Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 4
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 2.080 krónur kostaði að meðaltali að vera með heimasíma á síðasta ári. Verðið hefur hækkað um 16 prósent frá árinu 2011, og um 44 prósent frá árinu 2007. Heimild: Hagstofa Íslands DÓMSMÁL Tveir sakborningar í skattahluta Baugsmálsins krefjast um átta milljóna króna miskabóta hvor fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Þeir vilja að auki að sektir sem þeir voru dæmdir til að greiða verði endurgreiddar, sem og máls- kostnaður, samtals yfir 100 millj- ónir króna. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi stjórnarformaður Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi for- stjóri fyrirtækisins, voru dæmd- ir fyrir skattalagabrot í febrúar í fyrra. Þeir kærðu niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadóm- stóls Evrópu á þeim forsendum að þeim hafi verið refsað tvisvar fyrir sömu sakir. Meðferð málsins er langt komin hjá dómstólnum. Vilja þeir meina að þar sem yfirskatta- nefnd sektaði þá hafi ekki mátt ákæra þá og dæma fyrir sömu brot. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir að dómurinn bíði þess nú að ríkið taki afstöðu til bótakröf- unnar. Ríkið hefur tvívegis fengið frest til að skýra afstöðu sína, síðast fram í byrjun febrúar. Þegar það er komið er ekkert því til fyrirstöðu að dómstólinn felli dóm sinn. - bj Krefjast miskabóta hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna Baugsmálsins: Vilja átta milljónir króna hvor JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON TRYGGVI JÓNSSON KVIKMYNDIR Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, og Jón Ásbergs- son, framkvæmdastjóri Íslands- stofu, hafa undirritað þriggja ára samning um að Íslandsstofa annist áfram umsjón verkefnisins Film in Iceland. Hlutverk Íslandsstofu hefur und- anfarin ár verið að kynna lög um tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði fyrir erlend- um kvikmynda- og sjónvarpsfram- leiðendum annars vegar og hins vegar að kynna Ísland sem ákjós- anlegan tökustað. - fb Ríkisstjórnin og Íslandsstofa: Sömdu um Film in Iceland ÁNÆGÐ MEÐ SAMNING Ragnheiður Elín og Jón handsala samninginn. SAKAMÁL Karlmaður á sextugs- aldri var fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku á samskiptaforritinu Skype. Maðurinn er fæddur árið 1961 og hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Um kynferðislega áreitni var að ræða þar sem maðurinn klæmdist við stúlkuna í en slík afbrot hafa aukist á undanförn- um árum. - fb Skilorðsbundið fangelsi: Braut gegn stúlku á Skype SPÁNN, AP Kristína, dóttir Jóhanns Karls Spánarkonungs, kemur fyrir rétt á Mallorca í mars til að svara fyrir ásakanir um aðild að fjár- svikum og peningaþvætti. Ásakanirnar tengjast allar fyr- irtæki eiginmanns hennar, sem heitir Iñaki Urdangarín og var í eina tíð þekktur handboltaleikmað- ur á Spáni. Hann sætir rannsókn vegna ásakana um að hann hafi reynt að hafa stórfé út úr verktakasamning- um við ríkið í gegnum stofnun sem hann setti á laggirnar og átti að starfa án ágóða. - gb Spánarprinsessa í vanda: Sökuð um aðild að fjársvikum STJÓRNSÝSLA Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljón- um króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýs- ingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flug- vélina tóku ekki sér- staklega til búnaðar- ins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðu- neytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjár- aukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bóta- kröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir. „Í þessu máli er ekki aug- ljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er meg- ináhersla af hálfu ráðuneytis- ins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigð- isráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flug- vélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnað- ur til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustu- samningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásak- anir um meint óvönduð vinnu- brögð Mýflugs- manna í sjúkra- fluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor. gar@frettabladid.is Óvíst að ríkið krefji Mýflug bóta vegna 40 milljóna tjóns Ríkið greiðir 40 milljónir króna fyrir sjúkrabúnað í nýja sjúkraflugvél Mýflugs. Félagið bar ábyrgð á búnaði sem ríkið átti og eyðilagðist í flugslysinu í ágúst. Óljóst er hvort ríkið geri bótakröfu á Mýflug vegna tjónsins. SJÚKRAFLUGVÉLIN SEM FÓRST Tugmilljóna sérbúnaður í eigu ríkisins eyðilagðist í flugslysinu á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst síðastliðinn. MYND/BALDVIN ÞEYR „Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“ Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012. Mýflug bar ábyrgð á tjóni KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráð- herratíð sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur 8-18 m/s. BREYTING Á MORGUN Vaxandi austanátt á morgun og þykknar upp syðra. Fremur hvasst á föstudag og rigning eða slydda um sunnan og austanvert landið en úrkomulaust að mestu norðan til og bjart. Hitinn breytist lítið. 1° 13 m/s 3° 10 m/s 3° 8 m/s 6° 10 m/s Á morgun Vaxandi A-átt, hvassast syðst. Gildistími korta er um hádegi 4° 1° 3° 2° 0° Alicante Basel Berlín 18° 9° 11° Billund Frankfurt Friedrichshafen 8° 12° 12° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 7° 7° 23° London Mallorca New York 12° 18° -4° Orlando Ósló París 18° 5° 12° San Francisco Stokkhólmur 14° 7° 3° 5 m/s 4° 9 m/s 1° 7 m/s 3° 10 m/s 2° 6 m/s 2° 8 m/s -2° 8 m/s 3° 0 2° 1° 1° Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins Heilbrigðisráðuneytið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.