Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 6
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 KJARAMÁL Laun forstjóra Íbúða- lánasjóðs hækka um rúmlega 79 þúsund krónur á mánuði, eða um 7,2 prósent, í kjölfar nýlegrar ákvörðunar kjararáðs. Laun forstjórans voru rúmlega 982 þúsund krónur á mánuði frá árinu 2010 þar til kjararáð ákvað um mitt ár 2012 að hækka þau um 110 þúsund krónur, í 1.092 þúsund krónur á mánuði. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, taldi þessa hækk- un ekki endurspegla auknar kröfur sem gerðar voru til for- stjóra sjóðsins. Hann sendi kjara- ráði bréf skömmu eftir að laun hans voru hækkuð um mitt ár 2012 og fór fram á að launin yrðu endur skoðuð. Sigurður bent i meða l annars á að nú hafi verið lög- festar kröfur um forstjóri skuli vera fjár- hagslega sjálf- stæður, hafa lokið háskólaprófi auk þess sem forstjórinn þurfi að standast hæfis mat Fjármálaeftirlitsins. Í bréfinu segir Sigurður að ekki standist að laun forstjórans miðist við launakjör framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna eða forstjóra Byggðastofnunar. Kjararáð tekur í úrskurði sínum að nokkru undir þetta með for- stjóranum. Ákveðið var að hækka laun hans í 1.171 þúsund krónur á mánuði, og hafa þau því hækkað um 189 þúsund krónur, 19,3 prósent, frá árinu 2010. Í umsögn stjórnar Íbúðalána- sjóðs er tekið undir kröfur for- stjórans. Í umsögn velferðarráðu- neytisins er því hins vegar hafnað að auknar kröfur leiði til aukins álags á forstjórann, og þar með því að hækka þurfi laun Sigurðar umfram það sem þegar hafi verið gert. - bj Forstjóri Íbúðalánasjóðs fór fram á launahækkun vegna aukinna krafna: Launin hækka um 79 þúsund SIGURÐUR ERLINGSSON 1. Hvað gáfu Salmann Tamimi og eiginkona hans Mæðrastyrksnefnd mörg kíló af kjöti? 2. Hver var valin besta skyttan í Olís- deild kvenna í handbolta? 3. Hversu mörg stjórnarfrumvörp bíða afgreiðslu Alþingis? SVÖR ÚKRAÍNA, AP Mikil ánægja er á meðal leiðtoga í Úkraínu um fjár- hagsaðstoð Rússa og segja þeir hana tryggja fjárhagslegan stöðug- leika í landinu. Gagnrýnendur segja að samningurinn muni auka á efna- hagsvandræði Úkraínu og gera landið háðara Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að kaupa úkraínsk skuldabréf fyrir 15 milljarða dala og lækka verð á gasi til að draga úr pólitískum þrýstingi á Viktor Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Janúkóvitsj barðist fyrir fjár- hagsaðstoð frá Rússum og Evr- ópusambandinu. Eftir að hann ákvað að halla sér að Rússum í stað þess að undir rita samstarfssamn- ing við Evrópusambandið urðu mikil mótmæli í Úkraínu og meðal annars hefur hópur fólks dvalið á Frelsistorginu í Kænugarði, höfuð- borg Úkraínu, allan sólarhringinn og haft þar uppi mótmæli. Krefjast þeir afsagnar bæði Janúkóvitsj og forsætisráðherrans, Míkóla Asarov, og vilja kosningar á næsta ári. Asarov telur að samningur- inn við Rússa muni auka sjálfs- traust almennings og koma með meiri stöðugleika inn í líf fólks. Aftur á móti telur hann að samn- ingur við Evrópusambandið hefði tryggt Úkraínumönnum „nýársgjöf með gjaldþrotum og félagslegri hnignun“. - fb Ráðamenn í Úkraínu eru mjög ánægðir með fjárhagsaðstoð Rússlands við landið: Segja að samningurinn tryggi stöðugleika VIKTOR JANÚKOVITS ENN ER MÓTMÆLT Fylgjendur samn- inga við Evrópusambandið syngja þjóð- sönginn í Kænugarði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP1. 140 kíló 2. Marija Gedroit, Haukum 3. 52 stjórnarfrumvörp. STJÓRNMÁL Samkomulag náðist milli ríkisstjórnar og stjórnarand- stöðu á Alþingi seint á þriðjudag um afgreiðslu mála á Alþingi fyrir jólafrí. Samkvæmt samkomulaginu fá atvinnulausir greidda desember- uppbót, fallið er frá komugjöldum á spítala og framlag til rannsókna- sjóða hækkað um alls 50 milljónir. Fallið verður frá þaki á endur- greiðslur vegna nýsköpunarverk- efna og þá verð- ur samráðsnefnd um veiðigjöld falið að fjalla um álagningu gjalds á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu. Miðað er við að hægt verði að taka upp slíkt gjald strax á næsta ári en meðal annars er verið að horfa til makríls í þessu samhengi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði þessu samkomulagi í gær og sagði að stjórnarandstöðunni hefði tekist að gera vont fjárlagafrumvarp aðeins betra. „Vont fjárlagafrum- varp með vitlausa forgangsröðun hefur aðeins skánað. Okkur hefur tekist að vinda ofan af ýmsum af þeim verstu þáttum sem birtust í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar,“ segir Árni. Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það sem skiptir mestu máli er að þarna hafa verið gerðar ákveðnar umbæt- ur en þar með er ekki sagt að við munum styðja allt frumvarpið,“ segir Katrín. Breytingarnar munu hafa nei- kvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs á næst ári. Vigdís Hauksdóttir, for- maður fjárlagnefndar, segir að ennþá sé þó stefnt að því að ríkis- sjóður skili afgangi. Greiðsla des- emberuppbótar kostar um 240 milljónir króna en hún er fjár- mögnuð með því að færa fjármuni frá Virk Starfsendurhæfingar- sjóði yfir til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Er það í samræmi við tillögur Alþýðusambandsins og BSRB. Eygló Harðardóttir félags- málaráðherra fagnaði þessari niður stöðu í gær en fyrr í þessum mánuði bað hún þingheim um að tryggja fjármuni svo hægt væri að greiða út desemberuppbót. Óskert nemur uppbótin rúmum 51 þúsund krónum en verður aldrei lægri en 13 þúsund krónur. hsk@frettabladid.is FRÁ ATKVÆÐAGREIÐSLU UM FJÁRLÖGIN Í GÆR Greiðsla desemberuppbótar til atvinnulausra kostar um 240 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Vont fjár- lagafrumvarp með vitlausa forgangsröðun hefur aðeins skánað. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar VEISTU SVARIÐ? Jólatilboð Save the Children á Íslandi Fara í jólafrí í síð- asta lagi á laugardag Atvinnulausir fá desemberuppbót og fallið er frá komugjöldum á spítala sam- kvæmt samkomulagi forystumanna allra flokka á Alþingi um þinglok. Gert ráð fyrir því að Alþingi ljúki störfum og fari í jólafrí í síðasta lagi á laugardag. ■ Desemberuppbót fyrir atvinnulausa. ■ Aukið framlag í Rannsóknasjóð upp á 50 milljónir króna. ■ Aukið framlag í Myndlistarsjóð og Hönnunarsjóð. ■ Gjald á nýjar fisktegundir við Ísland tekið til skoðunar. ■ Fallið frá komugjöldum á spítölum. ■ Fallið frá þaki á endurgreiðslur vegna nýsköpunarverkefna. HELSTU BREYTINGAR AFGREIDDAR Í SÁTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.