Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 76

Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 76
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 64 TÓNNINN GEFINN Gunnar Leó Pálsson „Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólar hring,“ segir danski raftón- listarmaðurinn og Íslandsvinur- inn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjala- smið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljóm- sveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveit- inni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tón- listinni og spilar á ýmis hljóð- færi. „Ég fór aldrei í tónlistar- skóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eigin- leikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trente- möller spurður út í hljóðfæra- kunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðs- ins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljóm- sveitinni Blonde Redhead. gunnarleo@frettabladid.is Trentemöller ekki einn að þessu sinni Danski raft ónlistarmaðurinn Trentemöller kemur fram á Sónar-hátíðinni í febrúar. EKKI EINN Á BÁTI Anders Trentemöller kemur fram á Sónar-hátíðinni í febrúar, ásamt hljómsveit. NORDICPHOTOS/GETTY Trentemöller hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög fyrir Moby, Pet Shop Boys og The Knife með góðum árangri. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífur. Trentemöller hefur nokkrum sinnum áður sótt Ísland heim og meðal annars spilað á Airwaves-hátíðinni. Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu, Lost, og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem geymir mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu. Skemmtilegar staðreyndir Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan. Anders Trentemöller LAGALISTINN TÓNLISTINN 12.12.2013 ➜ 18.12.2013 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 1 Of Monsters And Men Silhouettes 2 Avicii Hey Brother 3 Kaleo Automobile 4 Baggalútur og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma 5 Jón Jónsson Feel For You 6 Ellie Goulding How Long Will I Love You 7 Steinar Up 8 Pharrell Happy 9 One Republic Counting Stars 10 Björgvin Halldórsson / Ragnheiður Gröndal .................Ást er æði 1 Baggalútur Mamma þarf að djamma 2 Kaleo Kaleo 3 Ýmsir Gömlu dagana gefðu mér 4 Sigríður Thorlacius Jólakveðja 5 Friðrik Ómar Kveðja 6 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 7 Drangar Drangar 8 Björgvin Halldórsson Duet III 9 Steinar Beginning 10 Strumparnir Strumpastuð Tónleikar eru eitthvað sem flestir hafa gaman af, um er að ræða afþreyingu, athöfn og skemmtun, þar sem áhorfandinn sér listamanninn skapa tónlistina frá grunni. Oft er um að ræða tónlist sem áhorfandinn hefur hlustað á heima hjá sér, í bílnum eða í tölvunni og gjörþekkir. Hins vegar er oft munur á lifandi flutningi tónlistar og tónlistar sem fólk heyrir á plötum en það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt. Mér þykir ákaflega indælt að hlusta á góða plötu en þykir eiginlega enn indælla og skemmtilegra að hlusta á listamenn og hljómsveitir sem breyta út af vananum á tónleikum. Mér þykir oftast erfitt að gagnrýna listamenn og hljómsveitir nema ég hafi séð og heyrt viðkomandi á tónleikum, hvort sem ég er viðstaddur tónleikana eða á hljóð- eða myndbandsupptöku. Ástæðan er sú að ég hef gaman af því að sjá og heyra muninn á hljóðversútgáfunni og tónleika- útgáfunni. Oft er hægt að „feika“ ýmislegt í hljóðverunum en það getur verið erfiðara þegar um lifandi flutning er að ræða. Þá eru tónleikar yfirleitt ekki eingöngu sælgæti fyrir eyru, heldur líka fyrir augu, þegar öll framkoma listamannsins er útspekúleruð. Ef dæmi eru tekin um listamenn úti í heimi sem leggja mjög mikið í tónleika sína í dag, er auðvelt að nefna nöfn eins og Justin Timberlake, Beyonce og U2, en listinn gæti verið talsvert lengri. Áður greindir listamenn leggja mikið upp úr tónleikum sínum og er upplifunina af tónleikum ekki eingöngu tónlistin, heldur er um að ræða útspekúleraða upplifun sem gerir áhorfandann að jafnaði agndofa. Þetta geta líklega margir tekið undir því ekki alls fyrir löngu fóru fjölmargir Íslendingar á tónleika með tónlistagyðjunni Beyoncé, þegar hún kom fram á Norður- löndunum og Evrópu fyrr á árinu. Hins vegar er Justin Timberlake í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum og að sjá frammistöðu hans og þeirrar frábæru hljómsveitar sem er á bak við hann er gjörsamlega magnað. Með poppstjörn- unum leika þvílíkir snilldarhljóðfæraleikarar og er tónlistin að jafnaði útsett þannig, að meira að segja erfiðustu tónlistarspekingar verða hrifnir, þó þeir hafi ekki orðið jafn hrifnir af hljóðversútgáfu efnisins. Við Íslendingar skulum njóta þess að eiga okkar frábæra tónlistarhús, okkar frábæra tónlistarfólk og alla þá grósku sem er í íslensku tónlistarlífi. Förum á tónleika og njótum þessa að upplifa sanna list. Tónleikar vs. hljómplata Nicovel®lyfjatyggigúmmí 598kr/pk VILTU HÆTTA AÐ REYK JA? Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. NEY131006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.