Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16. desember 2013 | SKOÐUN | 17 ... opnar í Borgartúni og býður lausasölulyf á góðum kjörum! Borgar Apótek | Borgartúni 28, 105 Reykjavík | sími 553-8331 399 kr. Að tengjast Evrópu með 1.200 km rafstreng, sem yrði vafalaust lengsti rafstrengur í heiminum, er svolítið sér- íslenskt. Íslendingum leiðist ekki að framkvæma eitthvað á heimsmælikvarða, og við eigum auðvelt með að sann- færa hvert annað um að við séum fremst og best í heim- inum. Bitur reynsla okkar síð- astliðin ár hefur kennt okkur að stíga varlega til jarðar þegar sérfræðing- ar koma fram á sjónarsviðið með Excel-skjölin og reyna að sannfæra okkur um auðfenginn gróða. Áætl- aður stofnkostnaður við lagningu sæstrengs er þrjú til fimm hundr- uð milljarðar. Raforkusala upp á eitt þúsund MW hljómar ekki flókið reikningsdæmi, og ætti að vera auð- velt að slá tölurnar inn í Excel. Hætt- an er hins vegar sú að auðvelt er að slá inn tölur í reikningsformúlu sem gefa ákjósanlega niðurstöðu! Til að átta sig á umfanginu á þús- und MW, þá má geta þess að upp- sett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW, og samanlagt uppsett afl allra raforkuvera á Íslandi er 2.700 MW. Það er því augljóst mál að slík teng- ing við raforkumarkað Evrópu mun auka verulega þrýsting á fleiri virkj- anir hér á landi. Við þurf- um því að gera það upp við okkur hvort við ætlum að fara út í stórfelldar virkj- unarframkvæmdir til að byggja upp iðnað í Evrópu með tilheyrandi línulögn- um um sveitir landsins. Allt tal um sæstreng upp á 500 milljarða til þess eins að flytja út afgangsorku í kerf- inu upp á 150 MW er því blekking ein. Forgangsmál Í nýlegri skýrslu sem iðnaðarráð- herra lagði fram á Alþingi segir orð- rétt: „Augljóst má telja að raforkuverð til heimila og smærri fyrirtækja mun hækka og þar af leiðandi muni draga úr afkomumöguleikum sprota- fyrirtækja og annarra fyrirtækja, svo sem örfyrirtækja í smærri byggðum.“ Frá sjónarhóli græna hagkerfis- ins virðist einnig liggja beinna við að sú orka, sem annars væri seld úr landi, væri þess í stað nýtt til að gera Ísland óháðara innflutningi eldsneyt- is. Þar með væri hugmyndin komin í andstöðu við áherslur græns hag- kerfis um uppbyggingu grænna starfa innanlands, auk þess sem nýting raforku til fjölþættrar fram- leiðslu innanlands hefur fljótt á litið burði til að skapa meiri arð fyrir þjóðarbúið en útflutningur sömu orku til nýtingar erlendis. Eftir lestur skýrslunnar tel ég það forgangsmál að verja strax fjár- munum í að klára að rafvæða Ísland, leggja þriggja fasa rafmagn í dreif- býli landsins, og gera bændum og smærri fyrirtækjum kost á því að tæknivæða sinn eigin atvinnurekst- ur, sem mun auka nýtingu á öðrum auðlindum landsins. Mikil vakning hefur orðið í full- vinnslu á sjávarafla og rafvæðingu í loðnubræðslum landsins sem eru að skipta úr olíu yfir í rafmagn. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að rjúka í að flytja út rafmagn, í stað þess að nýta það til verðmæta- sköpunar hér heima. Sum sveitarfélög hafa sett það í sína auðlindastefnu að nýta skuli ákveðið hlutfall af nýtanlegri orku í viðkomandi sveitarfélögum til upp- byggingar í heimabyggð. Við alþing- ismenn ættum að taka þau til fyrir- myndar og hugsa þannig á landsvísu. Evrópusamband um sæstreng ORKUMÁL Páll J. Pálsson alþingismaður Þeir sem staðið hafa á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum í tólf gömlum vindstigum að suðaust- an vita að það þýðir ekki að tala við fólk beint upp í þannig bálviðri. Orðin feykjast bara aftur fyrir mann. Núna vona ég að