Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 10
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 INDLAND, AP Indverskir stjórnmálamenn reyna nú hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að þeir muni að sjá til þess að lögreglan taki nauðg- anir alvarlega. Þingkosningar verða haldnar innan fárra mán- aða og ekki fer lengur fram hjá neinum að slæleg viðbrögð lögreglu og stjórnvalda gagnvart nauðg- unum eru orðin að kosningamáli, sem gæti ráðið úrslitum. Hrottaleg hópnauðgun í Nýju-Delhi fyrir rúmu ári vakti hörð viðbrögð og virðist hafa kostað borgarstjórnina meirihlutann í borgarstjórnar- kosningum í síðasta mánuði. Önnur hrottaleg hópnauðgun í Kolkata nú í desember hefur ýtt enn frekar undir óánægju almennings, sem gagnrýnir nú hástöfum þá lin- kind sem stjórnvöld og lögregla hafa lengi sýnt gagnvart nauðgunum á Indlandi. Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna undan- farið ár virðist sem víða hafi fátt breyst. Konur sem reynt hafa að kæra nauðganir lenda enn í því að lögreglumenn taki þeim af fálæti, áreiti þær jafnvel, reyni að múta þeim til að falla frá ákærum eða hreki þær einfaldlega burt. - gb Indverskir stjórnmálamenn lofa að sjá til þess að lögreglan taki sig á: Nauðganir orðnar kosningamál MÓTMÆLI GEGN NAUÐGUNUM Á INDLANDI Hrottalegar nauðganir hafa ítrekað vakið hörð viðbrögð almennings á Ind- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR „Við höfum í raun ekki orðið vör við neina eftirspurn eftir rafsígarettum,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, forstöðumaður versl- unar- og markaðssviðs Lyfju. Rafsígarettur hafa notið vinsælda erlendis, meðal annars til að hjálpa fólki að hætta að reykja, en þær eru ekki leyfðar hér á landi. Ekki hefur verið sýnt fram á það með fullnægj- andi hætti að rafsígarettur með nikótíni séu skaðlausar og virki eins og ætlast sé til. Lyfjastofnun, Neyt- endastofa og Tollstjóri sendu nýlega frá sér tilkynningu þar sem bent er á að ekki sé heimilt að flytja inn og dreifa rafsígarettum með nikótíni og því munu rafsígarettur sem inni- halda nikótín verða stöðvaðar í tolli. Notkun á rafsígarettum líkist því að reykja venjulegar sígarettur og telja því margir að þær séu líklegri til að hjálpa við að hætta reykingum en þau nikótínlyf sem eru á mark- aði. Sigríður Ólafsdóttir, hjá eftir- litssviði Lyfjastofnunar, segir aftur á móti niðurstöður rannsókna ekki hafa stutt þá skoðun svo óyggjandi sé. „Stjórnvöld víða í Evrópu hafa ekki leyft sölu á rafsígarettum því ekki hefur enn verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að vörurn- ar séu skaðlausar og að þær virki eins og ætlast er til.“ Sigríður segir efnagreiningar á vegum Bandarísku lyfjastofnunar- innar á gufum úr tveimur algengum gerðum af rafsígarettum hafa leitt í ljós að gæðum og öryggi þeirra geti verið ábótavant. Merkingar á nikótínmagni voru ekki alltaf í samræmi við mælingar á innihaldi og efnasamsetning var stundum breytileg frá einni vörusendingu til annarrar. Þar gat munað allt að 60 prósentum á nikótínmagni. „Slíkur breytileiki getur valdið aukaverkunum og ofskömmtun ef magnið er of mikið eða fráhvarfs- einkennum ef of lítið er af nikótín- inu,“ segir Sigríður. Einnig var sýnt að gufurnar úr rafsígarettum innihalda efni sem geta verið eitruð og krabbameins- valdandi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að notendum rafsígaretta fjölgar hratt í Bandaríkjunum. Það er athyglis- vert að fjöldi unglinga sem notuðu rafsígarettur tvöfaldaðist milli áranna 2011 og 2012 og einn af hverjum fimm rafsígarettunotend- um á aldrinum 12 til 14 ára hafði aldrei prófað sígarettur