Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 36
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 36 Það virðist ríkja nokkuð gott samkomulag um að kvótakerfi sé góð leið til að nýta takmarkaða auð- lind á sjálfbæran hátt. Rökin fyrir gagnsemi kerfisinns komu vel fram í ræðu formanns LÍÚ á aðalfundi sambandsins 2013: „Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíðina lagt mikið til þjóðarbúsins og við erum í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að greinin skilar umtals- verðum tekjum til samfélags- ins. Það sama á alls ekki við í öllum löndum þar sem sjávar- útvegurinn er ríkisstyrktur til að hann fái þrifist. Ein af megin- ástæðum þess að sjávarútvegur- inn hér á landi er í þessari stöðu er það kerfi sem hér hefur verið við lýði í 30 ár. Þetta kerfi hefur búið þeim fyrirtækjum sem í greininni starfa fyrirsjáan- leika í rekstri sínum og þar með möguleika til að skipuleggja sig og hagræða. Með kerfinu hefur einnig komið hvatinn til að auka verðmæti og fjárfesta.“ Öndvegisáhaldið Fyrst kvótakerfi hefur reynst okkur slíkt öndvegisáhald er þá ekki rétt að huga að því að taka upp slíkt fyrirkomulag í öðrum greinum? Ég hef starfað í um þrjátíu ár á sviði sem kallað hefur verið þekkingariðnaður og fæ ekki betur séð en að allar rök- semdir sem styðja notkun kvóta- kerfis í þorskveiðum eigi líka við í þekkingariðnaði. Skoðum það nánar. Flestir eru sammála um að þekking sé auðlind. Ef dæma má af ræðum á tyllidögum þá er það meira að segja okkar verðmætasta auðlind. Menn þurfa svo að vera talsvert hrokafullir til að samþykkja ekki að þekk- ing sé takmörkuð auðlind. Lögmál kvótakerfis Þekking er sem sagt tak- mörkuð auðlind og því ættu lögmál kvótakerfis að virka í þekkingar- iðnaði. En hvernig skipuleggjum við kvótakerfi í þessari grein? Fyrst þarf að koma kerfinu á. Ef við förum eins að og við upphaf- lega úthlutun fiskveiðikvótans, þá látum við þá sem eiga atvinnutæk- in á einhverjum tíma öðlast rétt til kvóta. Þannig myndu hugbúnaðar- hús og verkfræðistofur öðlast rétt til að ráða til sín úthlutað hlut- fall af því fólki sem útskrifast úr tengdum greinum. Nýliðun í grein- inni ætti sér síðan stað með því að þeir sem áhuga hefðu leigðu eða keyptu kvóta af þeim sem fyrir eru í greininni. Með möguleika á framsali og veðsetningu væri fjármögnun fyrirtækja í greininni verulega auðvelduð. Það blasir við að ef menn gætu veðsett óorðna upp- fyndni, yrði staða þeirra talsvert sterkari. Fyrsta skrefið? Þessar hugmyndir finnst trúlega mörgum nýstárlegar, en hvað mátti ekki segja um upphaflega kvótakerfið á sínum tíma. Hvaða önnur þjóð hefði haft þann dríf- anda og dirfsku sem þurfti til að framkvæma þá hugdettu að flytja helstu auðlind þjóðar með einni lagasetningu úr eigu allra yfir í eigu fárra til hagsbóta fyrir alla. Það þótti og þykir enn nýstár- legt. Það gefur vissulega von að nú situr eins samsett stjórn og árið 1993 þegar kerfinu var upp- haflega komið á, stjórn Fram- sóknar og Sjáfstæðisflokks undir forsæti Framsóknar. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauks- dóttir, lagði nýverið fram hug- myndir sem líta má á sem fyrsta skref á þessari vegferð. Hún vill að þeir sem flytja þekkingu sína af landi brott, svo hún gagnast ekki landi og þjóð, greiði til baka þann kostnað sem þekkingaröfluninni fylgdi. Auðlindir ættu jú að vera sameign og því ekki eðlilegt að menn séu frjálsir af því að flytja þær úr landi án þess að eithvað komi fyrir. Nú gæti einhver lesandi hugsað sem svo að þessi tillaga sé full- komlega galin og vísast í and- stöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þeim vil ég benda á að: Menn gjarnan að geðþótta samtalið beygja Í samtímans samhengi er rökrétt að segja: Viska vor öll virðist auðlind án hirðis. Með velreyndum ráðum vex hún okkur til virðis