það sé lag til að segja þó ekki væri nema þetta: Það er ekki verið að leggja niður Rás 1. Það er ekki verið að rífa hana á hol. Það er ekki verið að slökkva á menn- ingarvitanum. Það er heldur ekki verið að breyta megin- stofni Rásar 1; inntaki hennar né eðli. Dagskrárstefna henn- ar, hlutverk, upplegg og inni- hald verður áfram hið sama. Áfram verða flutt útvarps- leikrit. Áfram verða lesnar útvarpssögur. Áfram verða flutt ljóð. Áfram verður útvarp- að frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Áfram verður fjallað um menningar- og sam- félagsmál í vönduðum þáttum. Áfram verður flutt tónlist af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Áfram verða tíndar upp úr gullkistu Rásar 1 gersemar frá liðnum tíma til að tengja saman nútíð og fortíð. Áfram verða líka fluttar dán- arfregnir og upplýsingar um jarðarfarir. Og tilkynningar um félagsvist á Hólmavík og Rauf- arhöfn. Og jólakveðjur. Í stuttu máli: Rás 1 heldur áfram að vera Íslendingum að inntaki allt það sem hún hefur verið þeim í 83 ár. Hún verð- ur hins vegar að laga sig að minni fjárráðum, búa sér ódýr- ari umgjörð og spjara sig með færra starfsfólki en áður. Eins og allir aðrir þættir í starfsemi Ríkisútvarpsins. Rás 1 RÍKISÚTVARPIÐ Páll Magnússon útvarpsstjóri Vigdís Hauksdóttir notaði orðið „rangsannindi“ í umræðum á Alþingi um daginn. Væntanlega hefur slegið saman hjá henni saman orðunum „ósannindi“ og „rangfærslur“ og hún mismælt sig svona skemmtilega, eins og vill henda hjá fólki í líflegum tjá- skiptum. Þetta er vissulega arg- asta þversögn – hvernig geta sann- indi verið röng? En samt sem áður – eða kannski einmitt þess vegna – finnst manni þetta skringilega orð einmitt tjá vel ástandið um þessar mundir. Rangsannindi I Mjólkursamsalan notar írskt smjör í alíslenska framleiðslu sína. Höfuðforsenda þess að okkur neyt- endum er gert að kaupa íslenskar mjólkurvörur er raunar sú meinta hætta sem sögð er stafa af inn- fluttum landbúnaðarafurðum. Okkur er talin trú um að í húfi sé heill og hamingja íslensku kýr- innar og allir hennar margbrotnu magar – og gott ef við fáum ekki öll hreinlega gin- og klaufaveiki ef við leggjum okkur útlenskan mat til munns. Spornað er við þessari vá með ofurtollum, væntanlega sam- kvæmt þeirri frumlegu hugmynd að sýkingarhættan fari minnkandi með hækkandi verði. Sýkingarhætt- an virðist einnig bundin við vöru- merkið. Hún hverfur ef varning- urinn er merktur MS eða íslensku kjúklingabúi, en eins og kunnugt er hafa útlenskir kjúklingar verið hér á boðstólum sem íslenskir væru. „Bara ef lúsin íslensk er / er þér bitið sómi“, orti Hannes Hafstein. Rangsannindi kynni annar að segja: sú staðreynd að sjúkdómavarnir eru nauðsynlegar er notuð til að draga taum innlendra matvælaframleið- enda sem ekki hafa síður orðið upp- vísir að því að bjóða upp á sýkta vöru og fara illa með sitt búfé. Tals- maður íslensks landbúnaðar, Guðni Ágústsson, svaraði fyrir þessi mál í fréttum ríkisútvarpsins og var að vanda ljóðrænn og skemmtilegur: „Við elskum íslenska smjörið, það er gult …“ sagði hann og þar með var málið útrætt. Sjálfur verð ég að gera þá játningu að ég elska íslenskt smjör ekki baun – hata það ekki heldur – á ekki í neins konar tilfinn- ingalegu sambandi við það en vildi gjarnan fá að kaupa svolítið ódýr- ari mat en gefst hér í landi einok- unarrisanna sem mata mig daglega á rangsannindum. Rangsannindi 2 IPA-málið hans Gunnars Braga er af svipuðum toga. Þar er allt svo öfugsnúið að það hvarflar að manni að lesa skammstöfunina afturábak. Þetta eru styrkir Evr- ópusambandsins til ríkja sem eru í