Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 94

Fréttablaðið - 19.12.2013, Side 94
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 82 HANDBOLTI „Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rann- sóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins. Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver stað- an er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfanga- dag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstíma- bilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frek- ar en eitthvað annað. Það er gjör- samlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spil- að með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór. henry@frettabladid.is Til í að fórna öllu fyrir EM Óvissa er með þátttöku skyttunnar Arnórs Atlasonar á EM í Danmörku sem hefst í næsta mánuði. Arnór meiddist á kálfa á æfi ngu á mánudag. Hann er hugsanlega með rifi nn vöðva í kálfanum en vonast eft ir því að vera aðeins tognaður. Hann verður í miklu kapphlaupi við tímann sama hversu slæm meiðslin eru. ÓHEPPINN Lukkan hefur ekki beint verið í liði með Arnóri síðustu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég hef verið á góðu róli og þetta er ömurlegt. Arnór Atlason SPORT FÓTBOLTI „Ég er alltaf að semja eitthvað. Ég er búinn að vera leng- ur í tónlist en dómgæslu,“ segir einn besti knattspyrnudómari landsins, Garðar Örn Hinriksson. Hann var söngvari í hljómsveit- inni Url sem lagði upp laupana fyrir um tíu árum. Hann var nú að gefa út lagið „Sjá“, hugljúft lag sem sungið er af Heiðu Ólafs. „Ég sendi þetta lag í Eurovision- keppnina en því var hafnað. Fyrst þetta lag komst ekki inn þá hlýtur þessi undankeppni að vera sú besta í Evrópusögunni. Það getur ekki annað verið en lögin sem eftir eru séu stórkostleg því mitt lag er ekki lélegt,“ sagði tónskáldið hæverska, stolt af sínu lagi. „Mér fannst röddin mín ekki passa við þetta lag og Heiða gerir þetta frá- bærlega.“ Garðar, sem oft er kallaður Rauði baróninn meðal knatt- spyrnuunnenda, segir að draum- urinn sé að gefa út sólóplötu með eigin efni. „Ég á alveg efni í heila plötu en það er dýrt að taka upp og gefa út. Þó svo ég sé frábær dómari þá er ég enn þá betri söngvari og tónlistar maður. Tónlist er mín ástríða,“ segir Garðar en hann hefur ekki fengið neina útvarps- spilun en vonar að nýja lagið muni hljóma á öldum ljósvakans. Hinn marghami Garðar tók þátt í X-Factor-keppninni á sínum tíma en komst ekkert allt of langt. „Ég veit af hverju mér var hent út. Ég er ekki að segja að ég hafi verið besti söngvarinn en stuttu áður en mér var hent úr keppni var ég spurður hvort ég hefði verið í hljómsveit. Svo var ég næstur út. Ég skildi það ekki því Jógvan hafði verið í hljómsveitum í Fær eyjum. Ég var fúll í hálftíma en svo gleymdi ég því,“ segir Garðar og bætir við að hann hafi aldrei horft á atvikið þegar hann er sendur heim. - hbg Ég er miklu betri söngvari en dómari Garðar Örn gefur út lag sem komst ekki í Eurovision. FJÖLHÆFUR Garðari Erni er margt til lista lagt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðal iv nningur er s lp u kn unýr Chevrolet Spark árg. 20 14 HAPPDRÆTTI GÓÐ ÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐ KJÖR Á SKOÐUNUM KÖRFUBOLTI Nigel Moore spilar áfram í Domino‘s-deild karla í körfu þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi látið leikmanninn fara. Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í fyrravetur, var fljótur til og samdi við leikmanninn. Þetta er í annað skiptið sem ÍR skiptir um Kana á þessari leiktíð og nú vonast Örvar til að Nigel Moore-áhrifin verði jafn mikil í Breiðholtinu og þau voru í Njarðvík á síðasta tímabili. Þá hækkaði sigurhlutfall Njarðvíkurliðsins um 45 prósent eftir að hann bættist í hópinn. Njarðvíkingar töpuðu fjórum af fimm fyrstu deildarleikjum sínum í fyrra- haust og Bandaríkjamaðurinn Jeron Belin var látinn fara eftir fjóra leiki. Nigel Moore var fenginn til að leysa hann af en Moore var þá að koma til baka eftir meiðsli. Nigel var ekkert alltof sannfærandi í fyrstu leikjunum en átti góðan leik í eins stigs útisigri á erkifjendunum í Keflavík. Eftir aðeins tvo sigra í fyrstu sjö leikjunum voru Nigel Moore og Njarðvíkurhúnarnir komnir í takt og Njarðvíkur- liðið vann 8 af síðustu 10 deildarleikjum sínum. Njarðvík datt síðan út úr úrslita- keppninni eftir magnaðan oddaleik í Hólminum. ÍR-ingar hafa aðeins unnið 2 af fyrstu 11 leikjum sínum og eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. - óój Verða Moore áhrifi n jafnmikil í Breiðholtinu og í Njarðvík? ÖFLUGUR KARAKTER Nigel Moore í leik með Njarðvík en hann spilar með ÍR á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa samið um að landslið þjóðanna spili vináttulandsleik hinn 21. janúar næstkomandi og mun þessi leikur fara fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta er ekki alþjóðlegur landsleikjadagur og landsliðshópurinn verður því að mestu skipaður leikmönnum sem leika hér á landi og á Norðurlöndunum. Svíar spila tvo leiki í Abú Dabí því þeir mæta Moldavíu fjórum dögum fyrr. Þetta verður fyrsti janúarleikur A-landsliðs karla í tólf ár eða síðan liðið mætti Kúveit og Sádi-Arabíu í byrjun janúar 2012. Ísland hefur alls spilað sex landsleiki í janúar og alla undir stjórn Atla Eðvaldssonar. - óój Fyrsti janúar- leikur í tólf ár 2-3 TAP SÍÐAST Ísland og Svíþjóð mætast í 15. sinn í janúar. Hér er Rúrik Gíslason í síðasta leik þjóðanna. MYND/AFP Norska kvennalandsliðið í handbolta er úr leik á HM í Serbíu eftir þriggja marka tap á móti heimastúlkum í átta liða úrslitunum í gær. Dönsku stelpurnar verða fulltrúar Norðurlanda í undanúrslitunum eftir 31-28 sigur á Þjóðverjum. Í undanúrslitunum á föstudaginn mætast Brasilía og Danmörk annars vegar og Pólland og Serbía hins vegar. Brasilía og Pólland hafa aldrei áður komist svona langt og Serbía er í undanúrslitunum í fyrsta sinn síðan 2001.Noregur spilar ekki um verðlaun á stórmóti í fyrsta sinn síðan Þórir Hergeirsson tók við liðinu eftir 25-28 tap á móti Serbíu. Það fór allt í baklás hjá norska liðinu í seinni hálfleik þegar liðið skoraði ekki mark í tólf mínútur. Á meðan breyttu Serbar stöðunni úr 16-21 í 23-21 og héldu síðan forystunni út leikinn. Sigurgangan á enda hjá Þóri og norsku stelpunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.