áður,“ segir Sigríður. erlabjorg@frettabladid.is, kristjana@frettabladid.is Lítil eftirspurn eftir rafrettum á Íslandi Þrátt fyrir að rafsígarettur séu vinsælar erlendis er ekki að merkja aukinn áhuga hér á landi að sögn markaðsstjóra Lyfju. Innflutningur er bannaður þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á skaðleysi þeirra eða virkni í rannsóknum. RAFRETTUR Margir sem hætta að reykja styðjast við nikótínlyf. Hér á landi er ekki heimilt að flytja þær inn og dreifa þeim og segir markaðsstjóri Lyfju að eftir- spurn hafi verið . NORDICPHOTOS/AFP Það er athyglisvert að fjöldi (bandarískra) unglinga sem notuðu rafsígarettur tvöfaldaðist milli áranna 2011 og 2012. Sigríður Ólafsdóttir, eftirlitssviði Lyfjastofnunar ÁSTRALÍA, AP Rússneska rannsókna- skipið Akademik Sjokalskí og kín- verski ísbrjóturinn Xue Long, eða Snjódrekinn, eru laus úr ísnum við Suðurskautslandið. Rússneska skipið hefur setið þar fast í ísnum frá því á jólum en kín- verska skipið, sem bjargaði farþeg- um af rússneska skipinu, festist fyrir helgi. Bandarískur ísbrjótur var sendur af stað áleiðis til þeirra á sunnudag, en var ekki kominn á vettvang þegar skipunum tókst að brjótast út úr ísnum. - gb Í vanda við Suðurskaut: Bæði skipin laus úr ísnum NEYTENDUR „Uppleggið í þessum kjarasamningum og skilaboð frá atvinnurekendum eru þau að halda eigi aftur af verðhækkunum eins og hægt er. Þar af leiðandi er það mikið áhyggjuefni þegar innlendir framleiðendur hækka verð á sínum vörum því það mun skila sér út í verðlagið,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu aðspurður um full- yrðingar Gunnars Inga Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Hagkaupa, á Bylgjunni í gær. Þar sagði Gunnar að verðhækkanir væru yfirvofandi. „Það eru nú þegar fjórir birgj- ar sem boðað hafa einhverj- ar hækkanir á sínum vörum, allt frá 3% og upp í 7%, þrátt fyrir styrkingu krónunnar.“ Hann nefndi sem dæmi að ís frá Emmess muni hækka um 4,5%, próteindrykkurinn Hámark um 5%, og Freyjusælgæti um 7%. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði einnig á Bylgjunni að mikil- vægt væri að ná tökum á verðbólgu og ná niður vöxtum. „En ef atvinnulífið ætlar að nota þessa stöðu til þess að hækka sína álagningu og auka sinn hagnað, þá fá þeir bara til baka aukna verð- bólgu og vaxtahækkanir og ég sé ekki hvernig þeim verður mikið betur borgið við það.“ Mörg fyrirtækjanna sem Gunnar minntist á eru innan Samtaka iðn- aðarins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður samtakanna, segir í sam- tali við Fréttablaðið að hún hvetji eindregið til þess að verð á vöru og þjónustu verði ekki hækkað. - ka Birgjar hafa boðað hækkanir á vörum sínum um allt að 7% þrátt fyrir styrkingu krónunnar: Óttast yfirvofandi hækkanir á vöruverði MIKIÐ ÁHYGGJUEFNI Framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir hækkanir mikið áhyggjuefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hef opnað stofu í Lífsteini, Álftamýri 1-5, Reykjavík Tímapantanir alla virka daga í síma 530-8300 Ragnheiður Árnadóttir læknir Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Hlíðasmári 10, 201, Kópavogi Sími 568 3868 matarfikn@mfm.is www.matarfikn.is Stjórnar át og þyngdarvandi lífi þínu? Nýtt líf: 5 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst 14.01.14. Fráhald í forgang: Framhaldshópar hefjast 3. og 5.02.14. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur fjallar um efnið á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar fimmtudagskvöldið 9. janúar kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Allir velkomnir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.