Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 24
FÓLK|JÓLIN Konur koma til mín eftir að hafa prófað allt mögulegt og ég finn út með þeim hvað hentar þeirra sérstaka líkama, hjálpa þeim að léttast og finna þyngd sem líkama þeirra líður vel í,“ segir Júlía sem af ástríðu og áhuga gerðist heilsumarkþjálfi við nám í næringarfræðiskólanum Integrative Nutrition. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi verða heilsumarkþjálfi en en eitt leiddi af öðru og einn daginn spurði vinkona mín: „Vilt þú vera heilsuþjálfinn minn?“ Ég svaraði því játandi, ákvað að prófa og þegar vinkonan fór fram úr væntingum sínum með þyngdartap, orku og vellíðan ákvað ég að halda áfram,“ útskýrir Júlía sem í starfi sínu nýtur þess að hjálpa konum við að ná eðlilegu þyngdartapi, meiri orku og betra hormónajafnvægi með heilsu- markþjálfun hjá Lifðu til fulls. „Heilsumarkþjálfun er lífsstíls- breyting til frambúðar. Öll erum við misjöfn og það sem virkar fyrir einn þarf ekki endilega að virka fyrir þann næsta. Þyngdartap er stór ávinningur heilsumarkþjálfunar og betri líðan í eigin skinni. Þegar borðuð er hrein fæða og fullkomn- ari næring eykst almenn vellíðan og orka og líkaminn hættir að krefjast skyndibita og sykurs. Þessu fylgir aukið sjálfstraust, verkjaminni eða verkjalaus líkami, betra jafnvægi á líkama og sál og meiri lífsgæði,“ upplýsir Júlía sem kennir skjólstæð- ingum sínum að njóta lífs og líka sætinda með réttu fæðuvali. „Jólasmákökurnar hafa fá inni- haldsefni og því auðvelt fyrir líkam- ann að melta þær og brjóta niður. Þær eru lausar við algengar ofnæm- isvaldandi fæðutegundir eins og glúten, egg, mjólkurvörur og sykur. Margir eru með viðkvæmni eða óþol fyrir þeim án þess að vita af því og það getur valdið baráttu við auka- kílóin. Með því að velja matvæli sem eru laus við þessar fæðutegundir eykst þyngdartap í stað þess að úr verði þyngdaraukning eins og hvítt hveiti, sykur og mjólkurvörur gera flestum.“ Í smákökum Júlíu er næringar- ríkt möndlumjöl og möndlumjólk. „Möndlur eru kolvetnalágar en háar í prótíni og fitu sem styður við þyngdartap. Möndlur halda blóð- sykri líka í skefjum og gefa andox- unarefni sem styðja við hreinsun líkamans,“ segir Júlía um sannkallað heilsugóðgæti sitt. Á www.lifdutilfulls.is er hægt að skrá sig á ókeypis fjarnámskeið hjá Júlíu og fá fría rafræna uppskrifta- bók með dýrindis eftirréttum og sætindum. SÚKKULAÐIBITAKÖKUR SEM ÞÚ TRÚIR VARLA AÐ SÉU HOLLAR 1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir 1 1/4 bolli möndlumjöl 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft 1/2 tsk. salt 1/2 bolli ólífuolía 1/2 bolli hunang (má einnig nota hun- ang og agave/hlynsíróp til helminga) 1 tsk. vanilludropar 1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður hveitiáferð. Sameinið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál. Sameinið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál. Sameinið blautu blönduna í litlu skálinni við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættu við söx- uðu súkkulaði. Takið deigið með mat- skeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr þeim með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli þeirra. Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofn- inum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna. Bestar með kaldri möndlumjólk! HOLLAR OG SÆTAR JÓLAGOTT Júlía Magnúsdóttir er heilsumarkþjálfi sem veit fyrir víst að vel er hægt að njóta sætinda og vellystinga jóla með matarást og góðri samvisku. 1. Sjö til átta tíma svefn Þreytt sækjum við frekar í sætubita yfir daginn. Þá erum við einnig gjörn á að af- kasta minna þar sem hugur okkar er ekki við efnið. Sjö til átta tíma nætursvefn er lyk- ill að betra skapi, einbeitingu og jafnvægi í matarlöngun. 2.Hreyfing í tíu mínútur að morgni Kröftug öndun fyrir morgunmat gefur meiri orku yfir daginn, róar taugakerfið og kemur brennslu betur af stað. Prófaðu æfingar með kröftugri öndun í tíu mínútur og sjáðu hvernig þér líður yfir daginn. 3.Andaðu á meðan þú borðar Í jólastressi grípum við stundum næsta bita án þess að stoppa en það tekur líkamann 20 mínútur að gefa heilanum merki um að hann sé saddur! Settu því hnífapörin niður eftir fimm bita og dragðu andann á meðan þú borðar. Það bætir meltingu og upptöku næringarefna. 4. Drekktu nóg af vatni Vatn er ótrúlega mikilvægt fyrir líkamann, það bætir meltingu, skýrleika og fókus og styður við þyngdartap og flutning úrgangs- efna úr líkamanum. JÓLAHEILRÆÐI JÚLÍU Skráðu bílinn FRÍTT hjá okkur! Við SELJUM bílinn þinn! 30.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið. SÆLKERI Júlía getur varla beðið eftir jól- unum. „Jólamaturinn verður hrein kalkúna- bringa, villisveppasósa með kókosmjólk, bökuð sætkartöflustappa með pecan-hnetum, ferskt grænt salat, hrátt rauðrófusalat og epla-waldorf-salat með kasjúhneturjóma.” MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.