Opið bréf til þingmanna: Nýtum kvótakerfi til að auka hagvöxt KJARAMÁL Herdís Halldórsdóttir, Maggý Magnúsdóttir og Þórunn Halldórsdóttir F.h. faghópa innan BHM og FÍH á Reykjalundi Við viljum vekja athygli þína á því að jafnlaunaátak ríkisstjórnarinn- ar sem samþykkt var í janúar 2013 nær ekki til Reykjalundar og hefur því frekar aukið á ójöfnuð innan heilbrigðistétta en jöfnuð. Staðan er sú að Landspítali, Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsu- gæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa fengið fjármagn til að hækka laun starfmanna sinna í skil- greindum kvennastéttum í gegn- um stofnanasamninga í þeim til- gangi að jafna launamun karla og kvenna. Í grein 7.5 í þjónustusamningi Reykjalundar og ríkisins segir: Fari fram endurmat á launa- og verðlagsforsendum fjárveitinga til sambærilegra ríkisstofnana innan ársins skal endurskoða framlag til verksala með sama hætti. Samningsbrot Að okkar mati er það því brot á samningi þessum að Reykjalundur njóti ekki sömu launa hækkunar og starfsmenn annarra ríkis- stofnana á heilbrigðissviði. Við teljum það óásættanlegt að starfs- menn Reykjalundar dragist aftur úr hvað launakjör varðar í bein- um aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir er Reykjalundur mannaður af konum í meirihluta. Starfsmenn á Reykjalundi hafa tekið á sig kjara- skerðingar síðustu misseri og því er það réttlætismál að Reykjalund- ur fái einnig fjármagn skv. jafn- launaátaki ríkisstjórnarinnar til að jafna hlut sinna starfsmanna í gegnum stofnanasamning. Fjármálaráðherra og velferðar- ráðherra hafa borist erindi, bæði frá forstjóra Reykjalundar og fulltrúum stéttarfélaga í BHM, til þess að knýja á um þetta mál en án árangurs. Því biðlum við til þín að taka málið upp og leiða það til lykta. Við bendum á að mið- lægur samningur BHM rennur út í lok janúar og því mikilvægt að þessi leiðrétting verði komin til framkvæmda fyrir þann tíma svo starfsmenn Reykjalundar gangi til þeirra samninga á jafnréttis- grundvelli. Ágæti alþingismaður „Aldrei breyta því sem vel hefur reynst,“ er haft eftir Sigurði Guðmundssyni, sem var skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Þetta mottó hins mikla skólamanns hefur mér oft komið í hug, þegar lærðir sem leikir fara mikinn um það snjallræði að stytta nám til stúdentsprófs. Mótmæli harðlega Þessu vil eg mótmæla harðlega og ætla að rökstyðja mína skoð- un bæði út frá eigin skólagöngu og af reynslu minni sem skóla- stjórnandi: 1 Í skólum þar sem kennt er eftir áfangakerfi útskrifast árlega nemendur eftir þrjú ár, bók- hneigðir unglingar, sem ráða við að vera í mörgum fögum samtím- is. Grunnskólar hafa einnig heim- ild að hleypa bráðgerum nemend- um milli bekkja. Það þarf því enga lagabreytingu. Brottfallið er aftur á móti vandamál, sem mikilvægt er að draga úr eftir föngum. Eg óttast að ef stytting náms verður lögleidd, komi skert námsframboð niður á greinum utan hins svokall- aða kjarna (stærðfræði, raun- greinar, tungumál) og það auki fremur en minnki brottfallið, þar sem hin svonefndu skemmtilegu „fög“ verði ekki lengur í boði. 2 Hinn hefðbundni framhalds-skóli ber enn mikinn keim af „Lærða skólanum“, embættis- mannaskóla eða skóla, sem stefnir að því fyrst og fremst að gera nemandann hæfan til háskóla- náms. Vissulega er þetta mikil- vægt hlutverk framhaldsskólans en alls ekki það eina, sem keppa ber að. Þróun hin síðari ár í ýmsum framhaldsskólum stefnir í rétta átt: unga fólkið getur nú í mörgum skólum fengið metnar námseiningar í ýmsum skapandi greinum. Þetta þarf að stórauka og koma þannig til móts við áhuga- svið unglinganna. Takist það hef eg trú á því að brottfallið minnki. 