Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 12
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Helsti veikleiki ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum eru samgöngurnar á svæðinu. Hins vegar felast helstu tækifærin í sjálfbærri nýtingu á náttúru svæðisins, og því mikilvægt að fara sér hægt við uppbyggingu atvinnustarfsemi sem mögulega gæti skaðað ímynd Vestfjarða sem óspillts svæðis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Gústafs Gústafssonar, forstöðumanns Markaðsstofu Vest- fjarða, um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum, en skýrslan er unnin að beiðni Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), sem Orri Vigfússon veitir for- stöðu. Orri sagði við upphaf kynningar á skýrslunni í gær að hvati NASF til að láta taka út ferðaþjónustuna á Vest- fjörðum væri það að alls staðar við Norður-Atlantshaf væri nú reynt að nýta náttúrulega sérstöðu svæða til að byggja upp ný atvinnutækifæri. Áhyggjur Orra og NASF af hugmynd- um um stórfellt laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum eru vel kynntar. Því vill NASF nokkru til kosta til að kanna þá möguleika sem fyrir eru á svæðinu, áður en ráðist er í slíkt eldi eða annan atvinnurekstur sem spillt getur ímynd og sérstöðu Vestfjarða. „Því vildum við gera úttekt á því hvað hægt er að gera á Vestfjörðum; fá fólk til að hrinda af stað fleiri verkefn- um í ferðaþjónustu. Þar kemur gríðar- lega margt til greina; skíðaferðir, sjó- stangaveiði, lax- og silungsveiði og gönguferðir upp um fjöll og firnindi,“ sagði Orri. Útlínur Eins og staðan er í dag má segja að Vestfirðir verði af stórum hópi ferða- manna af ýmsum ástæðum. Skýrslu- höfundur tilgreinir sérstaklega sam- göngur sem helsta veikleika svæðisins, þó finna megi ýmsar samgöngubæt- ur sem hafa verið til bóta. „Verulega skortir á að bæta flugsamgöngur, tengja þarf norður- og suðursvæðið saman með heilsársvegi og byggja upp heilsársveg á suðurfjörðunum og á Ströndum. Einnig er fjarskiptum og rafmagnsöryggi ábótavant í fjórð- ungnum,“ skrifar Gústaf sem bindur miklar vonir við að staðið verði við núverandi samgönguáætlun, en sam- kvæmt henni mun vinna við Dýra- fjarðargöng hefjast á næsta ári með tilheyrandi úrbótum. Það ber ekki að skilja sem svo að uppgangur ferðaþjónustunnar síð- asta áratuginn hafi ekki náð vestur – ferðaþjónusta er vaxtarsprotinn sem vonir eru bundnar við eins og víðar. Til ferðaþjónustunnar er litið til að breyta ímynd, íbúaþróun og möguleik- um svæðisins í samspili við sjávarút- veginn sem fyrir er sterkur. Framþróun ekki sjálfsögð Gústaf, sem var veðurtepptur í gær og talaði til fundarmanna í gegnum fjar- fundarbúnað, sagði ljóst að „þolinmótt fjármagn“ þurfi að koma til ef upp- bygging ferðaþjónustunnar á að tak- ast og tryggja nýliðun. Hann sagði að greinin sjálf þurfi að spýta í lófana og fjölga þurfi fyrirtækjum sem starfa allt árið um kring. „En íslenska ríkið og sveitarfélögin á svæðinu þurfa að hlúa að þörfum greinarinnar, að mínu mati, og ákveða hvort ferðaþjónustan á að verða einn af burðarstólpum byggð- ar hér – og þá með bættum samgöng- um, skýrri stefnumótun og umhverf- isvænu skipulagi á sjálfbærri nýtingu svæðisins.