Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 50
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4
Vinsælasta verslunin í Banda-
ríkjunum á netinu fyrir árið
2013 samkvæmt google.com er
stórverslunin Kohl‘s ef marka
má hversu oft nafni hennar var
slegið upp í leitarvélinni. Google
hefur birt lista yfir tíu verslanir
sem oftast er leitað að. Margir
hefði haldið að það væri H&M
og Forever 21 en sú fyrrnefnda
komst ekki á þennan lista. Flest-
um að óvörum var það Kohl‘s
sem sló metið og sérstaklega í
kringum þakkargjörðardaginn
en verslanir bjóða mikinn af-
slátt daginn eftir hann. Kohl‘s er
þekkt fyrir lágt vöruverð og hafa
vinsældir verslunarinnar aukist
mikið undanfarið.
Önnur verslun á listanum
kom hins vegar ekki á óvart,
stórverslunin JCPenney en hún
selur fatnað á góðu verði fyrir
alla fjölskylduna og sendir um
allan heim.
En þannig hljómar listi
Google-leitarvélarinnar fyrir árið
2013.
1. Kohl‘s
2. JCPenney
3. Nordstrom
4. Forever 21
5. Victoria‘s Secret
6. Old Navy
7. Macy‘s
8. American Eagle
9. Nike
10. Dillard‘s
Til gamans má geta að Google
birtir einnig vinsælasta fólkið
sem leitað var eftir á netinu og
kemur engum á óvart að þar er
Nelson Mandela efstur á lista.
Næstur er Paul Walker, Malala
Yousafzai, James Gandolfini,
Miley Cyrus og Oscar Pistorius.
Þeir sem vilja skoða fleiri þætti
sem Google nefnir geta farið inn á
google.com/trends/topcharts
VINSÆLASTA
VERSLUNIN Á NETINU
Þær Elísabet Jónsdóttir og Olga
Hrafnsdóttir hjá Volka leggja
metnað sinn í að hanna og fram-
leiða allar sínar vörur á Íslandi.
Margar hverjar eru úr 100 prósent
íslenskri ull og prjónaðar í þýskri
prjónavél sem þær fluttu til lands-
ins fyrir rúmu ári. Hún er frá árinu
2003 og er nýjasta iðnaðarprjóna-
vél landsins.
Framleiðslunni tilheyra meðal
annars vægast sagt skrautlegir
treflar sem fást meðal annars í
nýja menningarhúsinu Mengi sem
var opnað á Óðinsgötu fyrir viku.
Treflarnir fást í þremur mismun-
andi útgáfum. Einn er með gulum
aðallit, annar með bleikum og
þriðji með grænum. „Upphaflega
voru treflarnir prjónaðir í heilu
lagi í prjónavélinni en eru nú fram-
leiddir hjá fyrirtækinu Kidka á
Hvammstanga,“ segir Elísabet.
Nýjasta afurð Volka eru hnaus-
þykk teppi með tvöfalt notagildi.
Þau má bæði nota sem gólfteppi
og sófateppi. „Við prjónum þau í
vélinni og þæfum í kjölfarið,“ út-
skýrir Elísabet.
Öll framleiðsla Volka fæst í
Mengi en þar er líka að finna mál-
verk og ýmiss konar listaverk.
Teppin og treflarnir fást auk þess
í Hrím og Aurum.
HLÝTT OG SKRAUT-
LEGT UM HÁLSINN
Volki framleiðir skrautlega trefla og fleira úr 100 pró-
sent íslenskri ull. Öll framleiðslan fer fram á Íslandi.
TILVLIÐ Í JÓLAPAKKANN Treflarnir
fást í þremur mismunandi gerðum.
GLÆNÝ TEPPI
Teppin má ýmist
nota sem gólf-
eða sófateppi.
30.000 fréttaþyrstirnotendur
Smelltu þér á
Fréttablaðsappið
og lestu blaðið
hvar sem er og
hvenær sem er
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu.
Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.