Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 20
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | GEÐDEILD LSH VIÐ HRINGBRAUT Tveir sólarhringar eru sagður stuttur tími til að meta ástand fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NAUÐSYN UPPLÝSINGA Í lýðræð- issamfélagi er nauðsynlegt að til séu þeir sem veita stjórnvöldum aðhald. Það gera til dæmis frjáls félaga- samtök og Mannréttindaskrif- stofa Íslands, en þau verða að hafa eitthvað til að byggja á. Margrét Steinarsdóttir um nauðsyn góðra upplýsinga Fjallað hefur verið um nauðungarvistun í Frétta-blaðinu undanfarna viku. Þar hefur komið fram við hverju megi búast í ferlinu frá frelsi til sjálfræðis- sviptingar, reynsla notanda af nauð- ungarvistun skoðuð og bent hefur verið á skort á opinberum tölulegum upplýsingum. Eftir stendur spurn- ingin um hvort rétt sé að nauðung- arvista fólk og ef svo er, þá undir hvaða kringumstæðum. Enn fremur er þeirri spurningu ósvarað hvort réttindi nauðungarvistaðra séu virt. Viðmælendur blaðsins eru sam- mála um að ekki sé hægt að afnema nauðungarvistun með öllu, þó bæta megi framkvæmdina. Litið er sér- staklega til mannréttinda, því hafa verður í huga að um alvarlegt inn- grip í líf fólks er að ræða. Þá hefur pyntinganefnd Evrópuráðsins gert athugasemdir við framkvæmd nauð- ungarvistunar hér á landi, eins og kemur fram í skýrslu nefndarinnar frá árinu 2012. Hvert skref í ferli nauðungar- vistunar er hlaðið siðferðilegum álitamálum, sem krefjast þess að stjórnvöld hafi góða hugmynd um þann ramma sem heilbrigðis- starfsfólki er ætlað að vinna innan. Engar reglugerðir hafa verið sett- ar um lögræðislögin, og þar með engar nánari leiðbeiningar um framkvæmd nauðungarvistunar eða staðla sem sjúkrahús þurfa að uppfylla. Hefðir hafa þó skapast innan sjúkrahúsanna, sem leiða til þess að nauðungarvistanir eru fátíðar hér álandi. Dæmdar bætur Fyrsta skref nauðungarvistunar er að læknir, hvaða læknir sem er, getur beðið um að einstaklingur sé lagður inn á geðdeild í allt að 48 klukkustundir. Það er helmingi lengri tími heldur en lögreglan hefur þegar hún handtekur einstak- linga. Samkvæmt lögræðislögunum verður sjúklingurinn þó að vera með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafnar til alvarlegs geð- sjúkdóms. Huglægt mat sem læknir leggur á ástand fólks er vandkvæðum bund- ið eins og sjá má í nýlegum dómi sem féll í Hæstarétti. Þar höfðaði maður skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og nauðungarvistunar. Í samantekt Hæstaréttar kemur fram að mað- urinn krafðist miskabóta í kjölfar þess að lögreglumenn fóru inn í íbúð hans og kölluðu til lækni sem mælti fyrir um að hann skyldi færður á geðdeild til nánari skoðunar, gegn vilja hans. Þar var honum haldið í tvær klukkustundir á meðan læknar mátu ástand hans. Að því loknu var honum sleppt þegar það lá fyrir að hann væri ekki með alvarlegan geð- sjúkdóm. Honum voru því dæmdar bætur á þeim grundvelli að ekki hafi verið réttmætar ástæður til að svipta hann frelsi og leggja inn á geðdeild. Yfirvofandi hætta Þegar lögð er fram formleg beiðni um nauðungarvistun er miðað við að það sé eingöngu gert ef sjúkling- urinn er talinn hættulegur sjálfum sér eða öðrum. Aftur er um huglægt mat að ræða og ljóst að ekki er allt- af nauðungarvistað vegna bráðrar hættu, heldur vegna yfirvofandi hættu eða ótta við að viðkomandi vanræki annars grunnþarfir sínar. Nauðungarvistun getur í þeim skiln- ingi