Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 102

Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 102
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 90 „Ég ræddi við hann um íslenskan körfubolta og nýjan þátt um Saul Goodman,“ segir körfuboltakapp- inn Justin Shouse um samtal sitt við grínistann Bill Burr sem þeir áttu í Bláa lóninu á sunnudag- inn, rétt áður en Burr hélt uppi- stand sitt í Hörpunni. Shouse var í Bláa Lóninu ásamt vini sínum Brad Trocki sem var staddur hér á landi í heimsókn. „Við sáum Bill Burr þarna um leið og við komum. Brad ákvað að vinda sér upp að honum og byrjaði að spjalla. Þeir sátu þarna undir fossi og ræddu saman í mestu makindum,“ útskýrir Shouse. Hann blandaði sér í samræðurnar og segir Bill Burr hafa verið ákaf- lega skemmtilegan. „Hann spurði margra spurninga og var áhuga- samur um íslenskan körfubolta. Hann sagði að það væri betra að hitta þriggja stiga skoti „í and- litið“ á andstæðingi en að segja góðan brandara.“ Þeir ræddu einnig um hlutverk Bills Burr í Breaking Bad-þátt- unum og hvort hann hefði áhuga á að vera með í nýjum þáttum sem fjalla um Saul Goodman, eina vinsælustu persónu Break- ing Bad. „Hann talaði mikið um þættina og sagðist endilega vilja vera í þessum nýju þáttum.“ Burr spurði svo vinina hvort þær ætluðu ekki örugglega á uppistandið. „Við viss- um ekki alveg hverju við áttum að svara, því við vorum ekki með miða. En svo bauðst hann til að setja okkur á gestalista, sem var magnað. Uppistandið var hrein- lega frábært, maðurinn er ótrú- lega fyndinn.“ - kak Justin Shouse á gestalista grínistans Bill Burr Landsliðsmaðurinn Justin Shouse spjallaði við Bill Burr í Bláa Lóninu um íslenskan körfuknattleik. SPJÖLLUÐU LENGI Justin Shouse segir Bill Burr ákaflega skemmtilegan mann. „Í skammdeginu hlusta ég á Heart- break express með Dolly Parton á vínyl.“ Eva Rún Snorradóttir ljóðskáld. BESTA PLATAN „Skemmtarinn hefur átt undir höggi að sækja að undanförnu og Geirmundur hefur verið einráður á skemmtaramarkaðnum,“ segir Heiðar Örn Kristjáns- son, söngvari og gítarleikari Botnleðju, sem kemur fram á Jólaplöggi Record Records um næstu helgi. Heiðar er þó eini meðlimur sveitarinnar sem kemur þar fram. „Ég verð þarna með gítarinn en Þröstur skrítni á Skerseyrarveginum verður mér til halds og trausts á skemmtaranum,“ útskýrir Heiðar. Heiðar og Þröstur ætla leika lög Botnleðju í skemmtaraútgáfu en einnig má segja að útgáfan verði léttsvinguð. „Halli trommari og Raggi bassaleikari komust ekki á Jólaplöggið og var skemmtarinn því besta lausnin en þetta verður mjög skemmtilegt.“ Þetta verður líklega í eina skiptið sem aðdáendur Botnleðju geta léð skemmtaraútgáfunni eyra. Jóla- plögg Record Records fer fram næstkomandi laugar- dagskvöld á Harlem og á Gamla Gauknum. - glp Botnleðja í keppni við Geirmund Botnleðja tekur lögin sín í skemmtaraútgáfu á Jólaplöggi Record Records. SKEMMTARINN KLÁR Helstu slagarar Botnleðju munu heyrast í skemmtaraútgáfu á Jólaplöggi Record Records um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Orðabelgur er fjörugt og fræðandi spil fyrir alla fjölskylduna Eftirtaldir sölustaðir eiga enn eintök: Penninn Eymundsson, Spilavinir, A4, Hagkaup, Krumma og Mál og menning. ðabelgur Or,,Borðspilið pnað spil heper bráðvel enskukunnáttuá íslsem reynir a.“ spilþeirra sem .12. 2012).(JAÓ, Mbl. 23 Spilið felur í sér margvíslegar þrautir og áskoranir sem tengjast orðum og orðasamböndum. Orðabelgur kom út fyrir síðustu jól og er upplagið á þrotum. „STÓR- SKEMMTILEG BÓK FYRIR STRÁKA.