3 Meðal allra iðnvæddra ríkja er mikið og vaxandi vanda- mál fólgið í atvinnuleysi ungs fólks. Það á ekki síður við um fólk með háskólagráður en aðra. Francis páfi í Róm sagði nýlega að við þyrftum að gera okkur grein fyrir því að upp væri að vaxa kyn- slóð, sem að stórum hluta myndi aldrei eiga kost á launaðri vinnu. Hin sívaxandi sjálfvirkni gerir kleift að framleiða hvaðeina með sífækkandi vinnandi höndum. Þetta tel eg vera eitt alvarlegasta vandamál iðnríkjanna, minna hér á landi en víðast hvar, ennþá sem komið er, en þjóðfélagsmein sem örugglega fer vaxandi. Stytting framhaldsskólans myndi vafalaust auka á þennan vanda. 4 Almennt fjögurra ára nám kostar mikla fjármuni. En það kostar líka mikið að unglingur fái ekki þroskaskilyrði sem vekur hann til góðrar og gagnlegrar iðju, á hvaða sviði sem er. Það er fagn- aðarefni að framhaldsskólar hafa fengið aukið svigrúm til að bjóða nám eftir aðstæðum á hverjum stað og vonandi að skólafólk verði fundvíst á leiðir til að koma enn betur til móts við unga fólkið á ýmsum sviðum. Ekki vantar hæfa leiðbeinendur og kennara. Hér tel eg vera um mikilvægt forvarnar- starf að ræða, dýrt að vísu. En hvað getur vanstilltur, iðjulaus og villuráfandi unglingur ekki kostað þjóðfélagið? Aldrei skal breyta því sem vel hefur reynst. Fjögurra ára fram- haldsskóli hefur reynst vel að mörgu leyti. Frammistaða Íslend- inga í háskólum erlendis er dæmi um það. En skólastarf þarf alltaf að vera í athugun og endurskoðun. Stytting framhaldsskólans er ekki spor í rétta átt. Menntun – skólun: Framhaldsskóli fyrir alla ➜ Aldrei skal breyta því sem vel hefur reynst. Fjögurra ára framhaldsskóli hefur reynst vel að mörgu leyti. Frammistaða Íslendinga í háskól- um erlendis er dæmi um það. En skólastarf þarf alltaf að vera í athugun og endurskoðun. Stytting framhaldsskólans er ekki spor í rétta átt. ➜ Hvaða önnur þjóð hefði haft þann drífanda og dirfsku sem þurfti til að framkvæma þá hugdettu að fl ytja helstu auðlind þjóðar með einni lagasetningu úr eigu allra yfi r í eigu fárra til hagsbóta fyrir alla. ➜ Að okkar mati er það því brot á samningi þessum að Reykjalundur njóti ekki sömu launahækkunar og starfsmenn annarra ríkis- stofnana á heilbrigðissviði. MENNTUN Vilhjálmur Einarsson fv. skólameistari FJÁRMÁL Bergur Þórisson tölvunarfræðingur Þjóðkjörinn útvarpsstjóri Það er eðlilegt að við ráðum meiru um það sem er mest okkar. Þess vegna eigum við að kjósa útvarpsstjóra beint og fá þannig í starfið einstakling sem endurspeglar skoðanir flestra á því hvernig útvarpið okkar á að vera. Til dæmis hvort það á að vera meira „Vertu viss“ og minna Kastljós. Eða öfugt. Það er fráleitt að stjórnmálaflokkarnir ráðskist með Ríkisútvarpið. Þeir hafa í rauninni ekkert umboð til þess. Það greiddi enginn atkvæði í síðustu þingkosningum vegna stefnu flokkanna í mál- efnum Ríkisútvarpsins. Þar að auki þarf ekki að rekja hversu skaðleg pólitísk afskipti af stofnuninni eru, við þekkjum það of vel. Hvað segirðu nú um þetta, Illugi minn góður? Er það ekki alveg bjúti- fúl hugmynd — að þú færir valdið frá sjálfum þér og til þjóðarinnar? Það væri aldeilis bragur á því og kúpp fyrir þig, sem þyrftir þá ekki að sitja lengur undir grunsemdum um að flokkurinn þinn kunni ekki að fara með vald þegar kemur að Ríkisútvarpinu. Er þetta ekki einboðinn díll? http://blog.pressan.is/karl Karl Th. Birgisson AF NETINU Viðræðum verði slitið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í þinginu fyrir nokkrum dögum, að með ákvörðun um að hætta greiðslu nefndra styrkja hefði Evrópusambandið sjálft slitið viðræðum. Það er athyglis- verð túlkun á þeirri ákvörðun en sú túlkun forsætisráðherra Íslands jafngildir hins vegar ekki form- legum viðræðuslitum. Ákveða þarf að slíta þessum við- ræðum formlega. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að það verði gert. http://www.evropuvaktin.is Styrmir Gunnarsson Save the Children á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.