Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 70
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistar- sjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sam- eiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klass- íska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgel virtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guð- rún Hrund Harðardóttir, eigin- kona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljóm- sveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur árs- ins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykja- víkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klar- inettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálms- son á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“ En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvík- ing í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“ gun@frettabladid.is Ágætis uppskera þessa dagana Gunnar Andreas Kristinsson er meðal þeirra sjö sem hljóta Kraumsverðlaunin fyrir bestu íslensku diska ársins 2013. Hann er og tilnefnd ur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónhöfundur ársins fyrir verkið Gangverk englanna sem er líka tilnefnt sem tónverk ársins. Kraumur er sjálfstæður sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðasjóðs. Hann hefur það hlutverk að efla íslenskt tónlistar- líf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmiðið er að styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. ➜ Kraumur Gunnar Andreas Kristinsson stundaði grunnnám í tónsmíðum við Tónlistarskólann í Reykjavík á árunum 1997 til 2001 undir leiðsögn Kjartans Ólafssonar og Atla Heimis Sveinssonar og sótti tíma hjá Krzysztof Meyer sem skiptinemi við Tónlistarháskólann í Köln. Þá var hann við meistaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Haag frá 2001 til 2004. Eftir útskrift starfaði Gunnar við tónsmíðar í Hollandi og sótti samhliða því ýmis starfstengd nám- skeið. Hann flutti til Íslands 2009 og var stundakennari í tónsmíðum og tónfræði við LHÍ á árunum 2010 til 2012. Á ferli sínum hefur hann samið verk af ýmsum toga. Þau hafa ratað inn á tónlistarhá- tíðir víðs vegar um Evrópu eins og Listahátíð í Reykjavík, Myrka músíkdaga, Norræna músíkdaga, Ung Nordisk Musik, Gaudeamus Festival, Nederlandse Muziek dagen, Ultima Festival, Suså Festival og Darmstadt Summer Course. SMÁVEGIS UM FERILINN GUNNAR ANDREAS Er einn þeirra sem hljóta Kraumsverðlaunin fyrir bestu íslensku diska ársins, fyrir diskinn Patterns sem inniheldur úrval verka hans á einum áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.