Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR F æðubótarefnið er unnið úr ávextinum GARCINIA CAMBOGIA sem finnst í Suðaustur-Asíu. Ávöxturinn hefur verið notaður í mörg hundruð ár, bæði sem almenn fæða og sem lækningalyf. Virkni ávaxtarins má rekja til efnisins HCA eða hýdroxísýru sem hindrar fitubyggingu, minnkar matarþörf, býr til seddutilfinningu, jafnar blóðsykur og eykur serótónínfram-leiðslu sem stuðlar að jafnaðargeði, eykur vellíðan og minnkar stress. RÁÐLÖGÐ NOTKUNTaktu 2 hylki af GARCINIA CAMBOGIA með vatnsglasi um 30-60 mínútum fyrir aðalmál-tíð eða taktu 2 hylki stuttu eftir aðalmáltíðDagsskammt NÝJASTA LAUSNIN GEGN AUKAKÍLÓUMBALSAM KYNNIR GARCINIA CAMBOGIA 100% náttúrulegt fæðubótarefni. Tilvalið fyrir alla sem vilja borða minna í hverri máltíð, ná stjórn á mauli milli mála, sykuráti, kvöldsnarli, losna við aukakílóin og upplifa vellíðan í eigin skinni. GLÆSTIR VÍNARTÓNLEIKARHinir árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara fram í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld kl. 19.30. Tónleik- arnir verða endurteknir föstudag og laugardag. Glæsileik- inn svífur yfir vötnum og það er Peter Guth sem stjórnar hljómsveitinni en Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson syngja einsöng. Rannsóknir hafa sýnt að Garcinia Cambogia stóreykur þyngdartap, dregur úr matarþörf og bætir líðan. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Eldshöfða 1 S: 577-5000 Hreinsandi.is hreinsandi@hreinsandi.is Húsgagnahreinsun fyrir alla muni www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 8. janúar 2014 | 1. tölublað | 9. árgangur Vilja sinna ferðageiranum Minni verðbólga í evrulöndum Verðbólga í evrulöndunum 17 minnkaði enn í des-ember samkvæmt nýbirtum tölum Eurostat, hag-stofu Evrópusambandsins. Eykst því þrýstingur á seðlabanka Evrópu að auka slaka í peningastjórn-inni. Verðbólga fór úr 0,9 prósentum í nóvember í 0,8 prósent í desember. Peningastefna Seðlabanka Evrópu miðar við að halda verðbólgu rétt undir tveimur prósentum. Verðbólgan er þó enn yfir 0,7 prósenta metlægð októbermánaðar, en þá lækkaði seðlabankinn stýrivexti í 0,25 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Á morgun er vaxtaákvörðunar-dagur í Evrópu og veðja flestir hagfræðingar á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. - óká OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER V I Ð KO M U M V Í ÐA V I Ð ! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 14 2 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fólk Sími: 512 5000 8. janúar 2014 6. tölublað 14. árgangur Samgöngur hindra Ef ferðaþjónusta á að blómstra á Vestfjörðum verða að koma til stórtækar samgöngubætur. 12 Gætu bakkað með hækkun For- maður bílastæðanefndar Bílastæða- sjóðs segir hækkun gjalda í bíla- stæðahúsum borgarinnar hafa verið mistök og útilokar ekki að hún verði endurskoðuð. 2 Óvíst hver borgar Ríkið greiðir 40 milljónir króna fyrir sjúkrabúnað í nýja sjúkraflugvél Mýflugs. Félagið bar ábyrgð á búnaði sem ríkið átti og eyðilagðist í flugslysinu í ágúst. 4 Viljum ekki rafrettur Lítil eftir- spurn er eftir rafsígarettum hér á landi. Innflutningur er ólöglegur. 10 SKOÐUN Sæunn Kjartansdóttir sál- greinir segir skynsamlegt að lengja fæðingarorlof. 15 SPORT Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson ræða um EM og lífið hjá PSG í Frakklandi. 30 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla Paratabs® HEILBRIGÐISMÁL Samningar náð- ust milli sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Sjúkratrygg- inga Íslands (SÍ) í lok síðasta árs. Samningurinn getur leitt til minni kostnaðarþátttöku sjúk- linga og mun breytingin skipta tugþúsundum króna í sumum tilfellum. