Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 28
Einelti á vinnustöðum er ein teg- und ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn ein- elti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún bein- ist að. Hér er ekki átt við skoðana- ágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvar- andi eða endurtekinn kerfisbund- ið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegð- un viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfs- menn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunar- mynstur viðkomandi og kanna for- tíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum. Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmann- inum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vin- sæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýs- ingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópn- um til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæm- an ásetning og einelti enda er ein- elti ofbeldi sem ekki er alltaf sjá- anlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetning- ur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um ein- elti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeld- ismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu. Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að við- urkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufé- laga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnu- staðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaður- inn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á mál- unum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeld- ismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur einelt- is á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir. | 6 8. janúar 2014 | miðvikudagur „Við Kristrún erum báðar af Seltjarnar- nesinu. Hún var eina stelpan í fótboltaliði Gróttu og held ég að hún hafi meðal annars verið fyrirliði liðsins (strák- anna). Við fórum svo í kvennaboltann í KR og urðum góðar vinkonur. Það var aldrei neinn ærslagangur í Kristrúnu heldur ein- kenndi íhugun gerðir hennar enda var hún sterkur miðjuspilari með sýn yfir völlinn. Hún hefur haldið þessari stöðu í lífinu að skapa tækifæri fyrir aðra með hjartahlýju og að láta gott af sér leiða.” „Kristrún er mikill vinur vina sinna. Hún hefur sterka dómgreind og óhætt er að segja að maður komi aldrei að tómum kofunum þegar maður leitar til hennar. Það eru fáir sem geta greint vandamál og pólitískar stöður jafn skarplega og af jafn miklu innsæi og Kristrún. Hún hefur fjölbreytt áhugamál og nýtur þess að vasast í mörgu. Hún er hreinskiptin í samskiptum, tekur hlutina alvarlega en sér líka spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni.” „Ég kynntist Kristrúnu á fótboltaæfingum hjá Gróttu. Við vorum einu stelpurnar í liðinu og hún var fyrirliði. Kristrún er djúpvitur fótboltastelpa. Hún er traust, hæfileikarík og úrræðagóð vinkona sem alltaf er hægt að leita til. Frábær fyrirmynd fyrir okkur hin, eldklár og skemmti- leg.” ÚRRÆÐAGÓÐ OG HREINSKIPTIN Kristrún Heimisdóttir tók við starfi framkvæmda- stjóra Samtaka iðnaðarins (SI) í nóvember. Hún segir síðustu vikur hafa verið annasamar enda sinnti hún um tíma tveimur störfum í einu. „Fyrstu dagarnir voru brattir því ég var líka að ljúka kennslu í Evrópurétti í lögfræði við Há- skólann á Akureyri. Ég var því með annan fótinn í Reykjavík og hinn fyrir norðan. Síðan var ég með tvo síma, annan með lífi mínu eins og það hefur verið undanfarin misseri og hinn undir nýja starf- ið,“ segir Kristrún. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands en Krist- rún hefur einnig stundað nám í heimspeki. Spurð um áhugamál segir hún að þau séu mörg enda hafi hún víða komið við. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist, alþjóðamálum og les mikið. Síðan er ég dálítið nörd fyrir klass- ískri tónlist og finnst alveg ótrúlega gaman að geta farið á heimsklassa tónleika eins og maður getur nú komist á í Hörpu.“ Kristrún er mikill KR-ingur og spilaði fótbolta með liðinu í 154 leikjum í efstu deild. „Ég er KR-ingur en hætti að halda með Manchest- er United þegar þeir seldu Ray Wilkins árið 1984. Ég held mikið upp á Arsene Wenger og það er ekki annað hægt en að halda með jafn glæsilegu liði og Arsenal. Pabbi minn hélt með Leeds og það voru alltaf fagnaðarlæti á mínu æskuheimili þegar liðið náði góðum árangri en því miður dró úr því eftir því sem á leið,“ segir Kristrún og hlær. Samtök iðnaðarins eiga tuttugu ára afmæli á næsta ári en þau voru stofnuð um það leyti sem Ísland hóf þátttöku á innri markaði Evrópusambandsins. „Það stendur til að halda upp á afmælið með glæsibrag. Við ætlum að halda Viku iðnaðarins í mars en þar verður um að ræða samansafn fjöl- breyttra viðburða og þar á meðal Iðnþingið sjálft,“ segir Kristrún. Lék fótbolta með KR í efstu deild Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, und- irbýr nú tuttugu ára afmælishátíð samtakanna. Hún er menntuð í lögfræði og heimspeki, heldur með KR og hlustar á klassíska tónlist. SKOÐUN Hildur Jakobína Gísladóttir, MBA, ráðgjafi hjá Heilbrigðum stjórnarháttum ehf. Einelti eða samskipta vandi? SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is FRAMKVÆMDASTJÓRI SI Kristrún undirbýr nú iðnsýninguna Viku iðnaðarins sem verður haldin í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið/GVA. MARGRÉT LEIFSDÓTTIR arkitekt. SUNNA GUNN- LAUGSDÓTTIR, tónlistarmaður. SALVÖR NORDAL, forstöðumaður siðfræðistofnunar HÍ. Rekstrarvörur - vinna með þér

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.