“ Gústaf sagði að ferðaþjónustan á Vestfjörðum gæti þróast í ólíkar áttir. Hún gæti blómstrað, en annar mögu- leiki væri sá að aðrar atvinnugrein- ar, og þá þær sem vinna gegn hreinni ímynd villtrar náttúru, rýri mögu- leikana. Gústaf segir að það gæti óöryggis í ferðaþjónustunni á Vest- fjörðum gagnvart stefnu ríkis og sveit- arfélaga varðandi nýtingu náttúrunn- ar. Slík umræða hafi risið í tengslum við olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði og þetta sé að endurtaka sig „varðandi uppbyggingu sjókvíaeldis víðsvegar á Vestfjörðum“. Gústaf bætir við að „fjárfestar þurfa tryggingu fyrir því að grunnin- um verði ekki kippt undan þeirri starf- semi sem þeir vilja byggja upp og það þarf varla að benda á að samkeppni svæða um fjárfestingu er gríðarleg. Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjár- festingu í ferðaþjónustu á Vestfjörð- um kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin nátt- úra svæðisins.“ Samgöngur eru akkillesarhællinn Ef ferðaþjónusta á að blómstra á Vestfjörðum verða að koma til stórtækar samgöngubætur. Byggja verður á ósnortinni náttúru og varast að spilla þessari helstu söluvöru svæðisins. Ríki og sveitarfélög verða að axla ábyrgð með skýrri stefnumótun og sjálfbærri nýtingu. LÁTRABJARG Í stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða felst sérstaðan í ósnortinni náttúru, einstakri friðsæld og öðruvísi upplifun, og á því skal byggja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Gistinóttum á Vestfjörðum hefur fjölgað um 92% frá árinu 2003 til ársins 2012. Það er 6,6% vöxtur á ári að meðaltali. ■ Heildarfjöldi gistinátta á landsvísu hefur aukist um 88% á sama tímabili. Má þess geta að um 200 fyrirtæki eru í ferðaþjónustu á Vestfjörðum, og fer fjölgandi. ■ Hagræn áhrif ferðaþjónustu á Vestfirði eru nú þegar töluverð. Árið 2012 heimsóttu Vestfirði rúmlega 60.000 gestir og á móti þeim tóku nálægt 150 manns sem starfa við greinina. ■ Árið 2011 heimsóttu tæplega 14% erlendra gesta Vestfirði að sumarlagi, og 4,6% yfir aðra mánuði ársins 2012. ■ Kannanir sýna að erlendur ferðamaður sem heimsækir Vestfirði er 50% líklegri en meðalferðamaðurinn til að stunda gönguferðir, fuglaskoðun, bátsferðir og selaskoðun í Íslandsferðinni. 200 ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjár- festingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin náttúra svæðisins Gústaf Gústafsson, forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða ASKÝRING | 12 FERÐAÞJÓNUSTA Á VESTFJÖRÐUM Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Tilboð: 1.950.000 kr. Mazda2 Advance ATA79 Skráður júní 2012, 1,5 bensín, sjálfsk. Ekinn 56.000 km. Ásett verð: 2.090.000 kr. Tilboð: 1.990.000 kr. Toyota Avensis EXE UZG16 Skráður nóv. 2007, 2,0i bensín, sjálfsk. Ekinn 104.000 km. Ásett verð: 2.290.000 kr. Tilboð: 1.990.000 kr. Volvo S60 SY658 Skráður jan. 2007, 2,0 turbo bensín, sjálfsk. Ekinn 103.000 km. Ásett verð: 2.290.000 kr. Tilboð: 2.390.000 kr. Ford Explorer Eddie Bauer VS425 Skráður maí 2007, 4,0i bensín, sjálfsk. Ekinn 94.000 km. Ásett verð: 2.790.000 kr. Við tökum notaðabílinn þinn uppí á hagstæðu verði og þú getur fengið milligjöfina lánaða - möguleiki á engri útborgun. Fylgstu með á FACEBOOK Notaðir bílar - Brimborg Nýlegir bílar hafa mun lægri rekstrarkostnað en eldri bílar. Viðhaldið er minna og eyðslan lægri.Kynntu þér málið! LÆKKAÐU REKSTR Mikið úrvalnýlegra bíla Tilboðsbílarnir fara beint á Facebook!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.