Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 10

Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 10
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 FÓLK „Það á engin heima í Konukoti en þrátt fyrir það viljum við hafa andrúmsloftið heimilislegt.Hér umgöngumst við alla af virðingu,“ segir Kristín Helga Guðmundsdótt- ir, verkefnisstýra hjá Rauða kross- inum í Reykjavík. Það er hlýlegt um að litast í Konukoti. Búið að gera jóla- hreingerninguna, skreyta og baka. Bara eftir að setja upp jólatréð, svo er nánast allt klárt. Á aðfangadag kemur matreiðslu- maður og eldar hamborgarhrygg og í eftirrétt er heimagerður ís. Enn er ekki ljóst hvað verður í for- rétt, hin síðari ár hefur einhver gjafmildur birst, með forréttinn. Eitt sinn kom maður færandi hendi með graflax, árið eftir birtist flugmaður á tröppunum á aðfanga- dag með fínar kæfur og ýmislegt annað góðgæti. Hver forrétturinn verður í ár á eftir að koma í ljós, það fer eftir gefandanum. Á jóla- dag fá svo konurnar í Konukoti hangikjöt. „Nú erum við að ljúka við að pakka inn jólagjöfum. Allar konur sem hér eru á aðfangadagskvöld fá nýútgefna bók, konfekt og ein- hverja nýja flík svo enginn fari í jólaköttinn. Svo slæðist eitthvað fleira með, til dæmis snyrtivörur eða eitthvað sem kemur konunum að gagni. Við merkjum pakkana hins vegar ekki fyrr en á aðfanga- dag þegar við vitum hvaða konur verða hjá okkur,“ segir Kristín. Jólahaldið í Konukoti er með hefðbundnum hætti. Það er hlustað á jólamessuna í útvarpinu, borðað og pakkarnir teknir upp. Konukot er neyðarathvarf fyrir konur og þar eru rúm fyrir átta. Þar er opið frá fimm á daginn en konurnar verða að vera farnar út fyrir klukkan ellefu á morgnana. Engum er vísað frá þótt búið sé að fylla í öll rúm heldur er fundið pláss, Konukot er einn af þessum stöðum þar sem alltaf er pláss. Það er Rauði krossinn í Reykja- vík sem rekur staðinn með styrk frá Reykjavíkurborg. Innanstokks- munir og flest annað er annaðhvort keypt fyrir gjafafé eða hefur verið gefið af einstaklingum og fyrir- tækjum. Hjálpræðisherinn rekur Dag- setrið á Eyjaslóð. Þar er athvarf fyrir þá sem eru heimilislausir og glíma við vímuefna- og áfengis- vanda. Þar er opið alla daga á milli klukkan tíu og fimm. Það er búið að skreyta á Eyja- slóðinni og menn í óðaönn að undir- búa jólin. Þar er hlýlegur setkrók- ur, matsalur, herbergi þar sem þrjár konur geta lagt sig og annað herbergi fyrir karla. Ef fleiri vilja leggja sig yfir daginn en pláss er fyrir í herbergjunum geta þeir fleygt sér upp í sófa og dormað þar. Gestirnir geta farið í sturtu og þvegið föt sín og þeir fá heitan mat í hádeginu og miðdegiskaffi. Vilji menn vinna þá geta þeir fengið að taka að sér ýmis störf og fá greitt fyrir. Í kjallaranum er til að mynda verið að gera við og pússa upp gömul húsgögn, á efri hæðinni er verið að flokka föt svo eitthvað sé nefnt. Líkt og í Konukoti eru innan- stokksmunir gjafir frá einstakling- um og fyrirtækjum auk þess sem Hjálpræðisherinn leggur heim- ilinu til fjármuni og borgin styrk- ir starfsemina. Rannvá Olsen hjá Hjálpræðis- hernum ræður ríkjum á Dag- setrinu. „Það verður opið um jólin hjá okkur eins og aðra daga. Hingað koma sjálfboðaliðar og hjálpa til. Hér verður bakað og búið til kakó. Líkt og aðrir gerum við okkur dagamun í mat og drykk. Hér verður bæði boðið upp á hangikjöt og steikur um hátíðarnar. Og allir sem hingað koma fá