Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 40
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur „Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmynda- gerðarmaður og maðurinn á bak við aðdáendahóp Alans Gordons Part- ridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharð- ur aðdáandi þessa karakters í gegn- um árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í kar- akterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmynda- gerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svo- lítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frí- mann og Alan Partridge mjög ólík- ir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS- spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfars- syni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstak- lega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðar- leg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköp- uð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvik- myndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdá- endahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar. olof@frettabladid.is „Besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið“ Ragnar Hansson er maðurinn á bak við aðdáendahóp Alans Partridge á Íslandi. AÐDÁENDUR BREGÐA Á LEIK Árni Sveinsson, Ragnar Hansson og Hugleikur Dagsson eru meðal meðlima í aðdáendahópi Alans Partridge. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég leikstýrði Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukk- aðir fjölmiðlamenn,“ Save the Children á Íslandi Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnu- vikan í langan tíma er fram undan og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svell- bunkanum og sýg upp í nefið. MENN eru víst komnir á kolvetna- laust heyri ég útundan mér, sneiða hjá sterkju og drekka sítrónuvatn á fastandi maga. Fólk deilir á milli sín leiðbeiningum um innkaup fyrir þennan og hinn kúrinn. Einhverjir ætla að fasta. Alls staðar er fólk að snúa við blaðinu, taka sig á og varla hægt að fletta blaði né opna netið án þess að dynji á manni skilaboð frá bísperrtum heilsuspekúlöntum með uppskriftir að bættum lífs- stíl. Lausnina fyrir þig! Og mig sjálfsagt líka. EN ég er lítið í lausnum svona á janúarmorgni. Vaknaði ekki fyrr til að skjótast í ræktina áður en vinnudagur hæfist. Er ekki einu sinni búin að kaupa mér kort. Skokkaði heldur ekki hring í hverfinu fyrir morgunmat og þeytti ekki grænan klíðis- hristing í blandaranum í morgun. Ég bara drattaðist. UNDANFARNAR vikur hafa enda snú- ist um allt annað. Það er ekki langt síðan ég leitaði ákaft að uppskrift að mjúkum súkkulaðismákökum. Ég datt niður á eina sem innihélt svo mikið smjör, svo mikið súkkulaði og svo mikinn sykur að útkoman varð draumi líkust. Uppskriftin dugði í 70 kökur! Ég bakaði tvo umganga. ÞAÐ er enn styttra síðan ég skóflaði í mig dísætri pavlóvu og drakk heitt súkkul- aði með rjóma með án þess að blikna, og það rétt eftir að ég hafði farið tvær ferðir í majonesbaðaða smurbrauðstertuna og heita réttinn! Ég kæmist ekki upp með það í dag. EN ég mátti eiga von á þessu. Þessi lífs- stílskúvending yfirtekur alltaf allt um leið og nýtt ár gengur í garð. Kaldranalegt, svona á kaldasta tíma ársins. Ég læt minn- inguna um pavlóvuna fleyta mér inn í nýja árið. Kaldranaleg kúvending Alan Gordon Partridge er kar- akter leikinn af enska grínist- anum Steve Coogan. Partridge er hugarsmíði Coogans, Arm- ando Iannucci og fleiri höfunda On The Hour, sem er útvarps- þáttur á BBC Radio 4. Partridge skopstælir íþróttafréttamenn og spjallþáttastjórnendur, svo dæmi séu tekin, og hefur komið fyrir í tveimur útvarpsseríum, fjórum sjónvarpsseríum og fjölmörgum sjónvarps- og útvarpsþáttum, til að mynda Comic Relief-þáttun- um úr smiðju BBC, en sá þáttur hefur fylgst með skálduðum ferli Alans Partridge frá byrjun. Þá hefur karakterinn komið fyrir í grínseríum á borð við Knowing Me, Knowing You with Alan Part- ridge og I‘m Alan Partridge. Í ágúst í fyrra kom út kvikmynd í fullri lengd með Partridge í aðalhlutverki, en sú heitir Alan Partridge: Alpha Papa, og var nýlega tekin til sýningar í Bíói Paradís. Myndin var heimsfrum- sýnd í Norwich, í Englandi, þaðan sem Partridge er, en þegar pers- ónan var búin til gætti mikillar óánægju meðal íbúa Norwich með valið á heimabænum. Í dag horfir öðruvísi við, enda pers- ónan orðin rótgróin og hluti af enskri poppmenningu. Þá hefur Partridge gefið út sjálfs- ævisögu persónunnar sem heitir I, Partridge: We Need To Talk About Alan og er skrifuð út frá Partridge sjálfum, sem er jafn- framt titlaður höfundur verksins. Verkefni Partridge eru yfirleitt framsett eins og um raunveru- legan fréttamann sé að ræða, en einkar mislukkaðan. - ósk Hver er Alan Partridge? ALAN PARTRIDGE MYND/GETTY ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT ROLLING STONE EMPIRE THE GUARDIAN NÝJASTA MYND MICHEL GONDRY MOOD INDIGO SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SECRET LIFE OF WALTER MITTY SECRET ... WALTER MITTY LÚXUS THE HOBBIT 3D 48R THE HOBBIT 3D 48R LÚXUS RISAEÐLURNAR 3D RISAEÐLURNAR 2D SECRET LIFE OF WALTER MITTY THE HOBBIT 3D THE HUNGER GAMES 2 KL. 3.30 - 5.30 - 6 - 8 - 9 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 4.30 - 6 - 8 - 9.30 KL. 4.30 KL. 3.30 KL. 3.30 Miðasala á: og KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 KL. 5.30 - 9 KL. 6 - 9 NÁNAR Á MIÐI.IS SECRET LIFE OF WALTER MITTY THE HOBBIT 3D RISAEÐLURNAR 3D KL. 8 - 10.10 KL. 6 - 9 KL. 6 -S.G.S., MBL „LISTILEGT SAMSPIL DRAUMA OG RAUNVERULEIKA SEM HEFÐI VEL GETAÐ KLIKKAÐ EN SVÍNVIRKAR“ -L. K.G., FBL SECRET LIFE OF WALTER MITTY 5:30, 8, 10:20 HOBBIT 2 4, 10:20 ANCHORMAN 2 8, 10:30 FROZEN 2D 4:45 S.G.S - MBL „Mjög skemmtileg mynd, mikið hlegið“ -Nanna Bryndís, Of Monsters and Men sýnd í 3d 48 rammaS R STEVE COOGAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.