. „Margir efuðust um að ég gæti haldið uppteknum hætti annað árið í röð. Þessi frábæra byrjun mín á tímabilinu sýnir að þetta var engin heppni og sjálfur var ég staðráð- inn í að sýna að ég gæti verið mátt- arstólpi í liðinu tvö ár í röð.“ Allir geta unnið alla Alfreð segir að hollenska deild- in sé sterk en jafnari en oft áður. Það stafar af því að risarnir í hol- lenska boltanum – Ajax, PSV og Feyenoord – hafi oft verið betri en nú. Þessi þrjú lið hafa unnið 51 af 55 titlum síðan úrvalsdeildin [Eredivisie] var stofnuð árið 1956 en eru síður en svo með yfirburða- stöðu í deildinni nú. „Nú geta allir unnið alla. Zwolle, sem við unnum á föstu- daginn, vann fyrstu fimm leiki sína á tímabilinu en hefur nú ekki unnið í sex leikjum í röð. Það er auðvitað getu munur á liðum í deildinni en ef neðstu liðin vinna tvo sigra í röð eru þau lið komin í pakkann um miðja deild,“ útskýrir Alfreð. „Ég vil sýna að ég geti skorað gegn hverjum sem er og það gaf mér mikið sjálfstraust að hafa skorað í nánast öllum leikjum gegn bestu liðunum á síðasta tímabili. Ég vil komast í sterkari deild og þá þarf maður að vera enn stöð- ugri og sterkari.“ Auðvelt að missa einbeitinguna Markaskorarar fá ávallt mikla athygli og ekki síst þeir sem standa sig vel í hollensku deild- inni. Það hefur margsýnt sig að stóru liðin í Evrópu eru ófeimin við að fjárfesta í þeim – enda hefur Alfreð verið orðaður við nánast óteljandi lið á undanförnum vikum og mánuðum. Alfreð er spurður út í framtíð sína á nánast hverjum degi og við- urkennir að það verði þreytandi til lengdar. „Fjölskyldan mín á Íslandi les auðvitað fréttirnar sem eru sumar hverjar sannar en aðrar ekki. Ég sagði þeim um daginn að hætta einfaldlega að spyrja mig – ég myndi bara láta vita þegar eitthvað merkilegt gerist,“ segir Alfreð. „En ég viðurkenni að það er auðvelt að missa einbeitinguna og byrja að hugsa um næsta skref of snemma. Eina leiðin fyrir mig að taka næsta skref á mínum ferli er að standa mig vel í hverjum leik sem ég spila hér. Ég vil því helst bara einbeita mér að næsta leik og hvort eitthvað gerist í janúar verð- ur þá bara að koma í ljós.“ Heerenveen fékk nokkur tilboð í Alfreð í sumar en þeim var öllum hafnað. „Félagið setti háan verð- miða á mig og í sumar var ekkert lið reiðubúið að borga svo mikið. Ég vil því sýna að ég sé svo mikils virði eins og félagið heldur fram.“ Skiptir máli að velja rétt Alfreð segir að það trufli sig ekki þó svo að hann sé borinn saman við bestu sóknarmenn Evrópu. „Ég hef gaman af því en það er stór munur á því að skora vikulega í Hollandi og svo þessum bestu deildum í Evrópu. Þeir eru marg- ir sem hafa farið héðan í sterk lið en mistekist. Aðrir hafa staðið sig en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvernig mér mun ganga. Ef ég fæ tækifæri til að komast í sterka deild skiptir máli að ég velji mér lið og umhverfi þar sem ég mun fá tækifæri til að skapa færi og skora mörk. En ég hef fulla trú á sjálfum mér og ég tel það ekki síður mikil- vægt.“ eirikur@frettabladid.is Fjölskyldan hætt að spyrja Alfreð Finnbogason heldur áfram að raða inn mörkunum í Hollandi. Hann hefur verið þrálátlega orðaður við fj ölda sterkra liða í mörgum löndum og viðurkennir að það geti verið erfi tt að halda fullri einbeitingu. SKORAÐI TVÖ Alfreð Finnbogason í leiknum gegn PEC Zwolle á föstudaginn en hann skoraði bæði mörk Heerenveen í 2-1 sigri liðsins. Alfreð hefur nú skorað átján mörk í sextán leikjum, bæði í deild og bikar. NORDICPHOTOS/GETTY „Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. „Jú, ég fylgdist með þessu. Það var ekki gaman,“ bætir hann við. Alfreð viðurkennir að 2-0 tapið í Zagreb sitji enn í honum. „Ég held að ég muni aldrei sætta mig fullkomlega við þetta– að hafa verið svo nálægt þessu en mistekist. Hins vegar er lítið við því að gera þegar maður tapar fyrir liði sem spilar betur á þeim degi. Króatarnir voru mun betri en við í þessum leik. Þannig var það bara,“ segir hann. Alfreð byrjaði í helmingi leikja Íslands í undankeppni HM og kom við sögu í öllum þeirra nema tveimur. Hann skoraði tvö mörk af þeim sautján sem Ísland skoraði alls. „Ég byrjaði ágætlega á þessu ári og átti gott samstarf við Kolbein. En þá meiðist ég og missi af tveimur leikjum. Liðinu gekk þá vel og ég komst ekki aftur inn í byrjunarliðið strax,“ segir Alfreð. „Mér finnst ég eiga talsvert inn með landsliðinu og að ég geti sýnt meira en ég hef gert. Það finnst mér jákvætt.“ Alfreð byrjaði í báðum leikjunum gegn Króatíu en sóknarleikur Íslands gekk illa í þeim leikjum. „Ég fundaði mikið með Lars [Lagerbäck, landsliðs- þjálfara] þar sem við fórum yfir leik- skipulagið. En sóknarleikurinn var ekki í forgangi og ég held að okkur hafi ekki tekist að skapa okkur opið færi í þessum tveimur leikjum. Þá nýtast mínir hæfileikar ekki sem best,“ segir Alfreð. „En það er alveg ljóst að við erum komnir með góðan grunn fyrir framtíð- ina. Við töluðum það strax eftir leik að nota þessa ónotatilfinningu til að hvetja okkur áfram í næstu undankeppni. Næsta markmið er að gera atlögu að sæti í úrslitakeppni EM 2016.“ Mun aldrei sætta mig fullkomlega við tapið í Króatíu HANDBOLTI Karlalið Hauka og kvennalið Stjörnunnar halda í jólafríið með bros á vör eftir að hafa orðið deildarbikarmeistarar um helgina. Haukar unnu erkifjendur sína og granna í FH, 25-22, en Stjarnan lagði spútniklið Gróttu í kvennaflokki, 28-23. „Þetta er fyrsti titill liðsins síðan 2010 og það er enn pláss í bikar- skápnum hjá Stjörnunni,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar. Rakel Dögg Bragadóttir var ekki með Stjörnunni vegna meiðsla en það kom ekki að sök. „Það spiluðu margar vel í hennar fjarveru en Helena [Rut Örvarsdóttir] stóð upp úr. Hún er ungur leikmaður og spilaði frábærlega, ekki síst í vörn.“ Úrslitaleikirnir fóru fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu, gamla heimavelli Hauka. Þeim rauðklæddu leið greinilega vel þar því Haukar unnu sanngjarnan sigur á FH-ingum í úrslitaleiknum í karlaflokki. „Við erum með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru líka mjög öflugir ein- staklingar,“ sagði Patrekur Jóhann- esson, þjálfari Hauka. „Þeir spiluðu frábærlega í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins.“ Fyrsti titill Stjörnukvenna síðan 2010– Haukar unnu FH FÖGNUÐUR Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.