jólagjafir,“ segir Rannvá. Rannvá segir að margir vilji leggja hönd á plóg. Hún segir þó að það sem heimilið vanti helst séu peningar. „Það er ýmislegt sem okkur vantar, til dæmis háf í eldhúsið og góða kæli- og frysti- skápa,“ segir hún. johanna@frettabladid.is Búið að baka og skreyta fyrir jólin Margir leggja hönd á plóg til að gera jólin sem hátíðlegust fyrir þá sem eru heim- ilislausir. Jólagjafir berast frá einstaklingum og fyrirtækjum. Í Konukoti og á Dagsetrinu við Eyjaslóð svífur yfir jólaandi. Starfsmenn og gestir hlakkar til. JÓLA GJAFIRNAR BÍÐA Kristín Helga Guðmundsdóttir hj á Konukoti segir að allar konur sem eru þar um jólin fái bók, konfekt og fatnað. Gestir Konukots geta gengið að hreinu rúmi, kvöldmat og morgunverði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Í DAGSETRINU Þessir karlar dormuðu í Dagsetrinu á Eyjaslóð. Þeir sögðust flestir fá inni í gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Ef fullt er þar leita þeir á náðir lögreglu eða fara á Umferðarmiðstöðina. Þar væri hins vegar kalt. Rannvá Olsen hjá Dagsetrinu segir að margir vilji gefa þeim sem lítið hafa. Heimilið vanti þó einna helst peninga til að geta keypt stóran kæli- og frystiskáp. „Ég kem í Dagsetrið daglega því ég á engan samastað eftir að ég féll. Ég var búin að vera um tíma í Krýsuvík en féll í bæjarleyfi. Á nóttunni er ég í Konukoti,“ segir Anna Kristinsdóttir. „Það er yndislegt að vera í Konukoti. Eini gallinn er að maður þarf að vakna á morgnana og fara út. Þá koma borgar- verðirnir til aðstoðar og keyra mann í Dagsetrið. Það er þvílíkur munur að fá far út á Eyjaslóð í staðinn fyrir að þurfa að ganga eða koma sér á einhvern annan hátt.“ Anna á fjögur börn og sex barnabörn. „Mig langar að vera hjá börnunum mínum um jólin en ég veit ekki hvort þau geta eða vilja hafa mig. Ef ég ætti eina ósk þá er hún sú að vera hjá þeim. Annars verð ég í Konukoti.“ ➜ Langar að vera hjá börnunum ANNA KRISTINSDÓTTIR „Það er gott að vera í Konukoti, gallinn er bara að þurfa að fara út á morgnana og fá ekki að vera yfir daginn. Ég myndi vilja fá að sofa út á morgnana, það getur verið erfitt að vakna snemma yfir háveturinn,“ segir Bergþóra Guðmundsdóttir. „Ég var í Krýsuvík og féll þegar ég fór í bæinn. Þá fór ég að koma hingað og er hér flesta daga. Stundum liggur maður bara fyrir allan daginn og reynir að sofa til að láta tímann líða. Það er alger lúxus að hafa sérherbergi fyrir konur hérna í Dagsetrinu. Það er sérstaklega gott þá daga sem kvíðinn læðist að manni. Ég veit ekki hvar ég ætla að vera um jólin. Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur,“ segir Bergþóra. ➜ Veit ekki hvar ég verð um jól BERGÞÓRA GUÐ- MUNDSDÓTTIR 2. prentun komin Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Byggt á Mindfulness-based Cognitive Therapy sem tvinnar saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. NÝ NÁMSKEIÐ! Innifalið 1 vika ókeypisaðgangur í alla opnatíma Nordica Spa,gufu og heita potta Námskeiðið er í 8 vikur á Hilton Reykjavík Nordica 15. og 28. janúar frá kl. 17.30 til 19.15 Innifalið er geisladiskur með æfingum og handbók Skráning hjá Nordica Spa í síma 444 5090 og á www.nordicaspa.is Leiðbeinendur verða sálfræðingarnir Guðbjörg Daníelsdóttir, Herdís Finnbogadóttir og Margrét Bárðardóttir. Verð: 49.000 kr. Meðlimir Nordica Spa fá 10% afslátt Gefðu nærandi jólagjöf Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.