Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 78

Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 78
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 66 Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues verður frum- sýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur frétta- haukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdrag- anda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestanhafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir verða markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru mark- aðssettar en ég held að leikar- ar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Banda- ríkjanna. Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafn- framt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólar- hring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Rons, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate. liljakatrin@frettabladid.is ➜ Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Leikarinn Jake Gyllenhaal er 33ja ára í dag. Helstu myndir: Donnie Darko, Brokeback Mountain, Zodiac og Prisoners. AFMÆLISBARN DAGSINS Grínmyndin I‘m so excited!, sem heitir á frummálinu Los amantes pasajeros, verður frumsýnd á föstudag í Bíó Paradís en leik- stjóri og handritshöfundur er Pedro Almodóvar. Myndin gerist á borð um flug- vél sem er á leið til Mexíkó og við fylgjumst með tvíkynhneigðu flugmönnunum Benito og Alex og samkynhneigðu flugþjónunum Ulloa, Fajardo og Joserra. Flugvélin er full af sérkenni- legum karakterum sem eru svo sannarlega í ferð sem gæti endað með ósköpum. Myndin er sýnd með enskum texta og hefur Almodóvar lýst henni sem gleðilegri. Flestir kvikmyndaáhugamenn ættu að kannast við Almodóvar. Hann hefur leikstýrt myndum á borð við Kika, Carne Trémula, Todo Sobre Mi Madre, Hable Con Ella, La Mala Educación, Volver og La Piel que Habito. - lkg Ný mynd eft ir meistara Almodóvar Grínmyndin I’m so excited! fj allar um tvíkynhneigðu fl ugmennina Benito og Alex. GRÍÐARLEGA VINSÆLL Pedro Almo- dóvar á framleiðslufyrirtækið El Deseo sem framleiðir myndina. Myndin sem breytir markaðssetningu Anchorman 2: The Legend Continues verður frumsýnd á Íslandi á föstudag. „I don‘t know what we‘re yelling about.“ Brick Tamland. „And I‘m Ron Burgundy. Go fuck yourself, San Diego.“ Ron Burgundy. „They‘ve done studies, you know. 60% of the time, it works every time.“ Brian Fantana. „You‘re so wise. You‘re like a miniature Buddha, covered in hair.“ Ron Burgundy. „For just one night let‘s not be Co-workers. Let‘s be Co-people.“ Ron Burgundy. „I‘m in a glass case of emotion.“ Ron Burgundy. „I would like to extend to you an invitation to the pants party.“ Brick Tamland. „Where‘d you get your clothes … from the … toilet store?“ Brick Tamland. Bestu frasarnir úr Anchorman I GENGIÐ SNÝR AFTUR Margir bíða spenntir eftir nýju Anchorman-myndinni. Einkunnir: IMDB: 6,7/10 Rotten Tomatoes: 89/100 Metacritic: 64/100 Þrjár jólahryllingsmyndir Bíó Paradís ætlar að sýna þrjár jólahryllingsmyndir, þrjá fimmtudaga í röð, 19. og 26. desember og 2. janúar. Um er að ræða klassískar og hræðilegar hrollvekjur og hefjast sýningar því klukkan 22.00 öll kvöldin. Myndirnar sem sýndar verða eru, Saint frá árinu 2010 sem fjallar um morðingjann St. Nicholas sem rænir og drepur börn á fullu tungli 5. desember. Black Christmas frá árinu 1974 sem fjallar um morðóðan mann sem drepur ungmenni. Þriðja og síðasta myndin er Silent Night, Deadly Night frá árinu 1984 þar sem morðóður jólasveinn gengur berserksgang. - glp Risaeðlurnar 3D teiknimynd Teiknimyndin Risaeðlurnar 3D er frumsýnd á morgun en í henni ferðast áhorfendur tugi milljóna ára aftur í tímann og verða hluti af stórkostlegri sögu. Myndin segir frá ungum risaeðlustrák sem er sonur forystueðlunnar. Þeim litla er ætlað það hlutverk að taka við leið- togahlutverkinu þegar fram líða stundir. Hann þarf bæði að læra af eldri risa- eðlunum og takast á við ýmsar hættur þar sem grimmir og miskunnarlausir óvinir eru ávallt nærri. - lkg Hable Con Ella (2002) vann Óskar- inn fyrir besta handrit. Hún vann BAFTA-verðlaun sem besta mynd ekki á ensku og fyrir besta handrit. La piel que habito (2011) vann BAFTA sem besta mynd ekki á ensku. Todo sobre mi madre (1999) vann BAFTA sem besta mynd ekki á ensku. ➜ Verðlaunamyndir Almodóvar Þrívíddar risaeðlur og hryllingsjól FRUMSÝNINGAR Nóg að gerast í bíó í dag og á morgun BÍÓFRÉTTIR PI PA R\ TB W A • S ÍA VIRB Elite Hasarmyndavél Innbyggður skjár, 2000mAh rafhlaða, 16Mp myndflaga, GPS skráir hraða og hæð, WiFi tenging við síma og margt annað setur Garmin hasarmyndavélarnar í sérflokk. VIRB FRÁ KR. 54.900 PI PA R\ TB W A • S ÍA PI PA R\ TB W A • S ÍASÍ A SÍ A Forerunner 620 Hlaupaúr Hvíldartími, súrefnisupptaka, skrefafjöldi, skreftími og sendir þráðlaust á Garmin Connect með WiFi. HLAUPAÚR FRÁ KR. 23.900 Monterra Útivistartæki Android, Vídeó, FM útvarp, netvafri, tölvupóstur, myndavél og margt annað spennandi. ÚTIVISTARTÆKI FRÁ KR. 29.900 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is | Opið kl. 10-18 fram að jólum. Kl. 10-12 á aðfangadag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.