“ ARI ELDJÁRN, GRÍNISTI 1. PRENTUN UPPSELD!2. PRENTUN Á LEIÐ Í VERSLANIR „HRIKALEGA SKEMMTILEG OG GAGNLEG BÓK!“ ARON PÁLMAR SSON, HANDBOLTAS TRÁKUR „Þetta lag er algjört partí, ég er ótrúlega ánægður með það. Í raun kom aldrei annað til greina en að það yrði frumsamið,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekkt- ur sem Steindi Jr., um lokalagið í Áramótaskaupinu í ár, sem ber titil- inn Springum út. Steindi og Bagga- lútur munu leiða saman hesta sína og njóta fulltingis lagasmiðanna Stop Wait Go, sem voru Steinda innan handar með mörg hans vin- sælustu laga, til dæmis Djamm í kvöld og Dansa það af mér. Steindi mun syngja lagið ásamt Guðmundi Pálssyni úr Baggalút og Ilmi Krist- jánsdóttur. „Í stuttu máli fjallar lagið um að strengja áramótaheit. Við Íslendingar erum einstaklega góðir í því að lofa öllu fögru síð- ustu klukkustundir hvers árs, en svo er allt annað hvort við förum eftir því,“ segir Steindi glaðbeitt- ur og bætir því við að margir þjóð- þekktir einstaklingar muni koma fram í laginu. Bagga- lútur og Steindi eru þekkt- ir fyrir lög sín sem mörg hver hafa notið gríðar- legra vinsælda. Lög Steinda eru samtals með um þrjár milljónir flett- inga á vefsíðunni You- Tube og hárbeittar plöt- ur Baggalúts hafa selst í bílförmum. „Ég geri þá kröfu að lagið ómi í öllum áramótapartíum og bara langt fram á nýja árið,“ segir Steindi. Steindi er einn níu handrits- höfunda Áramótaskaupsins. Hann segir vinnuna við skaupið hafa verið skemmtilega tilbreytingu frá vinnunni við þættina hans, Steind- inn okkar. „Aðalmunurinn er sá að maður fær ákveðin mál á borðið, þegar maður skrifar Skaupið, og þarf að skrifa brandara úr því sem helst höfðar til allra. En ég er vanur því að skapa brandarana algjörlega sjálfur og búa til karaktera, sem má skilgreina sem hlutlaust grín. Svo þetta var skemmtileg áskorun,“ útskýrir Steindi. Hann er afar ánægður með afrakstur- inn; finnst skaupið vera gott. „Það var rosalega góður andi yfir skrif- teyminu, góð stemn- ing á setti. Ég held að þetta sé þrususkaup. Mjög fjölbreytt. Við reyndum að hafa pólitíkina í algjöru lágma rk i enda mörg önnur skemmti- legri mál að tækla.“ Hann vonast til þess að skaupið höfði til allra. „Mér finnst eins og þ að hafi tíðkast að annar helmingur þjóð- arinnar fíli skaupið og hinn helm- ingurinn ekki. Ég vona að við náum að breyta því. Þetta skaup er fjöl- breytt og það ætti klárlega að vera eitthvað þarna fyrir alla. Ég vona innilega að landsmenn á öllum aldri skemmti sér konunglega yfir skaup- inu og enginn verði pirrípú, annars fer ég í felur í þrjá daga þangað til allir verða búnir að gleyma skaup- inu,“ segir Steindi. kjartanatli@frettabladid.is Steindi og Baggalútur með lokalag skaupsins Lokalag Áramótaskaupsins í ár verður frumsamið. Steindi Jr. vonar að lagið ómi í öllum áramótapartíum. Hann segir vinnu við skaupið skemmtilega áskorun. LOKALAGIÐ Í SKAUPINU ➜ Ber titilinn Springum út. ➜ Sungið af Steinda Jr., Guðmundi Pálssyni úr Baggalúti og Ilmi Kristjánsdóttur. ➜ Fjallar meðal annars um að strengja áramótaheit. ➜ Margir þjóðþekktir einstaklingar koma fram. Ég vona innilega að landsmenn á öllum aldri skemmti sér konunglega yfir skaupinu og enginn verði pirrípú. Við reyndum að hafa pólitíkina í algjöru lágmarki enda mörg önnur skemmtilegri mál að tækla. Þetta lag er algjört partí, ég er ótrúlega ánægður með það. Í raun kom aldrei annað til greina en að það yrði frumsamið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.