Fréttablaðið - 16.12.2013, Side 45

Fréttablaðið - 16.12.2013, Side 45
MÁNUDAGUR 16. desember 2013 | MENNING | 29 „Á meðan landið var bundið frost- böndum föstudaginn síðastliðinn var haldin fyrsta Skype kennslu- stund mannkynssögunnar frá jökli,“ segir Páll Ásgeir Davíðs- son, framkvæmdastjóri Vox Naturae, en nemendur í Ohio í Bandaríkjunum og Newcastle í Bretlandi áttu kennslustund með Páli Ásgeiri um mikilvægi jökla þar sem hann stóð uppi á Gíg- jökli. Nemendurnir sem sátu í kennslustofum báðum megin við Atlantshafið fengu þannig tæki- færi til að komast í tengsl við jökulinn. „Við fórum inn í íshelli, sáum beljandi jökulár, skoðuð- um hversu mikið jökullinn hafði hopað og ræddum af hverju jökl- ar skipta máli fyrir börn sem búa langt frá fjöllum og á suðlægari slóðum,“ bætir Páll við. Um er að ræða lið í undirbúningi fyrir Celebrating Glaciers-herferð Vox Naturae sem verður alþjóðleg vitundarvakning og menntunar- átak um jökla, snjó og ís. „Nemendur, kennarar og jafn- vel tæknimenn voru gagntekn- ir af því að upplifa jökulinn og af þeim skilaboðum sem jökull- inn færir um hlýnandi loftslag. Því er spáð að jöklar verði mest- megnis horfnir af Íslandi á næstu 150-200 árum ef heldur fram sem horfir,“ segir Páll Ásgeir. - ósk Kenndi frá jökli í gegnum Skype Páll Ásgeir Davíðsson stóð á Gígjökli og kenndi nemendum í Bretlandi og í Ameríku. Á GÍGJÖKLI Páll Ásgeir talaði um mikilvægi jökla í beinni útsendingu. MYND/ÚR EINKASAFNI Hið árlega jólabingó á Bravó verður haldið á miðvikudags- kvöldið klukkan 21 en þar er til mikils að vinna. Meðal vinninga eru jólabækur frá Forlaginu, hangikjöt, rauðvín, bjór, konfekt og ýmislegt annað. Mikið verður lagt upp úr jóla- legri stemningu á Bravó og verð- ur spiluð jólatónlist allt kvöldið. Bingóspjaldið kostar fimm hundruð krónur og með því fylgir ískaldur jólabjór en sérlegir bingóstjórar eru þeir eiturhressu Jóhann Alfreð og Jón Mýrdal. - lkg Jólabingó Bravó BINGÓSTJÓRI Jóhann Alfreð heldur uppi stuðinu. Poppdrottningin Beyoncé kom aðdáendum sínum rækilega á óvart á föstudaginn þegar hún gaf út nýjustu plötu sína sem heitir einfaldlega Beyoncé, öllum að óvörum. En hún var ekki eina popp- stjarnan sem gaf út tónlist á föstudaginn. Söngkonan Lorde gaf út lagið No Better ásamt myndbandi. Söngkonan Lorde hefur gert það gríðarlega gott á árinu og sló í gegn með laginu Royals. Lorde hins vegar féll í skuggann af Beyoncé, sem sagðist með sinni óvæntu útgáfu vera að „tala beint til aðdáenda sinna“. Þrátt fyrir allt er lagið No Better að gera góða hluti á vin- sældalistum vestanhafs, en hefði án efa fengið að tróna þar á toppnum hefði ekki verið fyrir óvænt útspil Beyoncé. - ósk Lorde í skugga Beyoncé LORDES Söngkonan unga hefur átt mikilli velgengni að fagna á árinu. AFP/NORDICPHOTOS ➜ Nemendur, kennarar og jafnvel tæknimenn voru gagn- teknir af því að upplifa jökulinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.