Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 24
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Þannig upplifði norska ferðaþjónustan um eitt prósent færri ferðamenn á síð- asta ári miðað við árið á undan. Búist er við að svipað ástand verði á þessu ári. Bæði var um fækkun innfæddra og útlendra ferðamanna að ræða miðað við gistinætur. Þannig virðast Norð- menn sjálfir hafa ferðast minna um eigið land á síðasta ári. Það er net- miðill VG sem segir frá þessu og hefur eftir Per-Arne Tuftin, forstöðumanni ferðamála, að ástæðurnar megi rekja til þess hversu norska krónan er sterk og efnahagslegra vandamála í löndunum í kring. Mest fækkaði ferðamönnum frá Þýskalandi og Hollandi en þeir hafa verið duglegastir útlendra þjóða að heimsækja landið. Um 14% fækkun ferðamanna er að ræða frá þessum löndum. Einnig hefur ferðamönnum frá nágrannaríkjunum Danmörku og Sví- þjóð fækkað mikið. Hið jákvæða er að fjölgun hefur orðið á ferðamönnum frá Kína. FÆRRI FERÐAMENN TIL NOREGS Á meðan ferðamönnum sem koma til Íslands fjölgar stöðugt kvarta Norðmenn um fækkun ferðamanna til landsins. Búist er við óbreyttu ástandi 2014. ÓSLÓ Færri komu til Noregs á síðasta ári en árið þar á undan. Sterk norsk króna er talin ástæðan. Ferðaþjónusta í alþjóðlegu umhverfi er ekki auðveld-asta starfsumhverfið sem lítil íslensk fyrirtæki kjósa sér. Mörg þeirra hafa þó náð ágætum árangri, ekki síst með nýtingu samfélagsmiðla til að kynna þjónustu sína erlendis. Eitt þeirra er ferðaskrifstofan Iceland is HOT sem einbeitir sér að erlendum ljósmyndara- hópum sem koma til lands- ins. Framkvæmdastjóri þess, Súsanna Rós Westlund, stofn- aði ferðaskrifstofuna með tvær hendur tómar eftir að hafa misst starf sitt árið 2011. „Ég hafði lengi unnið í ferðaþjónustu og aflað mér góðra tengsla. Ferða- þjónustan er snúin, sérstaklega þegar fjármagnið er af skornum skammti, en ég sló samt til.“ Súsanna segir vel hafa gengið að vekja athygli á fyrirtækinu erlendis innan þeirra hópa sem hún stílar inn á. „Ég hef til dæmis nýtt Twitter og LinkedIn mikið. Á Twitt er hef ég tvær áskriftir, annars vegar @IcelandisHot og hins vegar @CometoIceland og er með um 15.000 fylgjendur. Þegar ég er dugleg á Twitter sé ég hvernig heim- sóknir aukast á vef fyrirtækisins og gestir dvelja þar lengur.“ En þótt Twitter hafi gengið vel segir hún LinkedIn hafa reynst henni enn betur. „Linkedin er alþjóð- legur samfélagsvefur þar sem fagaðilar ýmissa greina birta grunnupplýsingar sínar, reynslu og tengsl. Þar hef ég tengst um 4.000 einstaklingum sem starfa á einn eða annan hátt í ferðaþjón- ustu og sölu- og markaðsmálum í heimalandi sínu. Þessi tengsl hafa leitt til samninga um ýmis verkefni fyrir okkur.“ Súsanna Rós segir mikla vakningu hafa orðið undan- farið hjá fyrirtækjum í nýtingu samfélagsmiðla. „Flestir nota Facebook, Twitter, YouTube, Insta- gram og Pinterest. Þó eru enn nokkrir sem telja þá tíma- eyðslu. Það finnst mér vera rangt viðhorf því samfélagsmiðlar eru nútíðin og framtíðin. Þeim fyrirtækjum, sem til- einka sér samfélagsmiðlana fljótt, mun ganga betur í sam- keppninni.“ SAMFÉLAGSMIÐLAR FJÖLGA FERÐAMÖNNUM FERÐAÞJÓNUSTA Mörg lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu nýta samfélagsmiðla með góðum árangri. Erlendum ferðamönnum fjölgar í kjölfarið. MIKILVÆGIR „Samfélags- miðlar eru nútíðin og framtíðin,“ segir Súsanna Rós Westlund hjá ferðaþjón- ustunni Iceland is HOT. MYND/GVA Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Verslunin Belladonna Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is B ra nd en bu rg Við berum út sögur af frægu fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.