Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 9
Skráning fer fram á vefnum okkar, www.promennt.is, og þar má einnig finna allar nánari upplýsingar. PROMENNT Skeifunni 11B 108 Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is promennt.is FRAMABRAUT – KERFISSTJÓRNUN Stígðu þín fyrstu skref í tækniheiminum! Geysilega öflug námsbraut í kerfisstjórnun, aðeins í boði hjá Promennt. Framabraut – Kerfisstjórnun er unnin í samstarfi við Microsoft og var námsbrautin sett upp í samvinnu við mörg af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum á Íslandi með þarfir þeirra í huga. www.promennt.is VIÐFANGSEFNI NÁMSBRAUTARINNAR Undirbúningur: Námstækni með MindJet 12 std. Þessi námsbraut lítur virkilega vel út. Hún tekur á nær öllum þáttum daglegs starfs kerfisstjóra hjá miðlungsstóru fyrirtæki og upp úr. Ég man ekki eftir að hafa séð svona heilstætt og markvisst kerfisstjóranám áður. Þetta nám er hverrar krónu virði fyrir þá sem vilja verða góðir IT kerfisstjórar og þeir sem taka prófin eru komnir með menntun og hæfni sem er alþjóðlega viðurkennd.“ Bergþór Hauksson, Segment product owner in production hjá CCP og fyrrum forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá. Þegar ég lauk náminu fékk ég strax vinnu. Námið var gífurlega skemmtilegt og krefjandi. Kennararnir eru allt toppfólk úr bransanum, gríðarlegir viskubrunnar og mjög gott að nálgast þá til að fá aðstoð.“ Magnús Gylfi Hilmarsson, (Framabraut - Kerfisstjórnun, lauk námi vor 2013) AF HVERJU FRAMABRAUT – KERFISSTJÓRNUN? Mikil eftirspurn er eftir fólki með sérfræðimenntun og sérfræðiþekkingu í upplýsingatækni um þessar mundir og leita íslensk fyrirtæki í sívaxandi mæli eftir starfsfólki í nemendahópi Promennt. Til þess að gera fólki kleift að kynnast þessum spennandi markaði bjóðum við upp á geysilega öfluga tveggja anna námsbraut í kerfisstjórnun sem samanstendur af 7 námseiningum (alls 520 kennslustundir). Með þessu námi er hægt að byrja alveg á byrjuninni og byggja upp góða undirstöðu og grunn fyrir mjög kröfuharðar námseiningar sem á eftir koma. Að loknu námi á Framabraut – Kerfisstjórnun eiga nemendur möguleika á að öðlast 7 alþjóðlegar prófgráður sem er sérlega mikilvægt að hafa í farteskinu þegar sækja á um vinnu í upplýsingatæknigeiranum. FYRIR HVERJA? Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem hafa áhuga á að ná frama á upplýsingatæknisviði með kerfisstjórnun sem aðalgrein. Námið er því upplagt fyrir byrjendur í upplýsingatækni þar sem hvorki er krafist reynslu né annarrar menntunar á sviði upplýsingatækni. FJÁRMÖGNUN Ýmsar leiðir eru í boði til fjármögnunar á námsbrautinni (m.a. raðgreiðslur, styrkir frá stéttarfélögum, styrkir fyrir atvinnuleitendur o.fl.). Við hvetjum alla sem hafa áhuga að hafa samband við okkur og við aðstoðum hvern fyrir sig í að finna bestu fjármögnunarleiðina. 1. hluti: Tölvuviðgerðir A+ 50 std. 2. hluti: Network+ 50 std. 3. hluti: CCNA (Cisco Certified Network Associate) 126 std. 4. hluti: Virtualization 10 std. 5. hluti: MCSA (áður MCITP) 180 std. 6. hluti: Exchange 2013 50 std. 7. hluti: Verkefnadagar/lokaverkefni seinni annar 42 std. Hefst: 28. janúar 2014 Lýkur: 17. janúar 2015 Námskynning og ráðgjöf fimmtudaginn 16. janúar kl. 17.30 Verð án prófa 799.000 kr. Verð með 8 alþjóðlegum prófum: 999.000 kr. Námskynning og ráðgjöf fimmtudaginn 16. janúar kl. 17.30 PROMENNT Skeifunni 11B 108 Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is promennt.is PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 33 7 78 Hlýtur þú námsstyrk sem nemur allt að 150.000 krónum? Nánar á promennt.is BÍÐUR NÝR FRAMI EFTIR ÞÉR? NÁMSSTYRKIR Í BOÐI EQM VOTTUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.