verið fyrirbyggjandi aðgerð. Heilbrigðisstarfsfólk bendir á það sjónarmið að ef ekki er gripið inn í, geti það skoðast sem vanræksla af hálfu heilbrigðiskerfisins. Þegar fólk veikist alvarlega af geðsjúk- dómum geta veikindin valdið því að erfitt reynist að sinna daglegum skyldum og vanlíðanin getur orðið mikil. Frá sjónarhóli læknisins þarf að grípa inn í ferlið og koma til aðstoðar. Meiri tími til að meta stöðuna innan stofnunar geti því í sumum tilfellum reynst betri til langs tíma litið og stuðlað að bata. Úttekt pyntinganefndar Gagnrýni hefur komið fram á aðkomu lögreglunnar að nauðungar- vistun en margir telja hana óþarfa í flestum tilvikum. Réttara væri að notast við hefðbundna sjúkraflutn- inga, líkt og fyrir aðra sjúklinga, svo gætt sé að mannlegri reisn viðkomandi. Í sömu veru krafðist pyntinganefnd Evrópuráðsins þess í úttekt sinni á nauðungarvistunum á Íslandi á síðasta ári að umsvifa- laust yrði hætt að leita til einkennis- klæddrar lögreglu og öryggisvarða til að halda sjúklingum niðri á sjúkrahúsum. Þegar hefur verið fjallað um þá gagnrýni að aðstandendur séu ekki upplýstir um að þeir þurfi ekki að beiðast nauðungarvistunar sam- kvæmt lögunum. Almennt virðist upplýsingagjöf um réttindi sjúk- linga og aðstandenda vera ábótavant og gerði pyntinganefnd Evrópu- ráðsins athugasemd meðal annars við það atriði. Nefndin sagði skorta aðgengilegar upplýsingar um starf- semi geðdeilda og réttindi sjúklinga, en í lögum um réttindi sjúklinga segir jafnframt að velferðarráðu- neytið skuli sjá til þess að til séu upplýsingar um réttindi sjúklinga, notendafélög og sjúkratryggingar. Þá er bent á að í 12. grein sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólk, sem ekki hefur verið innleiddur á Íslandi, er áhersla lögð á hæfi fatlaðra til að ráða sér og réttindum sínum sjálf. En þar sem ekki teljast allir sem búa við geðröskun geðfatlaðir er lík- legt að lögræðislögin þarfnist skoð- unar og samræmingar fyrir alla þá sem þurfa að sæta nauðung. Þannig gæti aukinn réttur fatlaðra ýtt fram mannréttindum allra. Mannréttindi nauðungarvistaðra Margvísleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd nauðungarvistana hér á landi en flestir eru sammála um að ekki sé hægt að komast hjá slíkum aðgerðum. Á síðasta ári tók pyntinganefnd Evrópuráðsins út aðstæður geðsjúkra á Íslandi og gerði athugasemdir við aðbúnað nauðungarvistaðra. Bæta þarf upplýsingagjöf um reglur deilda og rétt sjúklinganna. Eva Bjarnadóttir eva@frettabladid.is ÚR SKÝRSLU PYNTINGA- NEFNDAR Að framkvæmdinni sem skýrð er í máls- grein 81 í skýrslunni, um þátttöku einkennis- klæddra lögregluþjóna (og á Akureyri starfs- manna einkarekins öryggisfyrirtækis) í að hjálpa heilbrigðisstarfs- fólki að halda sjúklingi niðri, verði hætt samstundis. Að bæklingi sem tiltekur reglur deildar- innar og rétt sjúklinga, ásamt upplýsingum um kvörtunarleiðir, verði dreift kerfisbundið til sjúklinga og aðstand- enda eða lögráðamanna við innritun á allar stofnanir á geðsviði á Íslandi. Sjúklingur sem ekki skilur bæklinginn ætti að fá viðeigandi aðstoð. Heimild: Skýrsla pynt- inganefndar Evrópuráðs- ins vegna heimsóknar 18.