Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 56
FÓLK|TÍSKA Ástund er 37 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1976. Verslunin Ástund sérhæfir sig fyrst og fremst í reiðtygjum þótt þar sé einnig að finna úrvals útivistarfatnað frá flott- um merkjum á borð við franska vörumerkið Aigle. Auk þessa er í versluninni deild með dansvörum, bæði fyrir ballett og fimleika. „Nú í miðri jólaösinni erum við að kynna nýjan hágæðahnakk sem ber heitið Wakanda. Nafnið þýðir: Býr yfir töframætti, og er komið úr máli Sioux- indíána,“ segir Guðmundur Arnarsson, eða Mummi eins og hann er ávallt kallaður. Mummi hannaði hnakkinn en hann er smíðaður á söðlaverkstæði Ástundar sem starfað hefur í 28 ár. Hnakkurinn er að sögn Mumma með afar mjúkt sæti enda var hann hannaður sérstaklega með þarfir kvenkyns knapa í huga. „Lífbein kvenna eru neðar og setbeinin víðari. Við vildum koma til móts við þær með þessum hnakki,“ segir Mummi, en tekur fram að hnakkurinn henti karlmönnum einnig. „Við höfum í engu sparað við gerð hnakksins en í honum er leður úr hæsta gæðaflokki frá Spáni,“ segir Mummi. Hann bendir á að hnakkurinn sé ætlaður í alla þætti hestamennsk- unnar, bæði við útreiðar, þjálfun og keppni. BEISLI ÚR FISKROÐI Fleiri nýjungar eru í boði í Ástund. „Við erum að handsmíða beislasett með fiskroði og notum til dæmis roð af hlýra, laxi og karfa,“ upplýsir Mummi, en beislin hafa slegið í gegn meðal hestamanna og þykja til að mynda tilvalin í jólapakkann. Roðið er íslenskt og unnið á Sauðárkróki en beislin eru öll smíðuð á söðlaverkstæði Ástundar. „Á næsta ári munu fleiri hlutir úr fiskroði líta dagsins ljós. Til dæmis ætlum við að nota það í reiðskálmar og annan fatnað,“ segir hann. HNAKKUR MEÐ TÖFRAMÁTT ÁSTUND KYNNIR Mummi í Ástund hefur hannað nýjan hágæðahnakk sem ber nafnið Wakanda. Nafnið er fengið úr máli Sioux-indíána og þýðir: Býr yfir töframætti. Þá hefur verslunin einnig hafið framleiðslu á beislum úr fiskroði. WAKANDA Mummi með nýja hnakkinn sem verður á kynningartil- boði fram að jólum. MEÐ FISKROÐI Ástund hefur látið hand- smíða beislabúnað með fiskroði. Hér má sjá beisli með karfaroði. Dermatude „Meta Therapy“ er ný meðferð sem dregur úr öldrun húðarinnar og dregur einnig úr sjáanlegum um- merkjum öldrunar. Meðferðin er tvíþætt. Fyrst er náttúrulegt ferli húðarinnar örvað innan frá svo framleiðsla kollagens og elastíns í húðinni fari aftur af stað, en hún minnkar með aldrinum. Síðan er húðinni bætt upp það sem hún hefur farið á mis við með virkum efnum utan frá. „Þetta er fullkomin meðferð fyrir þann sem vill meira en hefðbundnar húðmeðferðir. Meta Therapy felst í því að gerðar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka. Náttúrlegar varnir líkamans bregðast sam- stundis við og hefja framleiðslu á kollageni og elastíni til að gera við „skaðann“. Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100% nátt- úrulegar og húðin endurnýjast innan frá. Við þetta verður húðin þéttari og stinnari og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast. Húðholurnar grynnast, hringrásarferli örvast og almennt ástand húðarinnar batnar,“ segir Undína Sigmundsdóttir, eigandi fyrirtækisins Frcosmetic sem er umboðsaðili Dermatude Meta Therapy á Íslandi. Hún segir Meta Therapy bæta og fegra húðina bæði innan frá og utan. Meðferðinni fylgja einnig virk efni, eða svokölluð fyllingar- efni (subjectables), sem gerir það kleift að framkvæma mjög sérhæfðar meðferðir sem hæfa húðgerð. Hægt er að velja á milli bæt- andi meðferðar og yngjandi með- ferðar fyrir allt andlitið, hálsinn og/eða bringuna eða þá meðferð- ar á afmörkuðum svæðum. Þá má blanda saman meðferðum til að ná sem bestum árangri. „Fyrst eftir meðferðina getur borið á dálitlum roða, en hann hverfur á örfáum klukkustundum. Hægt er að snúa sér strax aftur að dag- legum störfum,“ segir Undína. Hún segir ráðlagt að taka átta skipta meðferð en einnig sé hægt að koma í stakar meðferðir og er það til dæmis upplagt ef mikið stendur til eins og fyrir skemmt- anir og veislur. „Árangurinn verður þó meiri með fullri með- ferð. Þegar tilætlaður árangur hefur náðst þarf svo að viðhalda honum með því að endurtaka meðferðina alveg eins og það þarf að mæta reglulega í rækt- ina til að viðhalda árangri þar. Undína segir tilvalið að gefa gjafabréf í staka eða fulla með- ferð í jólagjöf. Það verði enginn svikinn af því. Sjá nánar á www. dermatude.is FRÁBÆR MEÐFERÐ Í JÓLAPAKKANN FR COSMETICS KYNNIR Dermatude Meta Therapy er ein byltingarkenndasta húðmeðferð sem völ er á. Meðferðin hefur farið sigurför um heiminn og enda sýnilegur árangur mikill. Meðferðin er framkvæmd á 100% náttúrulegan hátt. H I D D E N W E D G E A D D S H E I G H T OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 Dömu skór kr. 7.900 St. 36-41 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Sjá fleiri myndir á JÓLAKJÓLAR Í FLASH 20% afsláttur til jóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.