Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 40
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 24 Undantekningin eftir Auði Övu Ólafsdóttur hefur nú verið þýdd á frönsku, spænsku og ítölsku og kemur út samtímis í Frakklandi og á Spáni í apríl 2014 og á Ítalíu nokkrum vikum síðar. Frakkar virðast ekki fá nóg af Auði Övu því Afleggj- arinn hennar, í þýðingu Cath- erine Eyjólfs- son, er á meðal sjö verka eftir jafnmarga höfunda sem nýlega komu út í Frakklandi í sérstakri seríu met- sölubóka, Points d‘or. Rigning í nóvember er einnig komin út í Frakk- landi og hefur rokselst. Verkin sjö eiga það sameiginlegt að vera metsölubækur og hafa áður selst í yfir 300.000 eintökum í Frakklandi. Á meðal annarra höfunda í hópnum eru Arn- aldur Indriða- son, John Irving, Henning Mankell og Hugh Laurie. Undantekningin í þremur löndum Auður Ava Ólafsdóttir á fl júgandi fart erlendis. Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóð- skáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgríms- dóttir en gefin verður út ný ljóða- bók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Berg- þóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í for- svari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáf- unni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostn- aði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svip- uðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngu- bolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoð- unar hjá Meðgönguljóðum og Val- gerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“ Júlía Margrét Einarsdóttir Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffi bolli Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð en hún kynnti á dögunum fj ögur ljóðskáld sem gefi n verða út á næsta ári. VALGERÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR Meðgönguljóð er útgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu ljóðabóka. Nýverið voru fjögur ný skáld tekin inn í raðir meðgönguljóðskálda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUÐUR AVA ÓLAFS- DÓTTIR. TÓNLIST ★★★★★ Hugi Guðmundsson: Í djúps- ins ró. Hamrahlíðarkórinn og Nordic Affect Geisladiskur ÚTG. SMEKKLEYSA Við eigum mörg ágætis tónskáld, en fá þeirra hafa hæfileika til að semja grípandi laglínur. Tónlist er auðvitað miklu meira en melódíur, hún getur þess vegna verið skipu- lag óhljóða, þróun og framvinda takthendinga, runa af áferð og hljómum, o.s.frv. Maður er alltaf að heyra eitthvað svoleiðis. Him- neskar laglínur eru fátíðari. Hugi Guðmundsson hefur þennan sjaldgæfa hæfileika. Það er auðheyrt á geisladiskinum Í djúpsins ró. Þar eru kórverk eftir hann sem Hamrahlíðarkór- inn syngur, og einnig hljóðfæra- tónlist flutt af kammerhópnum Nord ic Affect. Kórstykkin eru óvanalega falleg. Þau eru inn- blásin af gamalli tónlist. Ýmist eru þau í anda eldri sálma þótt efniviðurinn sé frumsaminn, eða þá að þau eru nútímaleg útfærsla á stefjum úr fornhandritum. Verkin eru ávallt fersk, full af tilfinningu sem er svo ótrúlega hrífandi. Samt er ekki hægt að skilgreina hana í orðum. Inn á milli er tónlist sem Nor- dic Affect leikur eins og áður sagði. Þar á meðal er verk sem heitir Händelusive. Það er grund- vallað á stefjum úr Vatnatón- list Händels. Samt er það miklu skyldara sveim- eða ambient-tón- list. Eins og allir vita sem hafa farið í slökunarnudd getur slík músík drepið mann úr leiðind- um. Auk þess verður vöðvabólg- an helmingi verri en áður. Sveim- tónlist Huga er ekki af þessum toga. Það er ekkert endurtekning- arsamt við hana. Hún er þrungin einhverju óræðu sem er dásam- lega dáleiðandi. Nordic Affect spilar af fag- mennsku, smekkvísi, innlifun og tæknilegri fullkomnun. Sér- staklega ber að nefna gömbu- leik Hönnu Loftsdóttur, sem er einkar hlýlegur og sjarmerandi. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur syngur sömuleiðis af fallegri alúð, radd- irnar eru prýðilega samstilltar og hreinar. Kápa geisladisksins, sem var hönnuð af Brynju Bald- ursdóttur, er auk þess listaverk. Hafið á myndinni, óljóst og órætt, grípur anda tónlistarinnar ein- staklega vel. Í djúpsins ró er frábær geisla- diskur, ljós í myrkrinu fyrir alla sem vilja slaka á og halda á vit innri ævintýra. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Einstaklega vönduð útgáfa með hugvíkkandi tónlist. Á vit innri ævintýra BÆKUR ★★★★★ Stína stórasæng Lani Yamamoto CRYMOGEA Stína stórasæng, eftir Lani Yama- moto, kom út hjá bókaforlaginu Crymogeu í haust, nánar tiltekið á fyrsta vetrardag. Hún er tilnefnd t i l Fjöruverð - launanna í flokki barnabókmennta og er sú tilnefn- ing sannarlega verðskulduð. Bókin fjallar um kuldaskræf- una Stínu sem er líka hálf- gerð uppfinn- ingakona, í það minnsta afar uppátækjasöm. Nafngiftin er til komin af því að Stínu líður best undir stóru dúnsænginni sinni. Á veturna fer hún í hálfgerðan dvala; hún lokar sig inni í íbúðinni sinni og fer ekk- ert út. Hún heldur á sér hita með prjónaskap, bakstri og einn dag, þegar úti er kafaldshríð, fjúka inn til hennar tvö börn sem höfðu verið úti að leika sér í snjónum. Þau dvelja hjá henni meðan hríð- inni slotar, en eftir að þau kveðja er allt breytt í augum Stínu. Hún veltir fyrir sér af hverju henni sé kalt þegar hún er inni og þeim sé hlýtt þegar þau eru úti. Að lokum tekst hún á við óttann og finnur lausn. Sagan er frumleg og líður rólega áfram; framvindan er leik- andi létt. Teikningarnar eru bros- legar, virkilega fallegar og auð- velt er að týnast í þeim. Allt er úthugsað hvað útlit varðar; stærð mynda, litanotkun og samspil texta og mynda. Orðafjöldinn er í lágmarki á hverri opnu og text- inn er læsilegur svo bókin hentar ágætlega fyrir börn sem vilja lesa sjálf, en ekki síður sem upplest- arbók því inn á milli eru orð sem gætu krafist útskýringa. Text- inn er ljóðrænn og vel heppnaður. Það eina sem út á bók- ina má setja er að hugsanlega hefði mátt renna yfir textann einu sinni enn því áberandi málfarsvilla hefur fengið að fljóta með. Sumir foreldr- ar leggja nefnilega mikið upp úr því að börnin þeirra loki dyrunum, en ekki hurðinni. Því má þó kippa í lag í næstu prentun. Bókin er í heildina séð sannkallað listaverk; einstaklega vönduð að öllu leyti. Blaðsíðurnar eru úr gæðapappír og kápan með fallega áferð. Það er gaman að sjá glænýja íslenska barnabók í þess- um gæðaflokki. Halla Þórlaug Óskarsdóttir NIÐURSTAÐA: Sérstaklega vönduð barnabók sem alvörubókaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Frumlegur söguþráður, ljóðrænn texti og fallegar myndir. Hönnunin til fyrirmyndar. Eigulegt listaverk NORDIC AFFECT. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.