Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 38
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 „Þetta er frábært og mikill heiður fyrir mig,“ segir Magn- ea Gunnarsdóttir keppandi í módelfitness en hún gerði á dög- unum samning við einn stærsta fæðubótarefnaframleiðanda í Evrópu, SciTec Nutrition. Hún er einungis nítján ára gömul en hefur þó keppt í módelfi tness frá því hún var sautján ára. „Ég fékk samning sendan heim sem var níu blaðsíður og þetta er mjög góður samning ur fyrir mig. Ég þarf að senda þeim vikulega myndir og æfi nga- myndbönd af mér svo þeir geti sett það á síðurnar sínar,“ útskýrir Magnea. Þá mun hún vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins og koma fram á svokölluðum vörusýningum sem haldnar eru á ýmsum viðburðum. „Ég fer í myndatöku fyrir þá og verð á einhverjum viðburðum til að kynna vörurn- ar þeirra. Á fl est- um mótum er svona vörusýn- ing og eru þeir yfi rleitt með risa- bás, ég hef lofað að vera á svona bás á mótum og fæ þá allt greitt og laun,“ bætir Magn- ea við. Magnea er fyrsti Íslend- ingurinn sem kemst á samn- ing hjá fyrirtækinu. Fjölmargir afreksíþrótta menn út um allan heim eru með samning við fyrirtækið. SciTec Nutrition hafa ákveðið að styrkja hana með fæðubótar- efnum en Sportlíf er umboðsað- ili SciTec Nutrition á Íslandi. SciTec eru stærstir og leiðandi á markaðnum í Evrópu og selja yfi r fi mmtán hundruð tonn af prótíni árlega. Þeir bjóða upp á tvö hundruð vörutegundir í sjö hundruð mismunandi bragðteg- undum og stærðum. Magnea er á leið á Arnold’s Classic-mótið í febrúar í annað sinn en þegar hún keppti þar í fyrsta skiptið, aðeins sautján ára gömul, lenti hún í þriðja sæti. Hún hefur keppt á fjöl- da móta og hefur meðal annars náð sér í bikarmeistaratitil hér á landi. Hún stundar nám við Mennta- skólann við Sund. „Þegar maður er í svona íþrótt þá verður maður mjög skipu- lagður og þess vegna hafa ein- kunn irnar í skólanum þotið upp,“ bætir Magnea við létt í lundu. gunnarleo@frettabladid.is Ég þarf að senda þeim vikulega myndir og æfingamynd- bönd af mér svo þeir geti sett það á síðurnar sínar. Magnea Gunnarsdóttir Andlit stórfyrirtækis í fæðubótarheiminum Magnea Gunnarsdóttir, keppandi í módelfi tness, er fyrsti Íslendingurinn sem gerir samning við einn stærsta framleiðanda fæðubótarefna í Evrópu. Kristján Freyr Halldórsson hjá Bókabúð Máls og menningar segir að mest seldu bókunum hafi líka verið oftast skilað. „Það er ekk- ert afbrigðilegt í þeim tölum. Það kallast bara á við þær bækur sem eru mest seldar.“ Bækurnar sem seldust mest voru Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman, Vís- indabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson, Lygi eftir Yrsu Sigurð- ardóttur, Mánasteinn eftir Sjón, og Tímakistan eftir Andra Snæ. „Þessum bókum var líka oftast skilað. Svo eru aðrar bækur sem kláruðust fyrir jólin og hefðu getað selst mun meira. En þeim hefur aftur á móti verið skilað minna. Til dæmis bók Guðmund- ar Andra, Sæmd. Henni hefur lítið sem ekkert verið skilað. Ég leyfi mér að nefna það sem eina af ástæðunum fyrir því að henni var lítið skilað að hún seldist upp. Nema þeir sem völdu hana í gjöf séu svona ratvísir.“ - ue Sæmd lítið skilað Villa, Yrsu, Andra Snæ og Jóni Kalmani mest skilað. „Ég er stödd í fjörutíu stiga hita í Mendoza í Argentínu. Félagar mínir hjá Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum, með Leif Örn Svavarsson fremstan í flokki, koma á svæðið í dag og þá hefjum við leiðangur á næsta fjall, Aconcagua. Það verð- ur þá minn fimmti tindur ef allt gengur að óskum. Á morgun þurf- um við að ganga frá ýmsum leyfum og síðan leggjum við af stað,“ segir pólfarinn Vilborg Arna Gissurar- dóttir. „Aconcagua er oft vanmetinn af því að hann er ekki tæknilega erf- iður en gríðarlega hár. Hann er tæpir sjö þúsund metrar og það er alltaf áskorun að fara í svona hæð. Um helmingur sem leggur af stað kemst ekki upp.