-24. september. SÉRÍSLENSK LÖGGJÖF Hér á Íslandi lítum við á nauðung- arvistanir sem mannréttinda- mál og þess vegna setjum við þær undir hatt lögræðis- laganna en ekki í sérlög um geðsjúka. Það er nokkuð sérstakt í samanburði við löggjöf í nágrannalöndunum. Sigmundur Sigfússon um lögræðislögin MANNRÉTTINDABROT Ég sló ekki frá mér, en þegar þeir komu með sprautuna kallaði ég: Mannréttinda- brot! Mannréttindabrot! Mannréttindabrot! Sigríður Örnólfsdóttir um þvingaða lyfjagjöf ÆTTINGJAR Í DÓMSMÁLUM Hér erum við með furðulega stöðu þar sem ættingjar eru jafnvel í dómsmálum hver við annan. Þar sem sonur er að kæra móður sína vegna nauðungarvistana. Þegar þetta á fyrst og fremst að vera heilbrigðismál. Sigursteinn Másson um stöðu aðstandenda SKILYRÐIN RÚM Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki. Sigurður Páll Pálsson um sjálfræðissviptingar ASKÝRING | 20 1 2 3 4 5 6NAUÐUNGARVISTANIR GEÐSJÚKRA „Við þurfum alltaf að hafa þennan möguleika, en það er spurning hversu langt eigi að ganga. Viðhorfin lýsa gjarnan tvennum öfgum: Þannig finnum við stundum ósætti þegar niðurstaðan er að fólk er ekki lagt inn, á meðan við erum sökuð um að brjóta á mannréttindum annarra. Það þarf að finna eitthvert meðalhóf,“ segir Halldóra Ólafs- dóttir, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans. Aðspurð um hvort hægt sé að framkvæma nauðungarvistanir með öðrum hætti segir Halldóra: „Erlendis eru heimildirnar sums staðar enn rýmri en hér, til dæmis í Noregi þar sem nóg er fyrir lækni að hafa grun um að alvarlegur geðsjúkdómur sé á ferð og þá hefur hann heimild til að nauðungarvista í 10 daga,“ Halldóra segir 48 klukkustundir vera stuttan tími til að meta ástand fólks. „Annað kerfi myndi gefa okkur fjölbreyttari möguleika á að hjálpa fólki. Þrjár vikur eru oft meira en nóg og það er mikilvægt að leitast við að ná samvinnu áfram og oft fellum við nauðungarvistun úr gildi áður en vikurnar þrjár eru liðnar og eigum að gera það ef samvinna næst. Í öðrum tilfellum er þetta ekki nægur tími og samvinna næst ekki við fólk um að vera lengur sjálfviljugt. En þá er líka spurning hvað sé nóg, því fjórar vikur væru það kannski ekki heldur.“ ➜ Í fullkomnum heimi væri staðan önnur ➜ Meðalhóf þarf að finna Er rétt að nauðungarvista fólk? „Þá spyr ég á móti: Er rangt að nauðungarvista fólk?“ spyr Héðinn Unnsteinsson sem á sæti í varastjórn Geðhjálpar og var áður sér- fræðingur á geðheilbrigðissviði Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. „Nei, í ströngum siðferðilegum skilningi er það ekki rétt,“ bætir hann við. „En stundum þarf að gera það, þá er þetta spurning um hvar mörkin liggja.“ Héðinn segir að í fullkomnum heimi væri ekki rétt að beita nauðungarvistun, en þar sem líklega þurfi alltaf að beita henni í einhverjum til- vikum sé nauðsynlegt að endurskoða lögræðislögin og það verklag sem þeim tengist út frá mannréttindasjónarmiði. „Í fyrsta lagi er það ábyrgðin á ákvörðuninni um nauðungarvistun, sem þarf að færa markvisst frá aðstandendum yfir í kerfið,“ segir Héðinn. „Í öðru lagi er það framkvæmdin. Þar þarf að skilgreina betur aðkomu lög- reglunnar, bæta verklagsreglur almennt og auka samtalið.“ Héðinn bendir á að í 12. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólk (sem ekki hefur verið endanlega innleiddur á Íslandi) er gerhæfi fatlaðra gert hátt undir höfði. „Ekki teljast allir sem búa við geðröskun geðfatlaðir og með þessari grein í sátt- málanum virðist það líklegt að lögræðislögin þarfnist skoðunar og samræmingar, a.m.k. fyrir geðfatlaða og þá væntanlega aðra þá er þurfa að sæta nauðung. Þannig virðist jaðarhópur eins og fatlaðir vera að ýta fram mannréttindum allra,“ segir hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.