Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 16
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Ronnie Biggs, einn af alræmdustu glæpamönnum í sögu Bretlands, lést í gær 85 ára að aldri. Biggs var einn af ræningjunum í lestarráninu mikla árið 1963 og öðlaðist frægð fyrir að brjótast út úr fangelsi og vera í hálfan fjórða áratug á flótta undan réttvísinni. Biggs var þó lítið annað en smákrimmi sem þvældist af tilviljun inn í hópinn sem rændi 2,6 milljónum punda úr póstlest sem var á leið frá Glasgow til Lundúna. Alla sína tíð gekkst Biggs upp í ímynd sinni sem eins konar alþýðuhetja og eftir að ránsfengurinn var uppurinn hafði hann meðal annars tekjur af því að bjóða ferða- mönnum heim til sín og segja þeim sögu sína. Undir lokin sá Biggs ekki eftir neinu og var stoltur af þátttöku sinni í ráninu. „Pabbi sagðist alltaf hafa trú á því að eitthvað yrði úr mér og á einhvern hátt held ég að ég hafi náð því. Ég varð að minnsta kosti alræmdur.“ Hinn alræmdi Ronnie Biggs allur Ronnie Biggs eyddi 35 árum á flótta undan réttvísinni fyrir þátttöku sína í lestarráninu mikla árið 1963. Hann fékk um síðir nóg af flótta- mannalífinu og flutti heim til Bretlands árið 2001. Hann upplifði sig sem alþýðuhetju og var giska sáttur við arfleifð sína þegar yfir lauk. Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ENA MICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og kynntu þér ENA 1 eða ENA 9 OneTouch með Aroma+ og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Ofb eldisverkum haldið áfram í Suður-Súdan Í FLÓTTAMANNABÚÐUM SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Í JUBA Upplýsingaráðherra Suður-Súdans segir að 500 manns hið minnsta, að megninu til hermenn, hafi látið lífið í átökum sem hófust í kjölfar þess sem stjórnvöld nefna tilraun til valdaráns á sunnu- dag. Micheal Makuei Lueth sagði við fréttamann frá fréttaveitu AP að sumir hafi verið drepnir á víðavangi í grennd við Juba og vitnaði þar í skýrslu varnarmálaráðuneytisins. Þá eru allt að 700 manns sagðir sárir eftir átökin. Hóparnir sem takast einna helst á eru hermenn hliðhollir Salva Kiir forseta og hermenn sem fylgja Riek Machar, fyrrverandi varaforseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1949 Biggs kemst fyrst í klandur þegar hann er rekinn úr flughernum með skömm, tvítugur að aldri, fyrir liðhlaup, eftir að hann var staðinn að innbroti í apótek. Stuttu síðar hlaut hann fangelsisdóm fyrir bílþjófnað. Eftir að hann losnaði var hann handtekinn fyrir tilraun til að ræna veðmangsbúllu og var fleygt aftur í steininn þar sem hann kynntist Bruce Reynolds sem átti eftir að verða af- drifaríkt. 1963 Eftir að hafa reynt að halda sig á beinu brautinni, stofnað fjölskyldu og eignast tvo syni, tók hann tilboði Reynolds um að taka þátt í því að ræna lest. Ránið var framið í ágúst það ár þar sem Biggs og Reynolds ásamt þrettán öðrum mönnum rændu póstlest sem var á leið frá Glasgow til Lundúna. Ræningjarnir komust á brott með 2,6 millj- ónir punda, sem að núvirði gæti jafngilt meira en átta milljörðum íslenskra króna. Flestir ræningjarnir náðust innan tíðar. Reynolds sjálfur slapp til Mexíkó og náðist ekki fyrr en árið 1968 eftir að hann sneri aftur til Bretlands. Biggs var handtekinn 4. september og hlaut 30 ára dóm líkt og flestir hinir ræningjarnir. 1970 Biggs kemst sjóleiðis til Brasilíu, sem var ekki með fram- sals- samn- ing við Bret- land. Þar sér hann sér farboða með því að bjóða ferðamönnum upp á að hlýða á hann segja söguna af hans þætti í lestarráninu mikla. Auk þess seldi hann ýmsan varning, til dæmis boli og kaffibolla, tengdan nafni sínu. 1978 Biggs tekur upp lagið No One Is Innocent með pönksveitinni Sex Pistols. 1980 Biggs syngur tvö lög í myndinni The Great Rock ´N´Roll Swindle, sem segir sögu Sex Pistols. 1981 Hópur breskra manna nemur Biggs á brott frá Brasilíu. Þeir ætluðu að koma honum heim til Bretlands og fá verðlaun fyrir. Bátur þeirra bilar hins vegar við Barbadoseyjar og Biggs er flogið aftur til Brasilíu. 1991 Biggs syngur inn á tvö lög með þýsku pönksveitinni Die Toten Hosen. Tveimur árum síðar endurtekur hann leikinn með argentínskri sveit að nafni Pilsen. 1994 Biggs gefur út sjálfs- ævisögu sína, Odd Man Out. 2001 Eftir að heilsu hans hafði hrakað mikið lýsir Biggs því yfir í við- tali við götublaðið The Sun að hann vilji gjarna snúa aftur til Bretlands, sem hann og gerði síðar sama ár. 2013 Ronnie Biggs skilur við 84ra ára að aldri. 1965 Biggs sleppur úr fangelsi eftir að hafa afplánað fimmtán mánuði af dómnum. Hann var í hópi fjögurra fanga sem klifu yfir tíu metra háan vegg og flúðu á sendiferðabíl sem beið þar fyrir utan. Biggs flúði fyrst til Brussel en þaðan fór hann með konu sinni og sonum til Parísar þar sem hann gekkst undir lýtaaðgerðir til að breyta útliti sínu og fékk fölsuð skilríki. 1966 Biggs flýr til Ástralíu þar sem hann flyst milli staða í nokkur ár. 2009 Biggs er sleppt úr fangelsi af mannúðar- ástæðum þar sem hann er orðinn mjög heilsuveill. Hann gat þá hvorki gengið né talað og bjó eftir það á hjúkrunarheimili. ➜ Sá ekki eftir neinu 1949 1958 1966 1974 1982 1990 1998 2006 2013 1997 Bretland og Brasilía gera með sér framsalssamning og í framhaldinu er þess krafist að Biggs sé framseldur. Brasilía hafnar framsali og er honum því leyft að dvelja þar í landi án þess að þurfa að óttast framsal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.