Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 18

Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 18
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 BANDARÍKIN, AP Tölvuhakkarar hafa sýnt fram á að hægt er að brjótast inn í tölvukerfi nýlegra bíla þráð- laust og láta þá beygja, bremsa, drepa á sér og margt fleira án þess að ökumaður bílsins fái neitt við ráðið. Tilgangur hakkaranna er að fá bílaframleiðendur til að gæta að öryggi tölvukerfa bílanna, enda sífelt stærri hluti af virkni bílanna tengdur tölvukerfum þeirra. Í nýlegum bílum eru á bilinu tutt- ugu til sjötíu samtengdar tölvur. Þær stýra til dæmis bremsum, gír- kassa og stýri, en einnig minna mikilvægum hlutum bílsins eins og rúðum, ljósum og rúðuþurrkum. Í nýlegri skýrslu sem tveir tölvunarfræðingar gáfu út sýna þeir fram á hvernig þeir tóku yfir stjórnina á Toyota Prius og Ford Escape á ferð. Þeir fengu meðal annars styrk frá bandarískum stjórnvöldum til að rannsaka veik- leika bíla. Í skýrslunni skýra þeir eingöngu hvernig þeir brutust inn í tölvukerfin í gegnum aðgang sem bifvélavirkjar nota til að tengjast tölvukerfum bílanna, en ekki hvernig hægt er að gera árásir þráðlaust. „Því tæknivæddari sem bílarnir eru því fleiri tækifæri eru fyrir óprúttna aðila til að nýta sér það,“ segir Rich Mogull, forstjóri bandaríska öryggisfyrirtækisins Securosis. „Ef það er tölva í tæk- inu er veikleiki til staðar.“ Tölvunarfræðingar hafa sýnt fram á að hægt er að hakka tölvu- kerfi bíla á ferð, og taka yfir stjórn mikilvægra kerfa í bílnum. „Við hefðum getað aftengt bremsurnar. Við hefðum getað drepið á vélinni. Við hefðum getað nauðhemlað,“ segir Stefan Savage, tölvunarfræði- prófessor við Kaliforníuháskóla. „Það er augljóst að það er hægt að nota þessa tækni til að drepa fólk,“ segir John Bumgarner, fram- kvæmdastjóri tæknideildar hjá Cyber Consequencer Unit, sem eru samtök sem vinna að netöryggi, í samtali við Reuters-fréttaveituna. Þessi veikleiki nýlegra bíla vekur bílaframleiðendum ugg, og er fjöldi starfsmanna hjá stærstu bílafram- leiðendunum að vinna að því að bæta öryggi tölvukerfa bílanna. Ekki hefur enn frést af því að tölvu árásir hafi verið gerðar á bíla af öðrum en þeim sem vinna að því að sýna fram á veikleika bílanna, og þeir telja sjálfir að tæknin sé enn sem komið er ekki á færi ann- arra en sérfræðinga sem eru til- búnir að leggja mikla vinnu í verk- efnið. brjann@frettabladid.is Geta hakkað sig inn í tölvukerfi bíla á ferð Hægt er að stýra bílum þráðlaust, aftengja bremsur eða drepa á vélum bíla með því að brjótast inn í tölvukerfi þeirra. Augljóst að hægt er að nota þetta til að drepa fólk segir sérfræðingur. Tæknin er enn sem komið er bara á færi sérfræðinga. Það er augljóst að það er hægt að nota þessa tækni til að drepa fólk. John Bumgarner hjá Cyber Consequencer Unit Á FERÐ Enn sem komið er er það aðeins á færi sérfræðinga að brjótast þráðlaust inn í tölvukerfi bíla á ferð, en framtíðarsýnin vekur bílaframleiðendum ugg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sú þekking og tækni sem þarf til að hakka sig þráðlaust inn í tölvukerfi bíla á ferð er enn sem komið er á fárra færi, og litlar líkur á því að það verði algengt á næstunni. Stefan Savage, tölvunarfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla, telur líklegra að bílaþjófar nýti sér það að tölvur stýra sífelt meiru í bílum til að auðvelda sér að brjótast inn í bílana og koma þeim í gang. Það sé ekki jafn flókið að opna bíla þráðlaust og gangsetja svo bílinn með því að hakka tölvuna í gegnum aðgang sem bifvélavirkjar nýta sér til að tengjast tölvunni. Bílaþjófar taka tæknina í sína þjónustu H