Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 16. desember 2013 | MENNING | 29 „Á meðan landið var bundið frost- böndum föstudaginn síðastliðinn var haldin fyrsta Skype kennslu- stund mannkynssögunnar frá jökli,“ segir Páll Ásgeir Davíðs- son, framkvæmdastjóri Vox Naturae, en nemendur í Ohio í Bandaríkjunum og Newcastle í Bretlandi áttu kennslustund með Páli Ásgeiri um mikilvægi jökla þar sem hann stóð uppi á Gíg- jökli. Nemendurnir sem sátu í kennslustofum báðum megin við Atlantshafið fengu þannig tæki- færi til að komast í tengsl við jökulinn. „Við fórum inn í íshelli, sáum beljandi jökulár, skoðuð- um hversu mikið jökullinn hafði hopað og ræddum af hverju jökl- ar skipta máli fyrir börn sem búa langt frá fjöllum og á suðlægari slóðum,“ bætir Páll við. Um er að ræða lið í undirbúningi fyrir Celebrating Glaciers-herferð Vox Naturae sem verður alþjóðleg vitundarvakning og menntunar- átak um jökla, snjó og ís. „Nemendur, kennarar og jafn- vel tæknimenn voru gagntekn- ir af því að upplifa jökulinn og af þeim skilaboðum sem jökull- inn færir um hlýnandi loftslag. Því er spáð að jöklar verði mest- megnis horfnir af Íslandi á næstu 150-200 árum ef heldur fram sem horfir,“ segir Páll Ásgeir. - ósk Kenndi frá jökli í gegnum Skype Páll Ásgeir Davíðsson stóð á Gígjökli og kenndi nemendum í Bretlandi og í Ameríku. Á GÍGJÖKLI Páll Ásgeir talaði um mikilvægi jökla í beinni útsendingu. MYND/ÚR EINKASAFNI Hið árlega jólabingó á Bravó verður haldið á miðvikudags- kvöldið klukkan 21 en þar er til mikils að vinna. Meðal vinninga eru jólabækur frá Forlaginu, hangikjöt, rauðvín, bjór, konfekt og ýmislegt annað. Mikið verður lagt upp úr jóla- legri stemningu á Bravó og verð- ur spiluð jólatónlist allt kvöldið. Bingóspjaldið kostar fimm hundruð krónur og með því fylgir ískaldur jólabjór en sérlegir bingóstjórar eru þeir eiturhressu Jóhann Alfreð og Jón Mýrdal. - lkg Jólabingó Bravó BINGÓSTJÓRI Jóhann Alfreð heldur uppi stuðinu. Poppdrottningin Beyoncé kom aðdáendum sínum rækilega á óvart á föstudaginn þegar hún gaf út nýjustu plötu sína sem heitir einfaldlega Beyoncé, öllum að óvörum. En hún var ekki eina popp- stjarnan sem gaf út tónlist á föstudaginn. Söngkonan Lorde gaf út lagið No Better ásamt myndbandi. Söngkonan Lorde hefur gert það gríðarlega gott á árinu og sló í gegn með laginu Royals. Lorde hins vegar féll í skuggann af Beyoncé, sem sagðist með sinni óvæntu útgáfu vera að „tala beint til aðdáenda sinna“. Þrátt fyrir allt er lagið No Better að gera góða hluti á vin- sældalistum vestanhafs, en hefði án efa fengið að tróna þar á toppnum hefði ekki verið fyrir óvænt útspil Beyoncé. - ósk Lorde í skugga Beyoncé LORDES Söngkonan unga hefur átt mikilli velgengni að fagna á árinu. AFP/NORDICPHOTOS ➜ Nemendur, kennarar og jafnvel tæknimenn voru gagn- teknir af því að upplifa jökulinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.