Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 8
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 GERÐU FRÁBÆR KAUP Á NOTUÐUM BÍL FRÁ OKKUR! BILALAND.IS BMW 318i Nýskr. 06/10, ekinn 28 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr.141844. TOYOTA YARIS TERRA Nýskr. 08/11, ekinn 31 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.480 þús. Rnr.281116. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE II Nýskr. 10/11, ekinn 50 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 141817. RENAULT MEGANE SPORT TOURER Nýskr. 05/13, ekinn 27 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.390 þús. Rnr. 130900 TOYOTA AVENSIS WAGON SOL Nýskr. 05/12, ekinn 36 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr.120283. HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 07/12, ekinn 27 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.090 þús. Rnr. 281172. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 22 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.350 þús. Rnr.141823. Frábært verð 5.440 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TYRKLAND, AP Um 350 lögreglu- menn í Ankara, höfuðborg Tyrk- lands, hafa verið reknir úr starfi. Meðal þeirra eru margir yfir- menn. Ríkisstjórn landsins á þessa dag- ana í vök að verjast vegna ásakana um spillingu. Vegna þeirra hafa nokkrir ráðherrar þurft að segja af sér nýverið, eftir að lögreglan gerði húsleit þann 17. desember hjá ýmsum nánustu samstarfsmönn- um Receps Erdogan, forsætisráð- herra landsins. Hann beinir spjótum sínum í staðinn að lögreglu og dómurum landsins sem hann sakar um sam- særi gegn ríkisstjórninni. Erdogan heldur því fram að liðs- menn úr hreyfingu íslamista, sem stýrt er af klerkinum Fethulla Gulen, hafi náð ítökum bæði innan lögreglu og dómskerfis landsins, og noti áhrif sín til þess að grafa undan ríkisstjórninni. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa lögreglumennirnir, sem rekn- ir voru, fengið önnur störf innan Tyrknesk stjórnvöld hafa rekið um 350 lögreglumenn úr starfi í Ankara: Lögreglan sökuð um samsæri ERDOGAN UMDEILDUR Forsætisráð- herra Tyrklands svarar spillingarásök- unum í sömu mynt. NORDICPHOTOS/AFP lögreglunnar, flestir í umferðar- lögreglunni eða á stöðum utan höf- uðborgarinnar Ankara. - gb Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er staddur í opinberri heimsókn í ríkinu Norður-Dakóta sem er í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Þar var frostið í kringum tuttugu gráður á Celsíus í gær. Ólafur sækir í ríkinu fyrir- lestur Sunnu Pam Furstenau um íslensku arfleifðina í Norður-Dakóta, sögu og menningu landnemanna og hvernig afkomendur þeirra hafa varðveitt íslensku arfleifðina á fjölþættan hátt. Kalt hjá forseta Íslands í N-Dakóta INDIANAPOLIS,AP Mikill kuldi dreifði úr sér frá miðvesturríkjum Bandaríkjanna til suður- og aust- urhluta landsins og austurhluta Kanada í gær. Mörgum skólum og fyrirtækjum var lokað vegna veð- ursins. Kuldinn hefur ekki verið meiri á svæðinu í áratugi. Met var sett í borginni Chicago þegar kuldinn fór niður í 27 gráður á Celsíus. Kuldamet féllu einnig í ríkjunum Oklahóma, Texas og Indíana og í borgunum Milwaukee og St. Louis. Meira en 3.700 flugferðum var frestað seint á mánudag vegna veðursins. Fimm hundruð ferða- menn þurftu að gista í þremur lest- um sem voru stöðvaðar á leiðinni til Chicago vegna byls. Á Twitter- síðu Pearson-alþjóðaflugvallarins í Toronto kom fram að búnaður hafi frosið og að huga hafi þurft að öryggismálum fyrir starfsmenn vegna kuldans. Veðurfræðingar telja að um 187 milljónir Bandaríkja- og Kanada- manna muni finna fyrir þessu „heimskautaloftslagi“. Fyrirtækið PJM Interconnection, sem þjónust- ar um 61 milljón manns, hvatti fólk til að spara rafmagnið vegna kuld- ans. Seint á mánudagskvöld voru rúmlega þrjátíu þúsund viðskipta- vinir þess án rafmagns í Indíana. Nokkur dauðsföll hafa verið skrifuð á veðurfarið frá síðasta laugardegi. Þar á meðal lést eins árs drengur þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og lenti á snjóplógi í miðvesturríkinu Miss- ouri á mánudaginn. Líkur eru á að veður fari hlýn- andi á næstunni og ættu Banda- ríkjamenn og Kanadamenn þá að geta andað léttar. freyr@frettabladid.is Kuldinn hefur ekki verið meiri í áratugi Miklar frosthörkur hafa verið í Bandaríkjunum og Kanada upp á síðkastið. Met féll í borginni Chicago þegar kuldinn fór niður í 27 gráður á Celsíus á mánudag. Alls munu 187 milljónir manna í N-Ameríku finna fyrir heimskautaloftslaginu. 10 -10 0 -20 -30 -40 C 0º Vatn frýs -1.9º Sjór frýs (miðað við 3,5% seltu að meðaltali) New York -14º Boston -13ºDetroit-19º Cleveland -18º Fíladelfía -14º Chicago -17º Green Bay -24º Minneapolis -23º Indianapolis -15º Louisville -12º Kansas -7º Des Moines -16º Jacksonville -2º Little Rock -6º Richmond -11º Jackson -9º Atlanta -9º Shreveport -3º 0 til -10º -10º til -15º kaldara en-15º ➜ Kuldatölur í austurhluta Bandaríkjanna í gær: BORÐAR SNJÓ Hin níu ára Brooke Spencer borðar snjó í borginni Grand Blanc í Michigan þar sem allt er á kafi í snjó. AP/MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.