Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 34
Tvær sýningar á Stóru börnunum eftir Lilju
Sigurðardóttur í uppsetningu Lab Loka verða í
Tjarnarbíói um helgina. Að sögn Birnu Hafstein
leikkonu í sýningunni er ástæðan sú að færri
komust að en vildu á sýningarnar fyrir jólin.
„Áhorfendur voru gífurlega ánægðir og við
ákváðum að gefa þeim, sem ekki voru búnir að
koma, þetta tækifæri til að bæta úr því,“ segir
hún. „En þetta verða allra síðustu sýningarnar
svo þeir sem vilja koma verða að drífa sig.“
Birna segir mikla spennu ríkja innan leik-
hópsins þar sem von sé á aðilum frá Þýskalandi
sem komi til landsins gagngert til að sjá sýn-
inguna. „Meira get ég eiginlega ekki sagt strax,
en við erum mjög spennt og ánægð með hvað
það er mikill áhugi fyrir sýningunni.“
Stóru börnin fékk mikið lof áhorfenda og gagn-
rýnenda þegar hún var sýnd í nóvember og
byrjun desember. Símon Birgisson í Djöflaeyj-
unni valdi hana sýningu haustsins. Jón Viðar
Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gaf henni
fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, og að hans mati
var Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri sýningar-
innar, leikstjóri ársins. Þá valdi Sigurður Val-
geirsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, hana
sem eina af fimm bestu sýningum ársins.
- fsb
Allra síðasta tækifærið til að
sjá Stóru börnin í Tjarnarbíói
Hið vinsæla leikverk Stóru börnin eft ir Lilju Sigurðardóttur verður sýnt tvisvar
um helgina. Ástæðan er mikil eft irspurn og áhugi áhorfenda og leikhúsfólks.
STÓRT BARN Birna Hafstein í hlutverki sínu í Stóru börnunum.
Þetta verður svona í svipuðum
stíl og aðrir höfundar hafa gert
í Landnámssetrinu,“ segir Þór-
arinn Eldjárn spurður hvernig
hann muni flytja sögu barónsins
á föstudagskvöldið. „Þá er tekið
eitthvert efni sem stendur manni
nærri af því að maður hefur skrif-
að um það og maður prófar að
segja söguna, að sjálfsögðu með
þeim breytingum sem því fylgir
að skipta um miðil.“ Spurður
hvort hann hyggist flytja söguna
með leikrænum tilþrifum hristir
Þórarinn höfuðið. „Ekki verður nú
mikið um það að ég bregði mér í
hlutverk. Ég verð meira bara eins
og hinn hefðbundni sögumaður.“
Þórarinn skrifaði skáldsögu um
baróninn og kom hún út fyrir rétt-
um tíu árum, eða 2004. Baróninn,
eða Charles Gauldrée-Boilleau
eins og hann hét réttu nafni, kom
til Íslands árið 1898 með þá stað-
föstu ákvörðun að ætla að setjast
að á Íslandi. Hann sá mikil tæki-
færi bæði í landbúnaði, sjávarút-
vegi og ferðaþjónustu og lét sig
dreyma um stórbrotnar fram-
kvæmdir. Þórarinn hafði lengi
verið hugfanginn af sögu bar-
ónsins áður en hann lét verða af
því að skrifa sögu hans. „Þetta er
efni sem ég fékk mikinn áhuga á
mjög snemma eftir að hafa lesið
ýmislegt sem skrifað hafði verið
um hann,“ segir hann. „Það end-
aði svo með því að ég skrifaði
þessa heimildasögu. Upphaflega
hélt ég að það væri svo mikið til
af heimildum um hann að ég gæti
bara valið og hafnað og búið svo
til einhverja sögu upp úr því. Ég
komst þó fljótt að því að eigin-
lega allt sem hafði verið skrifað
um hann hér voru bara tómar get-
gátur. Þetta var mjög dularfullur
maður og í raun og veru var ósköp
fátt vitað um hann.“
Þórarinn lagðist í miklar
rannsóknir og athuganir sem
hann segir hafa leitt ýmislegt
í ljós sem fram komi í bókinni.
Hann segist jafnframt hafa hald-
ið áfram að forvitnast um sögu
barónsins þau tíu ár sem liðin
eru síðan bókin kom út, en ekki
fundið neitt nýtt sem geti talist
bitastætt. „Ég vitja reglulega um
ákveðnar slóðir á internetinu en
hef ekki fundið neitt sem er ein-
hver veruleg viðbót eða ný sann-
indi.“
Þórarinn segir nálgunina við
söguna vera dálítið aðra við að
segja hana heldur en skrifa. „Ég
kem dálítið úr annarri átt að bar-
óninum í þessu prógrammi, þann-
ig að það er langt frá því að ég sé
að endurtaka bókina.“
Frumflutningur verður eins
og áður sagði klukkan 20 á föstu-
dagskvöldið og næstu tvær sýn-
ingar verða 18. og 25. janúar.
fridrikab@frettabladid.is
Nálgast dularfullan
barón úr annarri átt
Þórarinn Eldjárn segir sögu barónsins á Hvítárvöllum á Söguloft i Land-
námssetursins næstu helgar. Hann skrifaði sem kunnugt er sögu barónsins fyrir
tíu árum en segir að eðli málsins samkvæmt verði nálgunin önnur í ræðu en riti.
TALANDI HÖFUNDUR „Þetta var mjög dularfullur maður og í raun og veru var ósköp fátt vitað um hann,“ segir Þórarinn um
baróninn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Nýtt!
MENNING 8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR