Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 22
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22
K
O
R
T
E
R
.
I
S
íslenskt ung
nautakjöt
Félag atvinnurekenda gagnrýnir að
frumvarp um breytingar á tollalög-
um inniheldur engar breytingar á
neysluviðmiði ákveðinna tollkvóta
vegna innflutnings á landbúnaðar-
afurðum. Kvótarnir falla undir
samning Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar (WTO) og miða við árin
1986-88 en ekki við núverandi
neyslu á landbúnaðarvörum.
„ S a m n i ng u r i n n hei mi la r
ákveðna tollvernd en segir einnig
að það eigi að vera tryggt að til-
tekið magn af innflutningi standi
viðkomandi löndum til boða á
ásættanlegu verði. Það magn sem
heimilt er að flytja inn hljóðar
einungis upp á fimm pró-
sent af þessu neysluvið-
miði frá níunda áratug
síðustu aldar og neyslu-
venjur landans hafa breyst
síðan þá og nægir að horfa
til sölu á kjúklingi,“ segir
Almar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda.
Frumvarpið, sem nú er
til umræðu á Alþingi, miðar að því
að sníða vankanta af breytingum á
tollalögum sem voru gerðar í fyrra,
en Umboðsmaður Alþingis komst
að þeirri niðurstöðu að heimildir
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra til að ákveða tolla á innflutn-
ingskvóta brytu í bága við
stjórnarskrá.
Ólafur Friðriksson, skrif-
stofustjóri í atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytinu,
segir ástæðuna fyrir núver-
andi viðmiði vera þá að
samningur WTO og lögin
sem voru innleidd vegna
hans miði við þetta tiltekna
viðmið.
„Það hefur ekki verið gerður nýr
samningur. Það var næstum því
búið árið 2008, en það slitnaði upp
úr á elleftu stundu. Þau drög sem
þar lágu fyrir miðuðu við allt annað
ár. Menn geta gagnrýnt þetta en það
sama á við um þessi 149 lönd innan
WTO,“ segir hann og heldur áfram:
„En þetta frumvarp sem er fyrir
þinginu núna fjallar ekkert um
þetta gamla neysluviðmið heldur um
tollkvóta sem ráðherra hefur heim-
ild til að úthluta og hvernig tollar
séu stilltir af,“ segir Ólafur.
Almar undirstrikar að gagnrýni
félagsins sé tilkomin vegna þess að
tollkvótarnir eru ekki á dagskrá í
frumvarpinu.
„Þetta á að vera á dagskrá ef
ráðuneytið, þingið og atvinnuvega-
nefnd eru að taka málaflokkinn til
skoðunar. Þá er ekki valkostur að
horfa þröngt á málið og setja lítinn
plástur á flakandi sár,“ segir Almar.
haraldur@frettabladid.is
Gagnrýna 25 ára
gamalt neysluviðmið
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að frumvarp um breytingar
á tollalögum leiði ekki til þess að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði í
samræmi við núverandi neyslu. Viðmiðið kemur frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
LANDBÚN-
AÐUR Inn-
flutningur á
kjúklingakjöti
stóð einungis
undir 0,8
prósentum af
heildarneyslu
árið 2010.
ALMAR GUÐ-
MUNDSSON
Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur kveðst vera týpan sem kaupir föt á
útsölu. „Ég róta meira að segja í þúsundkallsbingjunum og þannig hef ég gert
bæði kjarakaup og líka alveg vonlaus og van-
hugsuð kaup– en þau setja mig alla vega ekki á
hausinn!“
„Bestu kaupin eru örugglega húsið okkar
sem við vorum svo heppin að finna rétt
áður en fasteignaverð fór að æða upp úr
öllu valdi, en aðalatriðið er að okkur líður
ákaflega vel þar.“
Verstu kaupin gætu hins vegar verið
flugmiðar, að sögn Ragnheiðar. „Það eru
flugmiðar sem við hjónin keyptum
einu sinni milli Dublin og London.
Þegar við mættum galvösk út á völl
kom í ljós að vélin hafði farið daginn
áður. Eftir þetta grandskoðum við
dagsetningarnar margsinnis þegar
við kaupum flugferðir á netinu.“
NEYTANDINN Ragnheiður Gestsdóttir
Rótar í þúsundkallsbingjum
Stjórn Selfossveitna hefur
ákveðið að draga til baka hluta
af fyrirhugaðri hækkun á verði
á heitu vatni. Hækkunin verður
því 3,3 prósent en ekki 5 pró-
sent.
„Með því er stjórnin að svara
ákalli Alþýðusambands Íslands
og Samtaka atvinnulífsins um
að sveitarfélög og aðrir aðilar
fari sér hægt í gjaldskrárhækk-
unum í aðdraganda kjarasamn-
inga til að halda verðbólgu í
skefjum,“ segir í bókun stjórn-
arinnar.
- gar
Selfossveitur svara ákalli Alþýðusambandsins:
Heita vatnið hækkar
minna en ætlað var
SELFOSS Heitt vatn hækkar um 3,3
prósent en ekki 5 prósent.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA