Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 8. janúar 2014 | 1. tölublað | 9. árgangur Vilja sinna ferðageiranum Pipar\Travel nefnist ný deild innan auglýsingastofunnar Pipar\ TBWA sem veita á ferðaþjónustu- fyrirtækjum sérfræðiþjónustu. Verkefnastjóri Pipar\Travel, Unnar Bergþórsson, var ráðinn til starfa í fyrra en nýbúið er að hleypa þjónustunni af stokkun- um. „Fram að þessu hefur hefð- bundin þjónusta auglýsingastofa ekki hentað þessum geira sérlega vel, þar sem „varan“ sem verið er að selja er eðlisólík ann- arri vöru – hún snýst um upplifanir og þjónustu,“ segir á vef fyrirtækisins. - óká UNNAR BERGÞÓRSSON Minni verðbólga í evrulöndum Verðbólga í evrulöndunum 17 minnkaði enn í des- ember samkvæmt nýbirtum tölum Eurostat, hag- stofu Evrópusambandsins. Eykst því þrýstingur á seðlabanka Evrópu að auka slaka í peningastjórn- inni. Verðbólga fór úr 0,9 prósentum í nóvember í 0,8 prósent í desember. Peningastefna Seðlabanka Evrópu miðar við að halda verðbólgu rétt undir tveimur prósentum. Verðbólgan er þó enn yfir 0,7 prósenta metlægð októbermánaðar, en þá lækkaði seðlabankinn stýrivexti í 0,25 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Á morgun er vaxtaákvörðunar- dagur í Evrópu og veðja flestir hagfræðingar á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. - óká Virðið jókst um 50 milljarða Á síðasta ári bar Icelandair höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í Kauphöllinni þegar horft er til hækkunar markaðsvirðis, að því er fram kemur í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. „Hækkun á árinu nam 121 prósenti og hækkaði markaðsvirði félagsins um rétt tæplega 50 milljarða króna,“ segir þar. Þá er bent á að markaðsvirði Icelandair hafi verið 41 milljarður í byrjun árs 2013, en verið komið í 91 milljarð í lok árs og 96 milljarða í byrj- un þessarar viku. Markaðsvirði Marels hafi hins vegar verið 106 milljarðar í byrjun árs en verið komið í 98 milljarða í lok árs. Núna er það rúmlega 101 milljarður. „Icelandair stefnir því hraðbyri í að verða stærsta félagið á innlenda hlutabréfamark- aðinum,“ segir í umfjöllun Greiningar. - óká Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER V I Ð KO M U M V Í ÐA V I Ð ! ORKA NÁTTÚRUNNAR MÆTIR TIL LEIKS ➜ Viðtal við Pál Erland, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. ➜ Félagið hefur tekið við rekstri virkjana og raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur. ➜ Það á eignir upp á 130 milljarða króna og selur 75 þúsund heimilum og fyrirtækjum raforku. SÍÐA 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.