U G V E K J A S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Gallerí i8 – Tryggvagötu Hafnarborg - Hafnarfirði Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Around Iceland – Laugavegi Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu þeirra. SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR ætla nú sem endranær flestir að borða hamborg- arhrygg á aðfangadag. Vinsældir hamborgarhryggjarins minnka þó aðeins frá því í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47,5 prósent ætla að borða hrygginn á aðfangadag nú borið saman við 52,1 prósent í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 11,7 prósent ætla að borða kalkún sem aðalrétt á aðfangadag, 10 pró- sent sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 6,8 prósent sögðust ætla að borða rjúpur, 4,9 prósent sögðust ætla að borða svína- kjöt annað en hamborgarhrygg og 19,1 prósent sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti. Kalkúnn er vinsælli á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en íbúa á landsbyggðinni. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 15,3 prósent þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu ætla að hafa kalkún sem aðalrétt á aðfangadag en einungis 6,1 pró- sent þeirra sem bjuggu á lands- byggðinni. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn sögð- ust 69 prósent borða hamborgar- hrygg á aðfangadag borið saman við 36,3 prósent þeirra sem kváð- ust styðja Bjarta framtíð. - fb MMR kannaði matarvenjurnar á aðfangadag: Flestir fá sér ham- borgarhrygg um jól TÖLVUR Vefsíða leikskólans Aðal- þings í Kópavogi, Adalthing.is, hefur legið niðri í um tíu daga vegna þess að tölvuþrjótur er búinn að hakka sig inn á hana. Guðrún Alda Harðardóttir, sem rekur leikskól- ann, heldur að þrjóturinn hafi talið að um vefsíðu Alþingis, Althingi.is, hafi verið að ræða. „Við veltum því fyrir okkur hvaða ástæðu einhver hafi til að hakka síðu einhvers lítils leik- skóla á Íslandi,“ segir Guðrún Alda, aðspurð. „Það hafa verið árásir á síðuna áður en þeim hefur aldrei tekist að tæta hana niður fyrr en núna.“ Guðrún Alda segir árásina bagalega, leik- skólakennar- ar og foreldrar finni verulega fyrir henni. „Við notum síðuna mikið sem upplýsinga- tæki. Þarna erum við með alls konar kannanir á meðal foreldra og upp- lýsingar. Margir hafa kvartað bæði innanlands og erlendis og bent okkur á að síðan liggi niðri.“ Að sögn Guðrúnar Öldu þykir mörgum erlendum gestum nafnið Aðalþing merkilegt en skólinn heitir eftir götunni þar sem hann stendur að Vatnsenda. „Við vinnum mikið með lýðræði og það er ekki leiðin- legra að heita svona fínu nafni.“ Engar deildir eru í skólanum heldur þing og yfirmenn þeirra kalla sig þingforseta. - fb Vefsíða leikskólans Aðalþings í Kópavogi hefur legið niðri í tíu daga eftir vefárás: Tölvuþrjótur lokar leikskólasíðu með hakki GUÐRÚN ALDA HARÐARDÓTTIR prósent ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag. 47,5 Í HÁDEGISMAT Krakkarnir í leikskól- anum Aðalþingi í hádegismat. Vefsíða leikskólans liggur niðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi hefur selt frystitogarann Venus HF 519. Kaupandinn er grænlenska félagið Northern Seafood ApS. Söluverðið, 320 milljónir króna, greiðist á næstu árum. Markaðsdeild HB Granda annast sölu afurða skipsins, að minnsta kosti þar til það er greitt að fullu. Venus var smíðaður á Spáni 1973 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og var í fyrstu gerður út sem ísfisk- togarinn Júní. Nýir eigendur ætla að taka nafnið upp aftur. - shá Söluverðið 320 milljónir: Venus seldur til Grænlands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.