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samninginn og tók hann gildi 1. janúar. Læknar hafa frest til 10. janúar til þess að segja sig inn á samninginn. Fyrri samningur við sérfræðilækna rann út í apríl 2011 og gaf heil- brigðisráðuneytið í millitíðinni út reglugerð sem gerði ráð fyrir endurgreiðslu til sjúklinga miðað við fyrri samninga. Læknar hækkuðu í kjölfarið komugjöld til að fylgja verðlagþróun og lenti hækkunin eingöngu á sjúk- lingum. „Nú verða engin komugjöld hjá þeim sem vinna samkvæmt samningnum,“ segir Steinn Jóns- son, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Steinn segir skiptar skoðanir vera um samninginn. „Við höfum unnið á sama einingarverði frá árinu 2008, sem hefur dregist aftur úr kaupmáttarvísitölu um fjörutíu prósent. Læknar hækk- uðu komugjöldin til að leiðrétta taxtana á meðan,“ segir hann, en nýr samningur leiðréttir eining- arverðið að tveimur þriðju hlut- um. Breyting hefur orðið á fyrir- komulagi samningsgerðarinn- ar og mun hver og einn læknir ákveða hvort hann vinnur sam- kvæmt samningnum. Steinn segir breytinguna hafa verið gerða að beiðni SÍ sem túlki lög um sjúkra- tryggingar þannig að óheimilt sé að semja við stéttarfélög. Læknafélag Reykjavíkur er ekki sammála túlkun Sjúkra- trygginga á lögunum, en Steinn telur þó að það muni ekki skipta sköpum um niðurstöðuna. „Ég hef á tilfinningunni að meginþorri sérfræðinga muni segja sig inn á samninginn, en það kemur í ljós í þessari viku,“ segir hann. - eb Sjúklingarnir borga minna Nýr samningur við sérfræðilækna tók gildi um áramót. Sjálfstætt starfandi læknar hafa verið samningslausir frá árinu 2011. Hækkun komugjalda lenti að mestu á sjúklingum. Nú getur kostnaður þeirra minnkað mikið. 2013 Árlegar greiðslur sjúklinga árið 2013 voru 31.100 kr. Við það bættist komugjald, sem sérfræðilæknar settu sjálfir. ■ 60.000 kr. Fyrir algengar hné- og ökklaaðgerðir. ■ 75.000–100.000 kr. Fyrir krossbandaaðgerð og vissar axlaaðgerðir. 2014 Árlegar greiðslur sjúklinga hækka í 32.500 kr. árið 2014. Komugjald til samningsbundinna sérfræðilækna fellur niður þar sem þeim er óheimilt að leggja aukagjöld á sjúklinga. ■ 32.500 kr. Hámarksgjald sem sjúklingur greiðir. (Upphæðirnar miðast við fulla greiðsluþátttöku áður en gefið er út afsláttarkort.) ➜ Dæmi um breyttan kostnað sjúklinga ALLT Á KAFI Veturinn hefur verið snjóþungur fyrir vestan og var Sigurgeir Heiðar Ólafarson ekki í vandræðum með að klifra upp á þak heimilis síns á Drafnargötu 9 á Flateyri. Óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum var enn í gildi í gær en nokkur stór snjóflóð hafa fallið þar undanfarna tvo daga. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT REYNISSON Bolungarvík 1° NA 13 Akureyri 2° NA 6 Egilsstaðir 1° N 7 Kirkjubæjarkl. 3° NA 5 Reykjavík 3° NA 8 BJART SYÐRA Í dag verða norðaustan 5-13 m/s, minnkandi úrkomu norðan til en bjart syðra. Hiti víðast 0-6 stig, mildast syðst. 4 MENNING Vilhelm Anton Jónsson er þegar byrjaður að skrifa næstu vísindabók. 34 DAGVISTUN Félagsstofnun stúd- enta (FS) herti reglur um dag- vistunarpláss fyrir stúdenta Háskóla Íslands þegar grunur kom upp um misnotkun á þjón- ustu ungbarnaleikskóla stofn- unarinnar. Stúdentar þurfa nú að sýna fram á lágmarks náms- framvindu. Reykjavíkurborg herti einn- ig reglur um námsmannaafslátt vegna dagvistunar og þurfa nú báðir foreldrar að vera í námi en áður nægði að annað foreldrið væri námsmaður. Um helmingsfækkun hefur orðið á umsóknum um náms- mannaafslátt í Reykjavík frá því að breytingarnar tóku gildi árið 2011. „Eftir að við heyrðum sögu- sagnir um að fólk væri að skrá sig í háskólann til að koma börn- um í leikskólana hertum við skilyrðin fyrir leikskólavist,“ segir Rebekka Sigurðar- dóttir, upplýsinga- fulltrúi FS. „Nú er gerð krafa um lágmarks náms- framvindu, svip- að og hjá Stúd- entagörðum, til að tryggja að þetta séu örugglega stúdentar sem séu þarna með börnin, en ekki fólk á vinnu- markaði,“ segir Rebekka, en hún segir langan biðlista vera eftir leikskólaplássi. Hertar reglur tóku gildi um mitt ár 2012. Þar er gert ráð fyrir því að foreldri ljúki að minnsta kosti 40 einingum á ári, eða tveimur þriðju þess sem viðkomandi háskóladeild telur eðli- lega framvindu fyrir eins árs nám. - eb / sjá síðu 6 Reglum leikskóla FS breytt vegna gruns um að farið væri á svig við reglur: Plássin nú háð námsframvindu 40 einingar á ári þarf foreldri að ljúka til að koma barni sínu inn á leikskóla FS eftir reglubreytingu sem gerð var um mitt ár 2012. REBEKKA SIGURÐARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.