“ Vilborg eyddi jólunum í að klífa Vinson Massif, hæsta tind Suður- skautslandsins og hefur eytt síð- ustu tíu dögum í að ferðast á milli staða og hvíla sig fyrir næstu átök. „Það var ótrúleg upplifun að klífa Vinson Massif. Það var frekar kalt eins og gefur að skilja og nú er ég að upplifa um áttatíu stiga hitamun. Það var æðislegt að koma til baka á suðurskautið og fékk ég stór- kostlegar móttökur enda kynntist ég mörgum í fyrra. Landslagið er svo stórkostlegt að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Það er margt við tindinn sem er exótískt þó hann sé ekki tæknilega erfiðastur en það er margt í kringum hann sem eykur á upplifunina,“ segir Vilborg. Þetta eru önnur jólin í röð sem hún eyðir á suðurskautinu. „Ég missi af jólahefðunum og öðru en ég fæ svo margt í staðinn. Ég hef haft það þannig að ég fæ smá jólamat þegar ég kem heim,“ segir Vilborg, sem kemur til Íslands 28. janúar ef allt fer samkvæmt áætlun. Þá hefur hún verið á rúmlega sex vikna ferðalagi og vonandi búin að ná toppnum á tveimur tindum. Þá á hún tvo tinda eftir af tindunum sjö – Kilimanjaro og Everest. - lkg Pólfarinn borðar jólamatinn í lok janúar Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir byrjar ferð sína á tindinn Aconcagua í Suður-Ameríku nú í vikunni. Hún kleif nýverið hæsta tind Suðurskautslandsins og eyddi öðrum jólunum í röð á þeim slóðum í nístingskulda. SKEMMTILEG TILVILJUN Vilborg hitti leik- og söngkonuna Höllu Vilhjálms- dóttur á Vinson Massif og segir hana hörku fjallageit. MYND/EINKASAFN Í FLOTTU FORMI Magnea Gunnars- dóttir er fyrsti Íslend- ingurinn sem kemst á samning hjá SciTec Nutrition. MYND/ KRISTJÁN FREYR ÞRASTARSON ÆFIR TVISVAR Á DAG Það þarf skipulag og dugnað til að skara fram úr. Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á opin nám- skeið í listkennslugreinum. Vig- dís Jakobsdóttir er aðjúnkt við listkennsludeild og hefur umsjón með þessum námskeiðum. „Við höfum starfrækt list- kennsludeild í þrjá vetur. Fyrir tveimur árum fórum við að hugsa um hvernig við gætum þjónað vettvanginum betur,“ segir Vigdís. „Við höfðum fengið margar fyrir spurnir um það hvort mögu- legt væri að fá aðgang að nám- skeiðum án þess að skrá sig í fullt nám. Við ákváðum því að bjóða upp á aðgang að námskeiðunum. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi listgreinakenn- ara og listafólk sem hefur áhuga á kennslu.“ Öll námskeiðin eru líka sótt af nemendum í meistaranámi í list- kennslu. „Þetta er leið fyrir okkur til að tengja listavettvanginn og vettvang listkennslu beint inn í námið. Þarna verður til spenn- andi samtal á milli nemenda í list- greinakennslu og starfandi lista- manna og listgreinakennara. Allt þetta fólk lærir hvert af öðru. Við höfum verið með ýmislegt í boði, til dæmis nám í listmeðferð sem hefur alveg slegið í gegn. Biðlist- arnir í það eru fullir. Síðan erum við með námskeið í aðferðum leiklistar í kennslu, og námskeið í barna- og unglingakórstjórn sem Þórunn Björnsdóttir kennir, og margt fleira.“ Námskeiðin kosta á bilinu 23.000 til 35.500 krónur. - ue Fullir biðlistar í listþerapíu Listkennsludeild LHÍ býður upp á opin námskeið. AÐJÚNKT Vigdís Jakobsdóttir er aðjúnkt við listkennsludeild Lista- háskóla Íslands. LYGI Bók Yrsu Sigurðardóttur var einna mest skilað, enda einna mest seld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.