aðildarviðræðum við sambandið, til að hjálpa ríkjunum við að inn- leiða kostnaðarsamar umbætur á þjóðþrifasviðum á borð við mat- vælaeftirlit, náttúrufarsrannsókn- ir, menntamál og fleira, þar sem ESB heldur uppi merkinu og er til marks um margvíslegan ávinning sem myndi verða af aðild. Þeir sem andvígir eru fullri aðild að ESB, en vilja hornrekur vera, í svokölluðu EES-samstarfi, hafa nú fengið því framgengt, að aðildarviðræðum sem stóðu í tíð síðustu ríkisstjórnar hefur verið hætt. Samninganefndin íslenska hefur verið leyst upp, og þeim samningamönnum evrópskum sem haft hafa fyrir því að setja sig inn í íslensk sérmál gert ljóst að Íslend- ingar líti til annarra átta. Sjálfur notaði Gunnar Bragi margsinnis þau orð um IPA-styrkina, að þeir væri glerperlur og eldvatn, og sótti þá líkingu til Ögmundar Jónasson- ar, þar sem hann reis lægst í sínum málflutningi; með öðrum orðum, einskis nýtt glingur til þess að slá ryki í augun á ölóðum nátt- úrubörnum. Þegar ný ríkisstjórn Íslands hefur margítrekað að þess- um aðildarviðræðum sé hætt og að ekki sé ætlunin að standa við kosningaloforð um þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald viðræðn- anna, eru eðlileg viðbrögð hjá ESB að draga til baka þessa IPA-styrki svo að hægt sé að nota féð þar sem þess er þörf, í samræmi við góða stjórnsýslu. Þá bregður svo við að glerperlurnar og eldvatnið er orðið að brýnum nauðsynjum og Gunn- ar Bragi lætur eins og hafið sé nýtt Icesave-mál þar sem Íslend- ingar séu enn sviknir, forsmáðir og sniðgengnir af óvinaríkjum. Hann heldur því fram að þó að aðildarviðræðum hafi verið hætt og samninganefndin leyst upp þá séu Íslendingar enn í formlegu umsóknarferli og þeim beri því að fá péééninginn. Rangsannindi. Rangsannindi 3 Fjárlaganefnd barst á dögunum minnisblað frá Fjármála- og efna- hagsráðuneyti. Þar segir í byrjun að fjármála- og efnahagsráðherra fari þess á leit „fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar“ að við 2. umræðu fjárlaga verði gerðar tilteknar breytingar á fjárlagafrumvarp- inu. Þar segir í lið 09: „Hámarks- barnabætur lækki um 3% vegna forgangsröðunar fjármuna til heil- brigðismála“ og í næsta lið fyrir neðan eru sambærileg tilmæli frá ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar um 7% lækkun vaxtabóta. Í kjölfarið talaði téð Vigdís Hauks- dóttir í fjölmiðlum um yfirvofandi lækkun barnabóta, sagði að vinstri menn vildu gera fólk háð bótum og vitnaði í Margréti Thatcher um að sósíalismi væri að eyða peningum annarra. Þessi áform vöktu mik- inn úlfaþyt, svo sem vænta má. En þegar Helgi Hjörvar spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra út í þetta brást hann ókvæða við – sagði þetta tilhæfu- lausar getgátur og ekki stæði til að lækka barnabæturnar. Af bréfi fjármálaráðuneytisins má hins vegar ráða að ríkisstjórnin hugðist lækka barnabætur og Sigmundur Davíð sagði ósatt þegar hann neit- aði því í svari sínu til Alþingis að það hefði staðið til. Eða fór að minnsta kosti með rangsannindi. Rangsannindi Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Af bréfi fjármála- ráðuneytisins má hins vegar ráða að ríkisstjórnin hugðist lækka barnabætur og Sigmundur Davíð sagði ósatt þegar hann neitaði því í svari sínu. ➜ Rás 1 heldur áfram að vera Íslendingum að inntaki allt það sem hún hefur verið þeim í 83 ár. Hún verður hins vegar að laga sig að minni fjárráðum, búa sér ódýrari umgjörð og ➜ Bitur reynsla okkar síð- astliðin ár hefur kennt okkur að stíga varlega til jarðar spjara sig með færra starfs- fólki en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.