Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. janúar 2014 | SKOÐUN | 15 Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmarg- ar rannsóknir sýna. Sá árang- ur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefj- andi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum and- spænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróun- ar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sam- einingu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar sam- vinnu. Sameiginleg gildi Norð- urlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttind- um. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofn- ana, meðal annars innan Sam- einuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norð- ur-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utan- ríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utan- ríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna sam- stöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverka árása. Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO- samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikil- vægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggis- áskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mann- úðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norð- urslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norður- skautsráðið er nú meginvett- vangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þró- ast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samn- inga um leit og björgun og við- brögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagn- kvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni. Norræn samstaða í hvikulum heimi Erkki Tuomioja utanríkisráðherra Finnlands NORRÆN SAMVINNA Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands ➜ Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggis- mál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og við- búnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfi smál á borð við loftslagsbreytingar. Skömmu fyrir jól sam- þykkti Alþingi þings- ályktunartillögu um að leikskólar taki við ung- börnum að loknu fæðing- arorlofi. Skipaður hefur verið starfshópur til að að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leik- skólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfs- menn þyrfti að ráða. Viðbrögð í fjölmiðlum endurspegla þessar áherslur, þau fjalla um fjármögn- un, húsnæðisþörf og breyttar horfur á vinnumarkaði. Þannig hefur Samband íslenskra sveit- arfélaga sagt að þessi breyting muni kosta sveitarfélögin gríðar- lega fjármuni og formaður Félags dagforeldra hefur lýst áhyggjum af því að dagforeldrastéttin legg- ist af. Alveg hefur gleymst að fjalla um hversu vel þetta fyrirkomu- lag henti ungbörnum heldur er því tekið sem gefnu að leikskólar séu málið. Markmiðið er að gera foreldrum kleift að vinna utan heimilis án þess að sliga sveitar- félögin og skal ekki gert lítið úr mikilvægi þess. Með þeirri þekk- ingu sem við höfum nú á mikil- vægi mannlegra tengsla er hins vegar ekki hægt að láta eins og þetta fyrirkomulag sé ungum börnum fyrir bestu. Rannsóknir á heilaþroska barna sýna svart á hvítu að ung börn þurfa sam- fellda umönnun fárra sem þau tengjast tilfinningalega. Þau þurfa rólegt umhverfi þar sem stöðugt er brugðist við þörfum þeirra með viðeigandi hætti. Hæfir dagforeldrar og leikskóla- kennarar geta mjög vel sinnt þessum þörfum en þá þarf að ætla þeim meiri tíma með hverju barni, auka þjálfun ófaglærðra og greiða starfsfólki hærri laun en við höfum hingað til verið til- búin til. Barnsæmandi kröfur Umönnun ungbarna sem stend- ur undir nafni getur aldrei orðið ódýr. Reykjavíkurborg hefur reiknað út að það myndi kosta 1,2 milljarða króna árlega að taka inn öll börn frá ársaldri og er þá ekki talinn kostnaður vegna framkvæmda. Ég óttast að sú upphæð yrði töluvert hærri ef gerðar væru barnsæmandi kröf- ur um mönnun og staðið við þær. Hvað er þá til ráða? Frá barn- og fjölskylduvænu sjónarmiði væri mun skynsamlegra að lengja fæð- ingarorlof foreldra og stuðla að sveigjanlegum vinnutíma þeirra. Vissulega kostar slíkt fjármuni en við skulum ekki ímynda okkur að það sé ódýrt fyrir samfélagið að spara við umönnun ungbarna. Langvarandi aðskilnaður frá for- eldrum getur valdið ungbörnum streitu sem veikir ónæmiskerfi þeirra og minnkar mótstöðuafl gegn langvinnum heilsufars- vandamálum, andlegum jafnt sem líkamlegum. Rannsókn- ir sýna að örugg tengslamynd- un barna og foreldra dregur úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga, áfengis- og fíkniefna- neyslu þeirra og geðröskunum á fullorðinsaldri. Vissulega þola börn aðskilnað misjafnlega vel, það má ekki ætla öllum það sama. Hins vegar erum við ekkert öðru- vísi en önnur spendýr: afkvæmi okkar þarfnast nálægðar við þá sem veita þeim mest öryggi. Það öryggi geta þeir einir veitt sem þekkja börnin vel. Mannabörn eru hins vegar ólík dýrum að því leyti að þau eru meira ósjálf- bjarga, seinni til, háðari umönn- un og viðkvæmari. Því meira mið sem við tökum af þessum einföldu staðreyndum, því sterk- ari og heilbrigðari einstaklingar verða börnin okkar þegar fram líða stundir. Í skóla eins árs? ➜ Umönnun ung- barna sem stendur undir nafni getur aldrei orðið ódýr. Reykjavíkurborg hefur reiknað út að það myndi kosta 1,2 milljarða króna árlega að taka inn öll börn frá ársaldri og er þá ekki talinn...                  !"        # $%  %!  %&  & " '$! $  (       #!&#  )*+ , - .    / %    0  &     ! $  / 0   &$ ! $ 10    #    / %!$ . $ % " %      / 0   &$ ! $ 10         2     !   0 " "# "#$%&$$$   2      !" 3 #0  ! $     ! $   4 * % $  (     #  5-!  6   ,0  ! $   / 7         #!&#  785 SAMFÉLAG Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá Miðstöð foreldra og barna Komið af fjöllum Búsáhaldabylting hvað? Klóraði mér í fávísum hausnum, þegar fréttir bárust af slysum í uppþoti unglinga í og við Smáralind. Hafði ekki hugmynd um Vine og Jerome Jarre. Má þó teljast eins konar sagnfræðingur fjölmiðlunar. Létti síðan, þegar dr. Gunni sagðist á vefnum líka hafa komið af fjöllum. Sjálfur sagnfræð- ingur poppsins segir pass. Sumir voru farnir að halda, að með fésbók væri gamla heimsþorpið komið aftan úr grárri forneskju. En svo er aldeilis ekki. Þegar allir ruddust á fésbókina, flúðu börn og unglingar þaðan með sín sérmál á sérhæfða vefi. Heimsþorpið er ekki til, leyniklíkurnar blómstra. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.