Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 27
5MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Við höfum einnig verið að nýta samfélagsmiðlana í vaxandi mæli og það er hluti af okkar markaðs- áætlunum að gera það enn frekar eftir því sem tæknin leyfir,“ segir Páll og bætir því við að fyrirtæk- ið sé einnig að þróa öpp sem eiga að nýtast viðskiptavinum. „Markaðurinn hefur í stórum dráttum verið tiltölulega rólegur í þessari stöðnun síðustu ára en við væntum aukinnar orkunotk- unar eftir því sem fólki og fyrir- tækjum fjölgar. Síðan er auðvitað tækifæri í að laða að nýja stórnot- endur, hvort sem þeir eru erlend- ir eða innlendir, en það er lang- hlaup sem sagan sýnir að er ekkert í hendi. Síðan bindum við vænting- ar við rafvæðingu samgangna sem við vonum að stækki markaðinn á næstu árum og viljum gjarnan stuðla að þeirri þróun eftir því sem hægt er,“ segir Páll. nirnar og raforkusölu u Orkuveitu Reykjavíkur, hefur tekið við rekstri virkjana og raforkusölu arða króna, selur 75 þúsund heimilum og fyrirtækjum raforku og fram- jóri ON, væntir þess að orkunotkun aukist á næstu misserum. „Tuttugu prósenta endurgreiðsla þykir ekki mikið í samanburði við mörg önnur lönd en lögin skipta hins vegar gríðarlega miklu máli fyrir þennan iðnað því við erum í mjög harðri samkeppni við lönd eins og Bandaríkin, Kanada og Nýja-Sjáland,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, undirrituðu á mánudag samning um að stofnunin sjái áfram um verkefnið Film in Iceland. Íslandsstofa mun því halda áfram að kynna Ísland sem ákjósanlegan tökustað fyrir erlendum kvikmynda- og sjónvarps- framleiðendum og lög um tuttugu prósenta endurgreiðslu af fram- leiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Samningurinn gildir til þriggja ára, eða út gildistíma laganna. Spurður um hvernig endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sé háttað í okkar helstu samkeppnislöndum, það er löndum sem bjóða upp á svipaða tökustaði og finna má hér, segir Einar að það sé allur gangur á því en að Kanadabúar endurgreiði allt að 44 prósent. „Það land sem er líkast Íslandi er Nýja-Sjáland, þótt það sé hinum megin á hnettinum. Nýja-Sjáland er líka með tuttugu pró- sent en þeirra kerfi býður upp á enn meiri endurgreiðslu við vissar aðstæður. Það er einnig hægt að finna sumt af því sem er leitað að hér í Bandaríkjunum en þá þarf að ferðast meira til að ná ólíkum stöðum. Mörgum framleiðendum sem hingað koma finnst það hins vegar kostur hversu einfalt og þægilegt endurgreiðslukerfið okkar er,“ segir Einar. - hg Kynna áfram tuttugu prósenta endurgreiðslu: Íslandsstofa áfram með Film in Iceland Á TÖKUSTAÐ Ísland hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendum kvik mynda- og sjón- varps fram leiðendum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is Volvo XC60 AWD, D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 181 hö, tog 420 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,4 l/100 km. CO2 169 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. komdu og skoðaðu nýjan volvo xc60 í brimborg í dag. opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Njóttu ferðarinnar til botns í einstakri hönnun og skandinavískum lúxus. Margverðlaunaða öryggiskerfið Borgaröryggi er staðalbúnaður í Volvo XC60. DSTC stöðugleikastýrikerfið leiðréttir mistök í akstri og CTC beygjuspólvörnin gerir þér kleift að taka beygjur á meiri hraða, með aukinni mýkt og öruggar en áður. Veghæðin er heilir 23 cm undir lægsta punkt. Í BRÚNNI Páll Erland hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2001, síðast sem framkvæmdastjóri virkjana- og sölusviðs, undanfara Orku náttúrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.