Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 64

Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 64
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 Sagan af Stínu stórusæng er þroskasaga íslenskrar kulda- skræfu sem lærir að yfir- stíga eigin ótta og horfast í augu við hann. Höfundur bók- arinnar er Lani Yamamoto, en hún flutti hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrir 18 árum. Sagan er innblásin af hennar eigin reynslu af Íslandi, og er að einhverju leyti byggð á dóttur Lani og vinum hennar, sjálfstæði þeirra og uppátækjasemi. Stína er mjög ráðagóð stelpa og hún tekur upp á ýmsu til þess að forðast kuldann. Það sem Stína kemst hins vegar að í lok sögunn- ar er að eina leiðin til að takast á við hann er alger andstæða þess sem hún hafði sjálf reynt. Í stað- inn fyrir að reyna að forðast kuld- ann þá lærir hún að horfast í augu við hann. Sagan fjallar því í raun um mikilvægi þess að takast á við erfiðleikana með því að mæta þeim. Stína kynnist vináttunni þegar tvö börn fjúka skyndilega inn til hennar úr snjónum og hafa mjög örlagarík áhrif á líf hennar. Stína áttar sig á því að jafnvel þó börnin hafi verið úti í kuldan- um stafar frá þeim mikilli hlýju. Stína lærir að kuldi er ekki bara líkamlegur heldur fylgir hann einsemdinni líka. Hún uppgötvar nýja tegund af hlýju með börnun- um tveimur, hlýjuna sem fólgin er í vináttu og kærleika. Sagan af Stínu er skrifuð með það í huga að hún sé bæði hentug til upplestrar fyrir börn, en líka það einföld og aðgengileg að börn geti lesið hana sjálf sér til ánægju og yndisauka. „Mér finnst líka mikilvægt að barnabækur séu ekki þess eðlis að bara börnin geti notið sögunnar en að fullorðna manneskjan sem les hana sé að bilast úr leiðindum, sagan á að geta vakið ánægju og áhuga hjá bæði börnum og full- orðnum. Það er sagt að ef lesið er fyrir börnin muni þau koma til með að lesa mikið sjálf í fram- tíðinni, sem er alveg ábyggilega rétt en fyrir mér er það ekki það eina sem skiptir máli. Lesturinn snýst líka um tenginguna, sam- verustundir barna og foreldra.“ Lani hefur sent frá sér nokkrar barnabækur um heimspeki- strákinn Albert, en þær hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku og ellefu öðrum tungumálum. Stína stórasæng er tilnefnd til Fjöruverðlauna í flokki barna- og unglingabóka. Júlía Margrét Einarsdóttir Hlýjan í vináttunni Stína stórasæng er tilnefnd til Fjöruverðlauna í fl okki barnabóka. Sagan fj allar um kuldaskræfuna Stínu og hvernig hún tekst á við óttann við kulda og snjó. LANI YAMAMOTO Barnabókahöfundurinn hefur verið búsettur á Íslandi um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta verður svona létt spjall á milli mín og Dagnýjar Heið- dal listfræðings,“ segir lista- konan Harpa Árnadóttir um leið- sögnina, sem hún verður með á sunnudag klukkan 15 í Hverfis- galleríi á Hverfisgötu 4, þar sem sýning hennar Staðir er að renna sitt skeið. Harpa segir Dagnýju hafa skrifað lokaritgerð um hvíta litinn í verkum hennar svo hún þekki þau vel. „Þetta eru svo- kölluð sprunguverk,“ segir hún og rekur upphaf tækninnar sem þar er beitt til tilviljunar á vinnustofunni hennar árið 1994 þegar efnið sem hún var með tók að springa á striganum. „Það er svolítið gott þegar maður heldur að maður sé á leið til einhvers fullkomleika og svo bregður lífið fyrir mann fæti og sýnir fram á að fegurðin felst kannski einmitt í því sem er ófullkomið,“ segir hún. Síðasti sýningardagur Stafa er Þorláksmessa. Þá verður opið í Hverfis- galleríi fram til klukkan tíu, eins og í bænum og Harpa ætlar að bjóða upp á léttar veitingar. „Ég hugsa að við verðum með sænska jólaglögg ef fólk vill líta inn og hlýja sér og fá smá frið frá jólaerlinum.“ - gun Létt spjall um listina Harpa Árnadóttir verður með leiðsögn um sýningu sína, Staði, í Hverfi sgalleríi á sunnudag klukkan 15 og tekur líka móti gestum á Þorláksmessu. AF SÝNINGUNNI Sprunguverk eftir Hörpu. LISTAKONAN Svo bregður lífið fyrir mann fæti. Harpa Árnadóttir listakona ➜ Síðasti sýningardagur Stafa er Þorláksmessa. Þá verður opið í Hverfisgalleríi fram til klukkan tíu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkt þann 12. des. 2013 að auglýsa lýsingar á nýjum deiliskipulagstillögum skv.1.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingar deiliskipulagstillagnanna fela í sér eftirfarandi; Fjallsárlón, markmið: Að skilgreina ramma fyrir uppbyggingu áningastaðar fyrir ferðamenn, Aðsókn ferðamanna að lóninu og nágrenni þess hefur aukist verulega og sumarið 2013 var boðið upp á siglingar á því. Nónhamar á Hofi, lýsingin er auglýst samhliða endurskoðun á aðalskipulagi 2012-2030 skv. 2. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið: Að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. Holt á Mýrum, markmið: Að þróa byggð í samræmi við þær byggingar sem fyrir eru á skipulagssvæðinu. Gert er ráð fyrir að útbúnar verði einbýlis-og raðhúsalóðir og aðstaða bætt við félagsheimilið Holt. Lýsingar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í ráðhúsi, Hornafjarðar Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 19. des. 2013 til og með 14. jan. 2014, og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. jan. 2014 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson umhverfis-og skipulagsfulltrúi Auglýsing um lýsingar deiliskipulaga Sveitarfélagsins Hornafjarðar Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkt þann 12. des. 2013 að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir Krossey og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) skv.1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillögur fela í sér eftirfarandi; Krossey : Markmið með gerð deiliskipulagsins er að skilgreina umferð og atvinnusvæði skýrar. Skapa forsendur til stækkunar lóða og tryggja öryggi vegfarenda. Skapa umgjörð sem hæfir starfssemi á hafnarsvæði og tryggja öryggi. HSSA: Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða endurskoðun á aðalskipulagi 2012-2030 skv. 2. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er samkvæmt nýju aðalskipulagi sem er í kynningu. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að: Að tryggja eðlilegan vöxt HSSA í samræmi við þarfir samfélagsins og að aðstaða sé í samræmi við lög. Að tryggja aukið framboð þjónustuíbúða í tengslum við starfsemi hjúkrunarheimilis. Að bæta umhverfi og þjónustu við núverandi notendur og vinnuaðstöðu þeirra sem þar starfa. Að auka framboð á eftirsóknarverðum íbúðum í sveitarfélaginu. Deiliskipulagstillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í ráðhúsi Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 19. des. 2013 til og með 10. feb. 2014 einnig á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. feb. 2014 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson umhverfis-og skipulagsfulltrúi Auglýsing um deiliskipulagsgerð Sveitarfélagsins Hornafjarðar HSSA og Krossey Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.