Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 8. janúar 2014 | MENNING | 25 „Sjávarútvegur er fjölbreytt alþjóðleg atvinnugrein og marg- ir þættir sem honum tengjast. Góð framkoma í fjölmiðlum er mikilvægur þáttur sem þarf að leggja mikla áherslu á,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýs- ingafulltrúi LÍÚ, en Háskólinn í Reykjavík og Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa sameinast um stofnun nýrrar námsbrautar fyrir stjórnendur í sjávarútvegi. Þar kemur María Ellingsen, leikkona og stjórn- enda- og framkomuþjálfari hjá Háskólanum í Reykjavík, til með að kenna námskeið í framkomu. Karen bindur miklar vonir við að María komist örugglega, en hún er um þessar mundir stödd í Afr- íku í fríi. Þetta kann einhverjum að þykja spaugilegt, að kenna stjórnendum í sjávarútvegi að brosa, sýna af sér þokka og fal- lega framkomu og enn aðrir vilja meina að ekki hafi veitt af, en Karen segir Maríu sérlega færa á sínu sviði. „Við vonumst svo sannarlega eftir því að hún komist að kenna námskeiðið enda sérlega flinkur stjórnenda- og framkomuþjálf- ari,“ bætir hún við, og ljóst að stjórnendur í sjávarútvegi þurfa að huga að fleiru en að veiða fisk og dreifa honum. - ósk Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS „Mikilvægt skref í átt að stöðugleika og kaupmáttaraukningu“ Hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér nýja kjarasamninga VR. Fimmtudaginn 9. janúar Kaupvangi 3b Egilsstöðum kl. 19:30 Mánudaginn 13. janúar Strandvegi 54 Vestmannaeyjum kl. 12:00 Þriðjudaginn14. janúar Hilton Nordica Hótel Reykjavík kl. 19:30 Kjarasamningar VR 2014 Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, kynnir innihald nýrra kjarasamninga á eftirtöldum stöðum: Sýnum samstöðu og ábyrgð. Ungverski píanóleikarinn Zoltan Rostas spilar Apassionata, sónötu eftir Beethoven, á hádegistónleik- um í Hofi á föstudaginn. „Hádegis- tónleikaröðin er Akureyringum vel kunn,“ segir Lára Sóley Jóhanns- dóttir, sem er í stjórn Tónlistar- félags Akureyrar, sem stendur fyrir tónleikunum. „Zoltan flutti til Íslands nú í haust og starfar við Tónlistarskólann á Akureyri.“ Áheyrendur geta mætt í hádegis- hléi frá vinnu sinni. „Hægt er að matast á meðan hlýtt er á tónlistina. 1862 Nordic Bistro matreiðir súpuna og hellir upp á kaffið.“ Tónleikarnir fara fram í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri klukkan 12.00 föstudaginn 10. janúar. Miðaverð er 2.500 krónur. - ue Apassionata í Hofi HÁDEGISSTEMNING Zoltan spilar sónötu í f-moll opus 57 eftir Beethoven. Það þarf þokka í sjávarútveginn María Ellingsen kennir námskeið í framkomu fyrir stjórnendur í sjávarútvegi. Í AFRÍKU María er um þessar mundir stödd í Afríku, þar sem hún er í fríi. Það verðir sannkallað reggíkvöld á Gauknum á föstudagskvöldið þegar hljómsveitin Ojba Rasta, heitasta reggíband Íslands, kemur þar fram. Ojba Rasta er fjölmenn hljóm- sveit, vanalega sjö til tíu manna, og var stofnuð í Reykjavík árið 2009. Bandinu hefur vegnað vel á vinsældalistum útvarpsstöðva og hefur auk þess hlotið lof fyrir líf- lega sviðsframkomu. Önnur breiðskífa sveitarinnar, Friður, kom út í vetur og hefur fengið þrælgóða dóma. Húsið verður opnað kl. 21.00 og kostar 1.500 krónur inn. -glp Reggíþema á Gauknum GAMAN Á GAUKNUM Hljómsveitin Ojba Rasta kemur fram á Gauknum á föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty var frumsýnd fyrir skömmu og hafa viðtökurnar verið vægast sagt stórkostlegar. Á myndina flykktust jafnt ungir sem aldnir og hafa nú þegar um tólf þúsund manns séð hana á aðeins þremur dögum, auk forsýninga. Tekjurnar af myndinni eru því orðnar ríflega fjórtán milljónir króna eftir fyrstu sýningarhelgina. Þetta er því tekjuhæsta myndin frá 20th Century Fox, sem er dreifing- araðili myndarinnar, síðan Avatar var frumsýnd árið 2009. The Secret Life of Walter Mitty er stærsta opnun ársins á nýju bíóári, en kvikmyndin fær auk þess afburðadóma og hún hefur getið sér gott orð meðal áhorfenda, sem flestir hafa verið himinlifandi að sýningu lokinni. - glp Walter Mitty slær í gegn STILLER SÁTTUR Ben Stiller er áreiðanlega sáttur við viðtökurnar. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ María Ellingsen er leikkona og stjórnenda- og framkomuþjálfari hjá Háskólanum í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.